Færsluflokkur: Húmor

Að snúa seinheppninni sér í hag

Ég skilaði skattmanni skýrslu áðan, og það alveg einum degi fyrir síðasta frest. Fyrirmyndarborgari. 

Venjulega er þetta bara örlítil handavinna. En nú fylgdu heilabrot. Hvernig átti að færa inn 200 kallinn sem ég vann í Meistaranum á síðasta ári. Átti ég að "gleyma" honum gegn betri samvisku? Neeei.  

Heyrði í einhverjum valinkunnum fjölskyldumeðlimum sem ekki höfðu svar á reiðum höndum (e. angry hands) svo ég ákvað á endanum að hringja í sjálfan skattmann, sem hefur sett upp hjálparlínu af þessu tilefni. Og það leið og beið í símanum. "Vinsamlegast bíðið..." 

tímastjórnunEftir smástund var ég farin að þurfa að pissa. "Nei andskotinn, ég get ekki farið á klósettið með símann í annarri. Týpískt að það svari akkúrat." En svo fór ég að hugsa: Var það ekki einmitt aðalmálið að mér yrði einhvern tímann svarað? Svo ég bara fór á klósettið. Og þetta gekk eftir. 

 


Svitaball Röskvu

Þessi magnaða mynd var tekin á Svitaballi Röskvu 2006. Þessi rómaða árlega skemmtun fer í flokk með skemmtilegustu partýum hvers árs. Ég er þessi að reyna að vera þokkafulla. Takið eftir smekklegum appelsínugulum netabolnum og hvernig hann fer við himinblátt pilsið. Já, svona klæddi fallega&fræga fólkið sig árið 2006. 

SvSvSvitaball Röskvu 2007 verður annað kvöld, föstudaginn 2. febrúar á Hressó. Konseptið er að vera sem allra sveittastur og dansa sem mest. Jafnvel hella yfir sig bjór af stuðinu einu saman.

Svitaball2006

 


Lesið brandaradálk Önnu Pálu í Morgunblaðinu í dag?

Ég fæ aldrei að vera fyndin í Mogganum. Í hvert sinn sem ég lauma einum mögnuðum fimmaurabrandaranum inn í fréttirnar hjá mér, kemur einhver húmorslaus fréttastjórinn og klippir hann út með köldu blóði. 

Er að bræða með mér hvort ekki yrði pláss fyrir Brandaradálk Önnu Pálu í þessu annars ágæta blaði. Það má alltaf á sig blómum bæta.

Hann gæti jafnvel verið á síðu átta, við hliðina á Brandaradálki Styrmis. Þeir sem hafa áhuga á þessu geta skrifað sig á stuðningsmannalista hér fyrir neðan.

 

 


Komin heim

Mætt á klakann. Allt við sama heygarðshornið. Ég líka. Klukkan tólf á mánudag á harðahlaupum um Vesturbæinn að reyna að ná í tíma í Lögbergi. Það eina sem hefur breyst í þessu öllu að virðist, er að ég er massaðri á bakinu og með smávegis ör á kjálkanum sem mamma taldi að væri varalitur.

Ég hélt að fjórir mánuðir yrðu svo langur tími. Og jú, það virðist langt síðan ég var í Suður-Afríku að taka máltækið "fall er fararheil" einum of bókstaflega. Samt er eins og ég hafi farið í gær.

Vil þakka öllum sem komu að því verkefni að halda fyrir mig jól, áramót og þrettánda á einu kvöldi nánast um leið og við vorum komnar út úr flugvélinni á laugardaginn. Pakkar og skaup á einu kvöldi. Hver getur beðið um meira. Hafði mikinn húmor fyrir skaupinu svo það komi fram.

Bandaríkin voru hress. Í Miami keyrðum við m.a. í gegnum Litlu-Havana en þar búa að sögn Bjarna Más, Kúbverjar sem hata Castro. Þeir eru augljóslega jafn kaþólskir og páfinn því ekkert var að gerast á nýársdag. Hverfið virkaði samt skemmtilegt. Örugglega áhugavert að spjalla við liðið um stjórnmál. Eða bara heyra góða músík, drekka mojito, borða svört hrísgrjón og anda að sér vindlalykt.

Annað áhugavert svæði var sjálfstjórnarsvæði indjána sem alríkisstjórn BNA var svo ljúf og góð að láta þeim í té. Á miðju fúlu fenjasvæði reyndar og fjarri heimahögum þeirra. En það er víst aukaatriði. Á bensínstöðinni var ítrekað að menn skyldu klæðast skyrtum og skóm inni í búðinni. Á þessu svæði er líka eina spilavítið á Flórída, því ríkið Flórída bannar spilavíti. Svo indjánarnir mokgræða og samkvæmt sósíalísku kerfi er myndarlegum ágóðanum dreift á milli þeirra allra. 

Svo mæli ég með Harlem. Stórskemmtilegt. Verst ef túristar á borð við sjálfa mig fara að taka yfir mannlífið á staðnum. Næst þegar ég fer til New York verður garanterað farið í gospelmessu á sunnudegi eða hiphopmessu á fimmtudagskvöldi. Fyrir þá sem finnst dýrt að borða á Manhattan, er athugandi að fá sér einn sveittan inní Harlem. 

Nú. Ég persónulega þekki þrjá aðila sem búsettir eru í átján milljón manna borginni New York. Varði vinur og snillingur opnaði heimili sitt þar sem við sváfum í rúminu hans og borðuðum mömmukökurnar hans. Áttum góðan tíma með Uglu, sem kom með í Harlem. Seinasta kvöldið rakst ég síðan fyrir eintóma tilviljun á hana Birnu Önnu samstarfskonu af Mogganum og félaga í Gjellufélaginu. Þetta er ekki svo stór heimur. Þess má geta að okkur Birnu hefur ruglað saman og við verið taldar líkar. Skil ekki alveg af hverju. En það var óvænt ánægja að hitta hana. 

Ég verð síðan að játa að í bland við alla spennuna að koma heim og hitta fólkið mitt, var bara talsvert stress. Koma heim og detta inn í rútínuna (sem mér finnst almennt leiðinlegt fyrirbæri og gengur illa að halda mig við). Standa mig í skólanum. Spara. Vakna í myrkrinu. Fá ekki innblástur  í lífinu upp í hendurnar daglega heldur þurfa að finna hann sjálf.

Annars almenn niðurstaða eftir ferðalagið er að ég lifi afskaplega góðu lífi á Íslandi. Líka þótt heimurinn minn hérna sé frekar lítill.

Er annars að spá í að birta eina stutta færslu í viðbót, með vangaveltum um einhver praktísk atriði á ferðalögum. Þótt ég sé ekki útlærð í faginu gætu einhverjir punktar kannski nýst þeim sem láta verða af að leggja í hann. 

Eftir það verður þetta blogg aftur hefðbundinn hluti af síbyljunni.


"Gerist þetta á klukkutíma fresti hérna?" & Heat vs. Lakers -Minnisstæð jól í Ameríku

Sameinuðu þjóðirnar

Bandaríkin eru aðeins of skuggalega nálægt raunveruleikanum. Eða hversdagsleikanum öllu heldur. Ég veit ekki alveg með raunveruleikann hérna, þetta er allt svo súrt.*

Að vera í BNA er eins og að vera heima hjá sér að mörgu leyti, svo marineraður er maður af sjónvarpsefni og bíómyndum. Samt hef ég bara einu sinni verið hérna áður og þá í Boston. Líklega er ég núna að tala eins og Bandaríkjamenn sem tala um Evrópu í einu orði. San Fransisco, New York og Miami/Flórída eru ólíkir fulltrúar eins ríkis. Og þetta er allt áhugavert og skemmtilegt. En það er ekkert menningarsjokk, engin tilfinning fyrir einhverju sem er samtímis óþolandi erfitt og óendanlega heillandi (fatabúðirnar etv?). 

New York og San Fransisco eiga sameiginlegt að vera skemmtilegar heimsborgir með sál. Ég á erfitt með að ákveða hvor komst nær manni. NY fær reyndar lengri séns vegna annarrar viðkomu þar eftir áramótin. Sem "gamall hippi," þ.e. MH-ingur alltaf, átti "San Fran" greiða leið að hjartanu. Þessi endalausu hverfi sem eru fullkomin til að bara horfa á fólkið. Castro er gay hverfið og þar var sérlega skemmtilegt að horfa inn um gluggana á troðnu kaffihúsi/bar þar sem allir kúnnarnir voru karlmenn á besta aldri. Gat ekki varist því að hugsa um af hverju ég veit um svona ofsalega fáa eldri homma á Íslandi. Ástæðan? En já, enn skemmtilegra hefði þó verið að komast í bíóið sem sýndi annars vegar Grease og hins vegar Sound of Music seinna um kvöldið. Ekki merkilegt nema sýningarnar voru SING-A-LONG! Ég sé bara fyrir mér fullan sal af hommum að syngja með lögunum úr Söngvaseið. Brilljant. 

New York er hrárri og já, bara öðruvísi. Þið hafið örugglega öll séð það í bíómyndunum. Appelsína og epli. NY er að sumu leyti einhvern veginn engin látalæti. Inn á milli eru þó hlutir sem fara með þá lýsingu í hálfhring. Trump Tower.

Og talandi um bíómyndir. Aðal jólastemmningin í Stóra eplinu rétt fyrir jól, var Þorláksmessukvöld við skautasvellið hjá Rockefeller Center. Í eins og hálfs tíma biðröðinni hlustaði maður á jólalög og horfði á mannmergðina og skemmti sér hið besta. Ekki síst yfir bónorðunum tveimur sem áttu sér stað á ísnum með tilheyrandi fagnaðarlátum áhorfenda. Eins og kona í áhorfendahópnum orðaði það: "Does this happen every hour ´round here?"   

Meðal annars var svo farið í heimsókn á Ground Zero, þar sem unnið er í rústum Tvíburaturnanna, að því að byggja glæstan turn og minnismerki um ódrepandi anda Bandaríkjamanna. Sem er skiljanlegt. Fólk vill sýna að það geti risið eins og Fönix úr öskunni án þess að á sjái. Að stoltið sé ennþá til staðar og að ekki verði látið bugast. Maður stendur þarna og skoðar myndir af lögreglufólki sem fórnaði lífinu fyrir aðra við björgunarstörfin, og hugleiðir þá staðreynd að næstum þrjú þúsund manns dóu þennan dag í árás á byggingu fulla af saklausum borgurum. Líklega kom það svolítið nær mér að standa þarna og hugsa um afleiðingar 9/11 fyrir Bandaríkjamenn. Um leið er jafn sorglegt að hugsa um hvaða dómínó fór af stað þarna og hversu margir hafa dáið í eftirleiknum. Eins og Schwarzenegger persónan í World Trade Center Olivers Stone sagði: "Someone must avenge for this," eða eitthvað á þá leið og fór svo tvo túra til Íraks. Og á hverjum bitnar hefndin?

---

Annars er Flórída-ríki nokkuð óvenjulegt umhverfi fyrir jólahald. Ekki laust við að maður hafi saknað  þorláksmessu með stelpunum, aðfangadags með familíunni og jóladags í allsherjarheilsdagsjólaboðinu hjá Guggu frænku. Þessarar venjulegu stemmningar. Í staðinn fengust jól sem munu alltaf verða minnisstæð Ferðafélaginu Sápunni. Sem nú nýtur sérlega upplífgandi félagsskapar Bjarna Más.

Það er ekkert sérstaklega slæm leið til að eyða jóladegi (fyrir utan Gugguboð já), að fara á Miami Heat - Los Angeles Lakers, á heimavelli Heat. Sem unnu þar að auki þrátt fyrir verri stöðu þessara núverandi NBA meistara. Kobe Bryant hefur líklega verið þunnur og átti arfaslakan leik. -"Let´s Go Heat! Let´s Go Heat!" "Goood Mourniiiing!"-

Svo þarf maður bara að passa sig á krókódílunum. Góðar stundir og gleðilega rest.

Versla í jólamatinn

*Súrt í merkingunni: Grillað, öðruvísi, flippað. Mögulega með snert af hallærisleika eða "Hvað í djöflinum er verið að pæla?" Að einhver sé súr þýðir s.s. ekki að hann sé í fýlu eða niðurdrepandi eins og sumir nota þetta orð. Meira svona tengt því að hann sé á sýru. Ef Mörður Árnason er að lesa, hefur ekki verið legið yfir þessari orðskýringu.

 


Eeeldhressar af djamminu i Tokyo

Tad aetti ad vera skylda fyrir alla ad profa karoki i Japan. Til ad toppa tad er mjoog fint ad skreppa a hverfiskrana i godu hverfi i midborginni og fa ser trja netta adur en madur krassar heima hja hressustu djammkonu Japans.

Svo er voda fint ad eiga flug til Peking nokkrum klukkutimum seinna. Tetta gaeti ordid eitthvad skrautlegt. Eg vona ad eg turfi ekki ad blogga a eftir til ad tilkynna ad vid hofum misst af fluginu.

Tad er sorglegt ad fara fra Japan tvi tad hefur verid svo ofsalega gaman. Enda ekki vid odru ad buast i landi sem hefur upp a svona margt ad bjoda og ta serstaklega gott folk.

Tad er lika skrytid ad vera a svona framandi stad en taka bara eina lest og lida mest eins og a Islandi i allri ferdinni -hveralykt, eldfjoll og heitar uppsprettur. Japonsku jardbodin -onsen, eru snilldin ein.

Madur fer ad sjalfsogdu ekki i Harajuku hverfid i Tokyo an tess ad fjarfesta i eins og einum mjog surum fylgihlut. Ad tessu sinni bleikur bill, sem raunar er handtaska. Hann hefur hlotid nafnid Mari, i hofudid a henni Mariko sem finnst islenskt "brennirin" gott og gaeti drukkid okkur undir bordid ef hun vildi. Eins og hun benti to a herna adan: "En eg er ekki bill!"

Takk kaerlega fyrir tetta. Adal tilgangur tessarar faerslu hlytur ad vera ad bidja ad heilsa ollum sem eru i skolanum heima tegar tetta er skrifad og vid vorum ad skrida heim af djamminu. 

We Are the Champions.

 


"Bara i Japan!" -Tetta er allt svo bjutiful..

Eg elska Japan. Elska tad. Japanir eru svo surir i hausnum. I engu odru landi a madur jafn morg svona augnablik: "Va. Hvergi annars stadar!" Meira ad segja einfold klosettferd er upplifun herna. Menn eru alltaf bunir ad hugsa einu skrefi lengra.

Bara i Japan 1: Love Hotel Hill. Fyrir lostafull por sem bua i pinulitlum ibudum med foreldrum sinum langt fram eftir aldri. Haegt er ad kaupa bara "rest" a hotelinu i nokkra klukkutima. Veit ekki hversu mikid folk er ad hvila sig i alvoru. Sum hotelin bjoda upp a ad sja myndir af ollum herbergjunum i anddyrinu og sum eru temmilega kinky. Svo labba hamingjusom por ut eins og fatt se sjalfsagdara.

Bara i Japan 2: Klosett a kaffihusi bydur upp a sotthreinsun ad sjalfsogdu og liklegt er ad a klosettinu seu margir takkar, svo madur getur skolad a ser rassinn og svona ef a tarf ad halda. Ekki lagt i tad ennta. Svo er spilud tonlist inni, eda klosettid byrjar ad bua til hljod um leid og tu sest svo folk fyrir utan heyri nu alveg orugglega ekki hvad madur er ad gera. Og svo framvegis.

Bara i Japan 3: Gullni kukurinn. A leid i hofin fraegu i Asakusa hverfinu er tessi magnada bygging sem heitir sama og japanski bjorinn; Asahi. Raunar er lika til dagblad med sama nafni en ordid tydir morgunsol ad mer skilst. Fraegur arkitekt hannadi bygginguna, tori ekki ad fara med nafnid ef tad reynist rangt hja mer. Ofan a hana atti ad fara risastor gullhudadur n.k. eldslogi. Tetta gekk ekki upp verkfraedilega. A endanum turfti ad leggja eldtunguna a hlidina. Nu er tetta kallad Golden Poop.  

Bara i Japan 4: Ekki halda ad allt sem er Bara i Japan tengist klosettum eda kynlifi sbr lid 1-3. Vorukynningar a fornum vegi med folki i buningum ad kalla med roddum eins og i teiknimyndum, ljosaskilti i skrilljonasta veldi vid tad sem madur tekkir, og og og.

Merkilegt: Island var i frettum i Japan fyrir nokkru. Tad totti stortfrett herna tegar Bandarikjaher yfirgaf pleisid, enda alls ekki allir Japanir sattir vid veru tess sama hers herlendis. Man ad utanrikisraduneytid sem eg skodadi fyrir tveimur arum, notadi mjog mjog mikid plass undir Bandarikjaskrifstofuna.

Japanir kunna ad lifa i fjoldanum. Tegar eg kom til Japan (hitt landid sem eg hef komid til i tessari ferd fyrir utan bna) i fyrsta skipti hafdi eg miklar ahyggjur af innilokunarkennd med ollu tessu folki. En nei. Tu labbar yfir torgid i Shibuya, sem er mannmargt og skemmtilegt hverfi i Tokyo, og svona trju tusund adrir labba yfir torgid um leid. Og enginn rekst utan i tig. Allir ad taka tillit. Og ad athuga hvort tad se ekki orugglega allt i lagi med tig og hvort tu vitir hvert tu ert ad fara.

Fyrir ta sem fila ad studera mannlifid er Tokyo edal. Nokkrar skemmtilegar typur eru skjaldbokukonurnar -pinulitlar gamlar konur med hufur eins og skjaldbokur i teiknimyndum, flissandi skolastelpurnar, Louis Vuitton konurnar og bissnesskallarnir -serstaklega ef teir eru fullir. Og allir, ungir sem gamlir i simanum ad senda sms, tolvupost, leika ser eda allt hitt sem tu getur gert.  

Nu. Er ekki konan bara stodd i heimahusi tegar tetta er skrifad. Slikt hefur ekki gerst sidan i Cambridge, Englandi, saellar minningar og Bloemfontein, S-Afriku i bodi okunnugra. Storvinkona min Yuriko Shibayama, meistaranemi i skandinaviskum fraedum og fjolskylda hennar bua i utborg Tokyo, Yokohama. Tau fara med okkur Barboru eins og fordekrada krakka. Alveg afsloppud samt, en vilja sumse allt fyrir okkur gera. Pabbi hennar Yuriko er efni i sjalfstaeda mannlysingu.

"Japanskir morgnar mjukri birtu stafa," orti gott skald eitt sinn a islensku. A morgun og hinn reynir a ta fullyrdingu...  

Goda nott.

E.s. Eg er eins og barn a jolum tegar eg fae "komment ad heiman." Tad gildir jafnt um okunnuga og ommu mina!

E.e.s. Japanski maturinn er svo godur. Hugsa ser ad lenda heima hja listakokki.

 


"Madur hefur ekki mordingja fyrir konung" & munkurinn sem heldur med Chelsea

Eg er i godum gir. Baenagjord med buddhamunkum, bjordrykkja med hressum Breta, ovaentur sundsprettur eftir batsferd a vatninu herna, vaknad kl 04.30 i gonguferd um fjollin og hud sem vard eins og beikon i fjallaloftinu og solinni. Politiskar umraedur vid heimamann um konunginn, stjornina, maoistana og orettlaeti innflytjendaloggjafar i heiminum. Landid er Nepal, borgin er Pokhara. 

Helt tad aetti ekki ad vera haegt ad grillast i Nepal. Tad reyndist rangt en yfirleitt er vedrid alveg otrulega thaegilegt herna. Nuna adan var ad visu eins og monsoonregnid vildi gera eina lokatilraun til ad berja mann nidur af afli. Nog um vedrid, tad er leidinlegt umraeduefni. Tad vottar lika fyrir biturleika uti skyin sem hafa verid fyrir hinum rosalegu Annapurna-fjollum svo madur sa ekki glitta nema i einn tind i morgun. "Er eg a syru eda er tetta fjall?" spurdi Barbara tegar hun sa hann, svo langt langt fyrir ofan okkur og nalaeg fjoll var snaevi thakinn Annapurna II. To vorum vid i 1400 m haed. Ekki slaemir nagrannar.

Fyrir okkur gemsabladrandi pitsukynslodarbornin er tad einstok reynsla ad fa ad vera fluga a vegg vid baenagjord buddhamunka i klaustri her uppi i haedunum. Serstaklega i ljosi tess ad einu sinni aetladi eg ad verda buddhamunkur i stadinn fyrir ad fermast. Allavega. Allt i einu kom i ljos ad vid hofdum verid tarna i amk trja klukkutima, tar af tvo sitjandi uti i horni ad hlusta a baenasonglid. Munkarnir voru ungir og audvitad allir klaeddir skv kunstarinnar reglum. Setid var vid tvaer einfaldar radir af bordum sem leiddu upp ad sjalfum Buddha innst i stupunni (buddhahof). Og songlad. Tad sem kom a ovart: Jafn mikill salarfridur og faerdist yfir mann, var svo augljost ad munkarnir toku sig hreint ekki of alvarlega. Teir toludu kannski ekki saman en brostu sin a milli og einn togadi i eyrad a naesta svo litid bar a. Svo fellu teir i trans inni a milli. En tetta var einhvern veginn svo edlilegt, afslappad og jardbundid. Stelpa i throngum gallabuxum kom inn a medan, hneigdi sig fyrir Buddha og vinkadi i einn munkinn a leid ut. Ekkert mal.

A laugardogum spila munkarnir svo fotbolta og einn sem tekinn var tali, 19 ara gamall og aetlar alltaf ad vera munkur skv eigin vali, sagdist raunar halda med Chelsea. Hann vissi upp a har hvada leik teir aettu naest. Fotbolti og kok. Tetta er alls stadar.

Straetoferd um Pokhara er skemmtun og menningarupplifun ut af fyrir sig. Verd ad fa ad deila skilabodum a bol sem ungur madur klaeddist. "No job? No problem! No car? No problem! No money? No problem! Guess what? No date!!!" 

Og svo var tad mal malanna, politikin i Nepal. Astaedan fyrir hversu ferdamonnum hefur faekkad her. Leidsogumadur hvers nafns verdur ekki getid her, tratt fyrir ad hann upplysti reyndar ad stjornmala-, tjaningar- og fjolmidlafrelsi se ordid allt annad en fyrir nokkru sidan, raeddi frjalslega um stjornmalin. Enda fair ad hlusta uppi a fjollum. Hann sagdi, sem vissulega er rett, ad audvitad eigi maoistar ad fa ad bjoda fram til things eins og hver annar flokkur. Teir yrdu ta attundi flokkurinn a thingi. Tad sem var merkilegra og kom a ovart, er ad hann taldi ad yfir 50% Nepala stydji maoistana. "Af hverju ekki ad gefa teim taekifaeri? Vid erum med nuverandi stjorn og fyrir stuttu red konungurinn ollu. Nu tarf ad breyta tvi ad medan nokkrir Kathmandu-buar maka krokinn, a folkid i sveitunum ekki ad borda." Og hann var fljotur ad afgreida konginn, sem m.a. annars bannadi thingfundi og fleira hresst. "Madur hefur ekki mordingja fyrir konung." Svo morg voru tau ord.  

 


Djammid i Delhi og haldid i att til Himalaya

Litla dansgolfid er krokkt af folki. Barinn er dimmur og ljosin blaleit. I graejunum: Shakira. A golfinu: 80% karlmenn. Hreyfingarnar: Hendur upp fyrir haus og mjadmir i hringi.

Svona svipad og menntaskolastelpur sem eru adeins ad vekja athygli hja strakunum (ja, orugglega eg lika einhvern timann). Summer of '69 sett a foninn og allt tryllist. Tetta er med tvi allra fyndnasta. For aldrei svo ad madur skellti ser ekki adeins a djammid i Delhi, sidasta kvoldid i Indlandi.

Delhi kom anaegjulega a ovart midad vid bitra reynslu af ad fara tar i gegn fyrir viku sidan. Nyja-Delhi sem Bretarnir byggdu, minnir a evropska storborg. En svo tarf ekki ad fara lengra en inn i gomlu muslimsku Delhi til ad finna indverska hjartad sla. Rauda virkid mikilfenglegt (ekki fyrsta virkid sem skodad var..) Ad tessu sinni var madur a ferd a fostudagskvoldi um sexleytid. Mogulahallirnar flottar, tad vantadi ekki.

En ad hitta fyrir tilviljun a stortonleika og danssyningu i tilefni 350 ara afmaelis virkisins? Hvad gerir madur tegar i ljos kemur ad tessi vidburdur er ad hefjast, verid er ad stilla ljosasyninguna a marmarahollunum og fullt tungl ad koma upp -og i ljos kemur ad longu er uppselt? Ju, madur kjaftar sig ut ur malinu og verdur annar tveggja sem ekki hafa adgongupassa en sitja ta samt asamt hinum tusundunum. 

Ef tid farid til Delhi, ekki missa af Indira Gandhi Memorial. Safnid er stadsett tar sem hun var skotin, a sinu eigin heimili af eigin lifvordum. Aldrei farid i gegnum allt tilfinningalitrofid einfaldlega af ad skoda eitt einfalt safn. Indira do 1984, ari eftir ad eg faeddist, svo eg man hana ekki. Eg vissi greinilega allt of litid um hana. Tad mun breytast. Stormenni i mannkynssogunni. 

Ein af fjolmorgum nidurstodum um Indland: Tetta land er svo mikil askorun. Svo margt sem heillar mann og dregur ad. Svo margt sem er erfitt og frustrerandi. Indland laetur mann ekki i fridi. Tad gerir rikisbaknid tar ekki heldur tott hlutir eins og umferdarmenningin venjist. Mig langadi svo til ad taka til hja teim ad eg atti erfitt med mig. Held ad naest tegar Oli fer i heimsokn til forsetavinar sins, aetti hann ekki ad taka med ser islenskt grjot eda hardfisk, heldur Margreti S. Bjornsdottur og lana teim hana i eins og eitt ar.  

--- 

Og nu er tad Nepal, nagranninn i fjollunum. Alltaf verid med fidrildi i maganum yfir tessu landi. Tad er hreint, afslappad, svalandi eftir Indland. Adeins litill hluti Kathmandu verid skodadur, en tad er bara byrjunin... Kemur a ovart med urval af veitingastodum og kaffi/bjorstodum, skemmtilegum budum og heimsborgarabrag. En svo man  madur allt i einu, tegar einhver brosir og bydur "namaste," godan daginn. Eda tegar fridarvidraedur konungs og maoista eru a forsidu dagbladanna. Ad eg er i Kathmandu. Tetta er bara stadur og hann er svona og svona og madur hugsar ekki endilega ut i tad tegar madur gengur um goturnar. En stundum er ekki haegt nema brosa uti annad -eg er i Kathmandu!


Heimkomupartýið

Mér finnst sjúklega gaman í partýum þar sem spiluð er 90´s tónlist,
helst vinsælu lélegu lögin. Hins vegar er ég komin með hugmynd að enn
betri teiti þegar ég kem heim: Kraftballöðugleði. Þar verða bara spiluð
valin lög sem einkennast af mikilli ást og örvæntingu og yfirdrifnum
hljóðfæraleik. Endilega bætið á lagalistann.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband