Færsluflokkur: Fjölmiðlar

Kæra Lovísa

LovisaHér með skora ég á Lovísu Árnadóttur að hætta að vera flugfreyja og snúa sér að því að vera áfram uppáhalds íþróttafréttaritarinn minn. 

Djamm og ekki-fréttameðalmennska

Ég er djammandi og tilgangslaus. Það var glaumur í fyrrakvöld og aftur glaumur í gærkvöld, án nokkurrar innistæðu. Árshátíð Orators var á föstudag var reyndar mikið grín og gaman (og ég fegin að þurfa ekki að mæta á Landbúnaðarþing f.h. Morgunblaðsins í sama sal sjö tímum seinna eins og í fyrra -allt að því ennþá ölvuð að sjálfsögðu).

Og þegar maður gerir sér grein fyrir að það verður ekkert af viti úr kvöldinu vegna þreytu og þynnku frá kvöldinu áður, þá er auðvitað mjög skynsamlegt að skella sér bara aftur í partý. Og láta morgundaginn hafa sína þjáningu.

Druslaðist að vísu seint út og náði þ.a.l. ekki að kíkja í blaðamannapartý á Rex, en sé að kollegunum hefur fundist gaman. Blaðamannafélagið búið að fatta að það þýðir alls ekki að reyna að fá þetta fólk til að dansa. Því var ekkert galtómt dansgólf á Borginni að þessu sinni heldur bara blaðamenn þar sem þeim líður best: Á barnum. Slúðrandi reykjandi drekkandi og daðrandi. Þegar ég sendi mjög formlegar fyrirspurnir frá mér eftir miðnættið, um hvort blaðamenn væru enn í stöði og hvort ég þekkti einhvern ennþá á rex, varð hins vegar fátt um svör. Heyrðist ókeypisið á barnum vera farið að segja sitt. 

--- 

Svo vil ég segja BRAVÓ fyrir Davíð Loga sem tekur ekki þátt í fréttameðalmennsku. Að moka skítinn eins og það er kallað, eða að "afgreiða" fréttir. Hann hefur endurtekið stigið út fyrir kassann í sinni umfjöllun og átti verðlaun fyrir Guantanamo greinarnar alveg innilega skilin.

Og það var djarft að veita Kompási verðlaun fyrir rannsóknablaðamennsku, en mér finnst nauðsynlegt að hafa breidd í blaðamennsku á landinu og er því hrifin af þessari ákvörðun. Fjölmiðlar á borð við Kompás eru auðvitað í meiri hættu að misstíga sig en þeir íhaldssamari, en geta fært hluti fram í dagsljósið sem aðrir gera ekki. 

Auðunn Arnórs er einn af þeim sem hafa lagt mest af mörkum til að gera Fréttablaðið að öflugu blaði. Hann afgreiðir ekki heldur. Átti flotta spretti um stjórnarskrána og fær nú verðlaun fyrir Evrópuumfjöllun sem ég hef ekki náð að fylgjast nógu vel með. Nú finnst mér að Fréttablaðið eigi að gera efnið hans Auðuns aðgengilegt á Netinu (ég finn það amk ekki, hafi það verið gert) í þágu fólks sem hefur verið fjarverandi ofl.

---

Og ég bendi enn á Vefritið, þar sem er flott helgarumfjöllun um launaleynd. 


Lesið brandaradálk Önnu Pálu í Morgunblaðinu í dag?

Ég fæ aldrei að vera fyndin í Mogganum. Í hvert sinn sem ég lauma einum mögnuðum fimmaurabrandaranum inn í fréttirnar hjá mér, kemur einhver húmorslaus fréttastjórinn og klippir hann út með köldu blóði. 

Er að bræða með mér hvort ekki yrði pláss fyrir Brandaradálk Önnu Pálu í þessu annars ágæta blaði. Það má alltaf á sig blómum bæta.

Hann gæti jafnvel verið á síðu átta, við hliðina á Brandaradálki Styrmis. Þeir sem hafa áhuga á þessu geta skrifað sig á stuðningsmannalista hér fyrir neðan.

 

 


Helgin..

.. Var góð. Á dagskrá var m.a:

1. Á föstudeginum listakynning Röskvu. Það var magnað að standa úti í sal, grenjandi af stolti og búin að klappa af sér hendurnar fyrir þessu fólki sem ég átti að  þessu sinni engan þátt í að stilla upp á listann. Nema hvað. Þetta er samt afburðagóður listi, alveg eins og sá í fyrra sem er ennþá í framboði. Þetta fólk á eftir að stjórna Stúdentaráði frábærlega. Bendi á þessa grein hans Kára, sem er í fyrsta sæti í ár, á Vefritinu.

2. Á laugardeginum Önnukvöld til minningar um ömmu sem dó í fyrravor. Haldið á ofurstemmningarstaðnum Sægreifanum að frumkvæði n.k. fóstursonar hennar, Svenna Sveins, sem er snillingur eins og amma var. Humarsúpa. Söngur. Í bæinn með mömmu og pabba og vinum þeirra á eftir. Gaman. Hluti úr Gróskumálþingi var líka gaman. Oddný Sturlu fór á kostum með erindi um femínisma og jafnaðarstefnuna. 

3. Á sunnudeginum vinnan. Þið eruð alveg ágæt.


Skiptar skoðanir um valdarán, á Fiji þar sem allt hefur sinn tíma...

Það varð ekki áþreifanlega vart við að nýlega hefði átt sér stað valdarán á Fiji. Að minnsta kosti ekki á vesturströnd aðaleyjarinnar Viti Levu, og smáeyjunum þar út af. Túristarnir gátu alveg lifað áhyggjulausir inni í loftbólu sem nær yfir ströndina og barinn og hefur alþjóðlega skírskotun. Fiji strendurnar eru raunar mjög fallegar. 

Hins vegar er allt í kringum þetta valdarán fremur grillað ef maður fer að kynna sér málið. Íbúarnir voru flestir til í að ræða málið ef maður fór að forvitnast. Af þeim sem ég spurði spjörunum úr um þeirra álit, og það var alls konar fólk, var um helmingur á móti og hinn fylgjandi. Og af hverju voru menn fylgjandi? -Það var svo mikill spilling hjá gömlu stjórninni, vildi einn meina. Á því keyrir einmitt herforinginn sem stendur fyrir valdaráninu, commodore Baininarama eitthvað svoleiðis held ég að hann heiti. Eða bara Bananarama. Hann ætlar að setja á fót sérstaka nefnd til að rannsaka spillingu fyrrum stjórnarinnar. Og auglýsir störf ráðherra í dagblöðunum. 

Það er mjög áhugavert að bera saman þetta valdarán og það sem hafði átt sér stað í Taílandi rétt áður en við komum þangað í október. Þar var einmitt spilling uppgefin ástæða þess að herinn tók yfir og hrakti forsætisráðherrann frá með stuðningi konungs. Menntafólkið studdi herinn og ágætur maður hvers félagsskapar maður fékk að njóta í Bangkok, gaf dæmi um milljarða skattsvik forsætisráðherrans sjálfs. Hann hefði samt notið hylli meðal almúgans en meðal annars borgað fyrir atkvæði. Og nú spyr maður sig: Hvað er mikið til í spillingarásökunum á Fiji? Og hvenær er réttlætanlegt að ganga á lýðræðislegan vilja?

Að minnsta kosti voru margir íbúar þessa fyrrum lýðræðisríkis ósáttir. Og einhverjir hagfræðingar voru með grenjur í blaðagrein um hugsanlegt afnám alls virðisaukaskatts. Vinur okkar B taldi það hins vegar augljósa búbót fyrir fólkið í landinu. 

Fólkið sem lifir lífinu á Fiji-tíma, sem er mikið notað hugtak þar og þykir gott. Grundvallaratriðið er að stressa sig ekki á klukkunni eða skipulagi á hlutunum. Sem er ljúft í sjálfu sér. Mjög ljúft. En þegar maður er til dæmis á leiðinni í flug eða annað á ákveðnum tíma er það ekki alveg jafn hentugt. Hið einfalda verkefni kaupa frímerki á kortin sem ég var að skrifa breyttist í eitthvað mun flóknara og á endanum var það upp á gæsku indverskættaðrar yngismeyjar komið, að líma frímerkin á og koma þeim í póstkassann. Spennandi að sjá hvort þau skila sér. Ég skilaði mér rétt svo í flugið.

Held að margir hafi haft áhyggjur af þessu Fiji-ferðalagi. Það var semsagt tilefnislaust. Þegar við komum hingað til San Fransisco var líklega meiri ástæða til að stressa sig yfir okkur og farangri heldur en nokkurn tímann á Fiji. Það var nefnilega byrjað á að þramma göturnar í eiturlyfja- og vændishverfinu að kvöldi til.  

Dásamlega fjölbreytt mannlíf hérna -ekki bara hommar og hippar þótt nóg sé af þeim. Get svarið að annar hver karlmaður er hommi. Og brekkurnar svo brattar, brattar, að íbúarnir eru líklega í MRL (magi, rass, læri..) tíma mörgum sinnum á dag. San Fransisco er algjört tívolí.

Vildi að ég ætti mangótré í garðinum heima eins og á Fiji.  


Brimbretti á Bondi Beach & rúntað út í nýsjálenska óvissu. Og nýjar myndir!

Liðnir eru dagarnir á Balí þar sem eina truflunin á sólbekknum var að vakna við að hafa óvart slefað yfir sig. Í millitíðinni var ásamt ýmsu öðru afrekað að hlaða inn slatta af nýjum myndum úr ferðalaginu, í þeim fádæma lúxus aðstæðum þráðlausu interneti. Ekki allt ferðalagið, en vessgú samt og njótið vel.

---

Sólin skín lágt á lofti og gyllir öldutoppana. Afar myndrænt. Í dag eru öldurnar reiðar og ef maður lendir inni í þeim er það eins og í þvottavél. En einhvern veginn hefur maður það af að berjast gegnum grynningarnar með meira en mannhæðarhátt brimbretti undir höndum. Bíður eftir réttu öldunni. Á eftir þessari hérna. Kasta sér á móti henni svo hún taki mann ekki með sér í átt til strandar. Og nú upp á brettið, fljótt fljótt. Ná jafnvægi. Tærnar við endann á brettinu, líkaminn beinn og viðbúinn öllu. Haukfrán augu á ströndinni. Róa af stað með höndunum. Róa, róa! Og svo kemur aldan sem beðið er eftir og adrenalínið með. Brettið geysist af stað, handleggirnir undir brjóstkassanum og viðbúnir að lyfta manni upp. Þungi settur í lappirnar... Og franskættaður byrjandi bókstaflega keyrir yfir mann. Á bretti sem fer sínar eigin leiðir og hún á jafnlangt í að stjórna af öryggi og maður sjálfur.

Og svo veður maður aftur í öldurnar og þetta er svo fáránlega gaman. Jafnvel þótt maður standi sig eins og, tja, byrjandi. Muniði hvernig fólk er þegar það stígur á skíði í fyrsta skipti? En aðdragandinn að hverri einustu byltu gefur fyrirheit um hvað þetta getur verið ólýsanlegt.

Brimbretti á Bondi Beach krakkar. Endilega prófa það. Ekki síður skemmtilegt að sjá að þessi frægasta strönd Ástralíu og álfunnar allrar er umkringd allt að því venjulegu íbúðarhverfi auk slatta af veitingastöðum og kaffihúsum. Benidorm stemmnningin fjarri góðu gamni. Göngutúrinn yfir á nærliggjandi strandir var frekar fínn, útsýnið alveg sjúkt. Og við Tamarama strönd varð mér hugsað til frisbí-iðkandi vinar því ég hef aldrei séð neinn stað jafn vel fallinn fyrir það sport.

Ekki verra að geta skroppið aðeins á brimbretti fyrir vinnu. Eða keyra daglega yfir Sydney Harbour Bridge, sem er önnur stærsta stálbrú heims, fullbyggð um 1930 og er "hitt" fræga mannvirki borgarinnar. Þar sem tveir fyrrum íbúar borgarinnar töldu ótækt annað en láta hafa sig út í að klifra upp á brúna, hvað gerir maður þá nema: Láta setja sig í galla sem líkist einhverju frá hallærislegustu plánetunni í Star Trek og klifra upp á helvítis brúna? Upp brunastiga sem liggur milli sjöundu og áttundu akreina brúarinnar og þaðan upp á stálbogann sjálfan. -Og já, það var þess virði. Ætli höfnin og borgin í heiðskíru sé ekki með því flottara.

---

Svo er maður bara mættur ásamt eiginkonunni til Nýja-Sjálands. Helginni eytt í Auckland. Held maður gæti orðið ástfanginn upp yfir haus. Af landinu, ekki konunni. Hver einasti maður geislar af fádæma hlýju og hjálpsemi. Allt afslappað og þægilegt. Hentar vel fyrir fólk sem er nýbúið að læra að segja "no worries," við öll tækifæri í Ástralíu og finnst það fínt viðhorf.

Nuna eru það þjóðvegirnir. 500 km so far. Roadtrip í litlum bílaleigubíl sem heitir eins og stendur Cookie Monster, i takt vid bilstjorana. Stefnan tekin á heimahaga maóra sem eru frumbyggjar landsins, meinta ólýsanlega náttúrufegurð, Hobbitaþorpið, alvöru rafting, höfuðborgina Wellington og jafnvel eitthvað fleira eða færra. Nú finn ég fiðringinn..

E.S. Vardandi Fiji: Stefnan er eins og stendur enntha tekin thangad. En ekki til hofudborgarinnar tar sem oll aksjonin er, eda verdur ef eitthvad alvarlegra en tetta gerist. Verdum to bara i fimm daga. En engar ahyggjur, fylgjumst vel med frettum og breytum fluginu ef astandid versnar.


mbl.is Valdarán hafið á Fiji-eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Bara i Japan!" -Tetta er allt svo bjutiful..

Eg elska Japan. Elska tad. Japanir eru svo surir i hausnum. I engu odru landi a madur jafn morg svona augnablik: "Va. Hvergi annars stadar!" Meira ad segja einfold klosettferd er upplifun herna. Menn eru alltaf bunir ad hugsa einu skrefi lengra.

Bara i Japan 1: Love Hotel Hill. Fyrir lostafull por sem bua i pinulitlum ibudum med foreldrum sinum langt fram eftir aldri. Haegt er ad kaupa bara "rest" a hotelinu i nokkra klukkutima. Veit ekki hversu mikid folk er ad hvila sig i alvoru. Sum hotelin bjoda upp a ad sja myndir af ollum herbergjunum i anddyrinu og sum eru temmilega kinky. Svo labba hamingjusom por ut eins og fatt se sjalfsagdara.

Bara i Japan 2: Klosett a kaffihusi bydur upp a sotthreinsun ad sjalfsogdu og liklegt er ad a klosettinu seu margir takkar, svo madur getur skolad a ser rassinn og svona ef a tarf ad halda. Ekki lagt i tad ennta. Svo er spilud tonlist inni, eda klosettid byrjar ad bua til hljod um leid og tu sest svo folk fyrir utan heyri nu alveg orugglega ekki hvad madur er ad gera. Og svo framvegis.

Bara i Japan 3: Gullni kukurinn. A leid i hofin fraegu i Asakusa hverfinu er tessi magnada bygging sem heitir sama og japanski bjorinn; Asahi. Raunar er lika til dagblad med sama nafni en ordid tydir morgunsol ad mer skilst. Fraegur arkitekt hannadi bygginguna, tori ekki ad fara med nafnid ef tad reynist rangt hja mer. Ofan a hana atti ad fara risastor gullhudadur n.k. eldslogi. Tetta gekk ekki upp verkfraedilega. A endanum turfti ad leggja eldtunguna a hlidina. Nu er tetta kallad Golden Poop.  

Bara i Japan 4: Ekki halda ad allt sem er Bara i Japan tengist klosettum eda kynlifi sbr lid 1-3. Vorukynningar a fornum vegi med folki i buningum ad kalla med roddum eins og i teiknimyndum, ljosaskilti i skrilljonasta veldi vid tad sem madur tekkir, og og og.

Merkilegt: Island var i frettum i Japan fyrir nokkru. Tad totti stortfrett herna tegar Bandarikjaher yfirgaf pleisid, enda alls ekki allir Japanir sattir vid veru tess sama hers herlendis. Man ad utanrikisraduneytid sem eg skodadi fyrir tveimur arum, notadi mjog mjog mikid plass undir Bandarikjaskrifstofuna.

Japanir kunna ad lifa i fjoldanum. Tegar eg kom til Japan (hitt landid sem eg hef komid til i tessari ferd fyrir utan bna) i fyrsta skipti hafdi eg miklar ahyggjur af innilokunarkennd med ollu tessu folki. En nei. Tu labbar yfir torgid i Shibuya, sem er mannmargt og skemmtilegt hverfi i Tokyo, og svona trju tusund adrir labba yfir torgid um leid. Og enginn rekst utan i tig. Allir ad taka tillit. Og ad athuga hvort tad se ekki orugglega allt i lagi med tig og hvort tu vitir hvert tu ert ad fara.

Fyrir ta sem fila ad studera mannlifid er Tokyo edal. Nokkrar skemmtilegar typur eru skjaldbokukonurnar -pinulitlar gamlar konur med hufur eins og skjaldbokur i teiknimyndum, flissandi skolastelpurnar, Louis Vuitton konurnar og bissnesskallarnir -serstaklega ef teir eru fullir. Og allir, ungir sem gamlir i simanum ad senda sms, tolvupost, leika ser eda allt hitt sem tu getur gert.  

Nu. Er ekki konan bara stodd i heimahusi tegar tetta er skrifad. Slikt hefur ekki gerst sidan i Cambridge, Englandi, saellar minningar og Bloemfontein, S-Afriku i bodi okunnugra. Storvinkona min Yuriko Shibayama, meistaranemi i skandinaviskum fraedum og fjolskylda hennar bua i utborg Tokyo, Yokohama. Tau fara med okkur Barboru eins og fordekrada krakka. Alveg afsloppud samt, en vilja sumse allt fyrir okkur gera. Pabbi hennar Yuriko er efni i sjalfstaeda mannlysingu.

"Japanskir morgnar mjukri birtu stafa," orti gott skald eitt sinn a islensku. A morgun og hinn reynir a ta fullyrdingu...  

Goda nott.

E.s. Eg er eins og barn a jolum tegar eg fae "komment ad heiman." Tad gildir jafnt um okunnuga og ommu mina!

E.e.s. Japanski maturinn er svo godur. Hugsa ser ad lenda heima hja listakokki.

 


"Madur hefur ekki mordingja fyrir konung" & munkurinn sem heldur med Chelsea

Eg er i godum gir. Baenagjord med buddhamunkum, bjordrykkja med hressum Breta, ovaentur sundsprettur eftir batsferd a vatninu herna, vaknad kl 04.30 i gonguferd um fjollin og hud sem vard eins og beikon i fjallaloftinu og solinni. Politiskar umraedur vid heimamann um konunginn, stjornina, maoistana og orettlaeti innflytjendaloggjafar i heiminum. Landid er Nepal, borgin er Pokhara. 

Helt tad aetti ekki ad vera haegt ad grillast i Nepal. Tad reyndist rangt en yfirleitt er vedrid alveg otrulega thaegilegt herna. Nuna adan var ad visu eins og monsoonregnid vildi gera eina lokatilraun til ad berja mann nidur af afli. Nog um vedrid, tad er leidinlegt umraeduefni. Tad vottar lika fyrir biturleika uti skyin sem hafa verid fyrir hinum rosalegu Annapurna-fjollum svo madur sa ekki glitta nema i einn tind i morgun. "Er eg a syru eda er tetta fjall?" spurdi Barbara tegar hun sa hann, svo langt langt fyrir ofan okkur og nalaeg fjoll var snaevi thakinn Annapurna II. To vorum vid i 1400 m haed. Ekki slaemir nagrannar.

Fyrir okkur gemsabladrandi pitsukynslodarbornin er tad einstok reynsla ad fa ad vera fluga a vegg vid baenagjord buddhamunka i klaustri her uppi i haedunum. Serstaklega i ljosi tess ad einu sinni aetladi eg ad verda buddhamunkur i stadinn fyrir ad fermast. Allavega. Allt i einu kom i ljos ad vid hofdum verid tarna i amk trja klukkutima, tar af tvo sitjandi uti i horni ad hlusta a baenasonglid. Munkarnir voru ungir og audvitad allir klaeddir skv kunstarinnar reglum. Setid var vid tvaer einfaldar radir af bordum sem leiddu upp ad sjalfum Buddha innst i stupunni (buddhahof). Og songlad. Tad sem kom a ovart: Jafn mikill salarfridur og faerdist yfir mann, var svo augljost ad munkarnir toku sig hreint ekki of alvarlega. Teir toludu kannski ekki saman en brostu sin a milli og einn togadi i eyrad a naesta svo litid bar a. Svo fellu teir i trans inni a milli. En tetta var einhvern veginn svo edlilegt, afslappad og jardbundid. Stelpa i throngum gallabuxum kom inn a medan, hneigdi sig fyrir Buddha og vinkadi i einn munkinn a leid ut. Ekkert mal.

A laugardogum spila munkarnir svo fotbolta og einn sem tekinn var tali, 19 ara gamall og aetlar alltaf ad vera munkur skv eigin vali, sagdist raunar halda med Chelsea. Hann vissi upp a har hvada leik teir aettu naest. Fotbolti og kok. Tetta er alls stadar.

Straetoferd um Pokhara er skemmtun og menningarupplifun ut af fyrir sig. Verd ad fa ad deila skilabodum a bol sem ungur madur klaeddist. "No job? No problem! No car? No problem! No money? No problem! Guess what? No date!!!" 

Og svo var tad mal malanna, politikin i Nepal. Astaedan fyrir hversu ferdamonnum hefur faekkad her. Leidsogumadur hvers nafns verdur ekki getid her, tratt fyrir ad hann upplysti reyndar ad stjornmala-, tjaningar- og fjolmidlafrelsi se ordid allt annad en fyrir nokkru sidan, raeddi frjalslega um stjornmalin. Enda fair ad hlusta uppi a fjollum. Hann sagdi, sem vissulega er rett, ad audvitad eigi maoistar ad fa ad bjoda fram til things eins og hver annar flokkur. Teir yrdu ta attundi flokkurinn a thingi. Tad sem var merkilegra og kom a ovart, er ad hann taldi ad yfir 50% Nepala stydji maoistana. "Af hverju ekki ad gefa teim taekifaeri? Vid erum med nuverandi stjorn og fyrir stuttu red konungurinn ollu. Nu tarf ad breyta tvi ad medan nokkrir Kathmandu-buar maka krokinn, a folkid i sveitunum ekki ad borda." Og hann var fljotur ad afgreida konginn, sem m.a. annars bannadi thingfundi og fleira hresst. "Madur hefur ekki mordingja fyrir konung." Svo morg voru tau ord.  

 


Fjölmiðlagleðikonur og annað gott fólk

moggamynd_fjolmidlakvennapartei.jpg

Er ekki málið að ná sér í köfunarréttindi í t.d. Taílandi? Ég hef alltaf verið mjög spennt fyrir sportköfun. 

Og talandi um. Hús Sportkafarafélagsins var vettvangur magnaðrar gleði á föstudagskvöldið. Að vísu ekki eitt sér, því þegar skráningar á Útihátíð fjölmiðlakvenna voru komnar fram úr öllum væntingum var húsið löngu sprungið utan af okkur. Því var brugðið á það ráð í panikkinu á föstudaginn að leigja tjald frá Seglagerðinni Ægi. Þegar tjaldinu hafði verið komið upp (með mínum berum höndum og einstakri verkkunnáttu) var þetta frábær partýaðstaða og mjög gott flæði milli tjalds, verandar og húss. Fullt af útikertum og útsýnið yfir Nauthólsvíkina settu punktinn yfir i-ið.

Rúmlega hundrað fjölmiðlakonur skemmtu sér konunglega og voru hver annarri skemmtilegri að tala við. Þið eruð magnaðar. Þar á ég ekki síst við skemmtinefndina en í henni voru Áslaug Skúla, nýskipaður vaktstjóri á fréttastofu RÚV, Lillý Valgerður trúnaðarmaður á NFS og Arna Schram þingfréttaritari Moggans og formaður Blaðamannafélagsins. Þær eru sérlega magnaðar og má þá sérstaklega nefna hér hvað Arna er mögnuð í bólinu.* And then me, óbreyttur veikgeðja hlutastarfsblaðamaður á fréttadeild Moggans! Ég er strax byrjuð að hlakka til á næsta ári.

Fréttir af fólki:

Magnús Már Guðmundsson félagi minn býður sig fram til embættis formanns UJ (á heimasíðu Samfó stendur reyndar að hann bjóði sig fram í fyrsta sæti -efast ekki um að Solla sé orðin hrædd). Kvennaskólapían Maggi Már var einu sinni gaurinn í næsta húsi. Nú er hann bara öðlingur. Hann á allan minn stuðning í því sem hann tekur sér fyrir hendur og þ.m.t. þessu.

Vigga vinkona kom heim frá París, sá og sigraði og rústaði prófi í stjórnskipunarrétti með glæsilegri einkunn. Til hamingju elskan, ég er eins og stolt mamma.

Sandra farin "heim" til Svíþjóðar ásamt Alexander Kóríander og farin að nema jarðfræði meðfram djass-sellóleiknum. Þeirra er auðvitað strax saknað. 

*Hluti þessarar færslu er byggður á munnlegum heimildum, ekki reynslu höfundar 


Þeir sem hjálpa sér sjálfir

Okkar ástkæra, hægrisinnaða Morgunblað lætur ekki að sér hæða. Meira að segja stjörnuspáin í dag er í stíl, þannig að Staksteinar beinlínis blikna:

Þeir sem áður hugsuðu um leiðir til þess að sigra heiminn einbeita sér nú í meira mæli að því hvernig hægt er að bjarga honum. Ekki er víst að augljósustu leiðina til þess beri á góma, svo kannski er best að minnast aðeins á hana, bjargaðu sjálfum þér. Ef hver og einn gerir það, verðum við öll hólpin.

Ekki að ég hafi eitthvað verið að kíkja á stjörnuspána mína. 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband