Nei, ég er ekki dáin

Alls konar hlutir að gerast í lífi Önnu Pálu þessa dagana. Meðal annars er ég búin að lýsa yfir framboði til formanns Ungra jafnaðarmanna. Ég held það verði stórkostlega gaman, ef ég næ kjöri.

Skólinn að byrja. Masterskúrsarnir eru skemmtilegir. Lögberg er gott heimili og þar býr stór og skemmtileg fjölskylda. Ný upplifun að hlakka til að fara í tíma og læra -svoleiðis tilfinningar hafa ekki alltaf látið mikið fyrir sér fara í grunnnáminu. Þar er maður meira svona að læra stafrófið. Svo er ég að klára að flytja á Skuggagarðana við Lindargötu.

Og já, viti menn, ég skrifaði pistil á Vefritið. Hann fjallar um hina frábæru hugmynd sérframboðið Sameinaðir vinstrimenn sem er gamall draumur minn!

Pís át.


Jæja þá

Komin með hausinn út úr eigin afturenda, a.m.k. í bili. Ég hef ekki margt að segja við þetta blogg núna. En ég skrifaði hins vegar grein í dag: Vaknað í ókunnugu sjúkrarúmi. Greininni fylgja nektarmyndir af sjálfri mér.

Lokað vegna jarðarfarar

minnar. Ritgerðarskil eftir átta daga og próf eftir tíu. Dæmigert ef manni tækist nú að klúðra loka-lokasprettinum í BAbbaranum. Stefnan hins vegar tekin á annað.

Endilega ekki reyna að láta mig gera neitt fyrr en kl. hálffimm sautjánda ágúst.  


Kæra Lovísa

LovisaHér með skora ég á Lovísu Árnadóttur að hætta að vera flugfreyja og snúa sér að því að vera áfram uppáhalds íþróttafréttaritarinn minn. 

Ég má ekki tjalda

Ef ég mætti eiga mér líf næsta hálfa mánuðinn, hefði ég líklega farið til Akureyrar yfir verslunarmannahelgina. En þar sem ég er tuttugu og þriggja ára gömul, hefði ég þó ekki mátt tjalda. Maður hefði þurft að gera þetta þannig að ég fengi að vera í húsinu hennar Sibbu frænku og Sibba (58) verið á tjaldstæðinu. Hún má tjalda.

Saving Iceland

Í dag skrifar Hrafn vinur minn grein á Vefritið um Saving Iceland. Skemmtileg grein eins og hans er von og vísa. Ég er samt ekki alls kostar sammála. Um daginn átti ég að tjá mig í smádálki um eitthvað fréttamál, sem endaði á því að ég var fengin til að tjá mig um málefni strætó ("Varstu spurð hvort það sé gott að námsmenn fái ókeypis í strætó? En erfið spurning," sagði Sindri bró um málið). Ég vildi fá að segja eitthvað um Saving Iceland, en það hafði víst verið umfjöllunarefnið daginn áður. Hélt áfram að hugsa um þetta og punktaði niður hvað mér fyndist, af því það er besta leiðin til að koma reglu á það sem ég er að hugsa.

Hér eru punktarnir:

Fólkið sem vill bjarga Íslandi hefur verið mikið í umræðunni. Þau fara fyrir brjóstið á mörgum; þeim sem eru sammála um að nóg sé komið af álverum og eyðileggingu umhverfisins en kannski helst þeim sem eru ósammála málstað Saving Iceland.  Ég er sammála því að stemmningin er stundum svona “jeee, kúkum á kerfið og förum og eyðileggjum eitthvað!” Fólk finnst hegðunin kannski barnaleg og að hún geti eyðilagt fyrir málstaðnum. Og auðvitað má ekki fara alveg fram úr sér.  

En allir eiga rétt á að mótmæla og tjá pólitískar skoðanir og ég ber mikla virðingu fyrir því að gera eitthvað í málunum ef maður hefur skoðun á þeim. Sjálf er ég of mikill kaffihúsaröflari og hef í besta falli mætt á mótmæli, skrifað örlítið um þessi mál eða birt greinar eftir aðra á Vefritinu síðan það var stofnað. Þess vegna er ég afar þakklát þeim sem hafa á ýmsan hátt haldið umræðunni um álver og virkjanir stöðugt á lofti þótt einstakar aðgerðir geti verið umdeilanlegar. Af því þegar skaðinn er skeður verður ekki aftur snúið.


Fyrirgefðu

Í morgun þurfti ég að biðja vin minn fyrirgefningar. Og fór að pæla. Algengasta orðalagið til þess er einfaldlega: Fyrirgefðu.

Þetta er eins og að segja við viðkomandi: Sestu! Stattu! Hoppaðu! Gegndu!.. Það er fyndið að þegar maður er bljúgur og fullur iðrunar, skuli það vera tjáð með því að skipa viðkomandi í raun að fyrirgefa sér. Tryggja að maður eigi síðasta orðið.


Þarna tókst þér það

Það eru mögnuð augnablik þegar maður les eitthvað og hugsar mér sér að þarna hafi höfundinum tekist að koma í orð eitthvað sem maður sjálfur hefur hugsað með sér en ekki náð svo vel utan um að geta orðað.

Las Bakþanka Davíðs Þórs frá 22. júlí

"Trú sem byggir á náungakærleik, auðmýkt og umburðarlyndi er ekki fíkn heldur einmitt fullkomin andstæða hennar á allan hátt. Trú sem sættir í stað þess að sundra er ekki sjúkdómur heldur einmitt lausn undan einhverju skelfilegasta meini sem herjað hefur á mannkynið."

Sjálf hef ég ekki verið í nánum tengslum við Almættið síðan ég var sjö ára í sumarbúðum (ætla ekki að hafa hér yfir klisjuna: Ég trúi á mínum eigin forsendum). En alltaf fundist að trú eins og Davíð lýsir geti ekki verið nema falleg og góð, hvað sem hún heitir. Og boðskapurinn um fyrirgefninguna er eitt það fallegasta sem ég veit, sama hvernig kristnum mönnum um heiminn hefur tekist að snúa upp á þá hendi.

Helsti gallinn við trúarbrögð eru auðvitað íhaldsemi stofnana í kringum þau.  En að segja að trúarbrögð séu réttlæting fyrir stríðrekstri eða öðru rugli - ég veit ekki. Held það sé ekki svo einfalt.


Flugfreyjupælingin

flugfreyjaÉg hef ekki verið sérstaklega spennt fyrir að verða flugfreyja, nema kannski vegna utanlandsferða og dagpeninga sem dragast ekki frá hjá LÍN. Ástæðurnar eru þessar, fyrir utan að það vantar ekki fleiri ljóshærðar konur í stéttina:

a) Ég myndi blása óvart upp björgunarvestið í sýnikennslunni og kafna í því,

b) segja farþegunum í hreinskilni að maturinn sé ógeð og betra að fá sér bjór til að slæva bragðið

c) og klárlega ekki standast þá freistingu að segja óviðeigandi brandara í kallkerfið.


Þórgunnur snillíngur

"Í nýafstöðum alþingiskosningum var furðu lítið rætt um völlinn og staðsetning hans varð ekki að heitu kosningamáli. Þó hlýddi ég á einn pólitískan fyrirlestur um framtíð flugvallarins nokkrum dögum fyrir kosningar. Þá var ég einmitt stödd í flugvél á leiðinni til Akureyrar og það var flugfreyjan í ferðinni sem fann sig knúna til að fræða farþegana um þessa endemis vitleysu." LoL


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband