Fyrirgefðu

Í morgun þurfti ég að biðja vin minn fyrirgefningar. Og fór að pæla. Algengasta orðalagið til þess er einfaldlega: Fyrirgefðu.

Þetta er eins og að segja við viðkomandi: Sestu! Stattu! Hoppaðu! Gegndu!.. Það er fyndið að þegar maður er bljúgur og fullur iðrunar, skuli það vera tjáð með því að skipa viðkomandi í raun að fyrirgefa sér. Tryggja að maður eigi síðasta orðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þú gætir líka sagt „Getur þú fyrirgefið mér“

eða „Viltu fyrirgefa mér“
Annars fer allt eftir tónfallinu í orðinu „fyrirgefðu“

og tónninn er rammfalskur ef á eftir fylgir.
„Fyrirgefðu en þú hefðir ekki ....................“

Grímur Kjartansson, 30.7.2007 kl. 15:23

2 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Jafnvel bljúgustu bænir  eru í boðhætti. "I  beg your pardon?" er reyndar í framsöguhætti, en er grunsamlega oft notað sem afdráttarlaus skipun.

Elías Halldór Ágústsson, 30.7.2007 kl. 15:23

3 identicon

Ég vona að þér fyrirgefið finnst mér soldið gott

Orri (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband