Saving Iceland

Í dag skrifar Hrafn vinur minn grein á Vefritið um Saving Iceland. Skemmtileg grein eins og hans er von og vísa. Ég er samt ekki alls kostar sammála. Um daginn átti ég að tjá mig í smádálki um eitthvað fréttamál, sem endaði á því að ég var fengin til að tjá mig um málefni strætó ("Varstu spurð hvort það sé gott að námsmenn fái ókeypis í strætó? En erfið spurning," sagði Sindri bró um málið). Ég vildi fá að segja eitthvað um Saving Iceland, en það hafði víst verið umfjöllunarefnið daginn áður. Hélt áfram að hugsa um þetta og punktaði niður hvað mér fyndist, af því það er besta leiðin til að koma reglu á það sem ég er að hugsa.

Hér eru punktarnir:

Fólkið sem vill bjarga Íslandi hefur verið mikið í umræðunni. Þau fara fyrir brjóstið á mörgum; þeim sem eru sammála um að nóg sé komið af álverum og eyðileggingu umhverfisins en kannski helst þeim sem eru ósammála málstað Saving Iceland.  Ég er sammála því að stemmningin er stundum svona “jeee, kúkum á kerfið og förum og eyðileggjum eitthvað!” Fólk finnst hegðunin kannski barnaleg og að hún geti eyðilagt fyrir málstaðnum. Og auðvitað má ekki fara alveg fram úr sér.  

En allir eiga rétt á að mótmæla og tjá pólitískar skoðanir og ég ber mikla virðingu fyrir því að gera eitthvað í málunum ef maður hefur skoðun á þeim. Sjálf er ég of mikill kaffihúsaröflari og hef í besta falli mætt á mótmæli, skrifað örlítið um þessi mál eða birt greinar eftir aðra á Vefritinu síðan það var stofnað. Þess vegna er ég afar þakklát þeim sem hafa á ýmsan hátt haldið umræðunni um álver og virkjanir stöðugt á lofti þótt einstakar aðgerðir geti verið umdeilanlegar. Af því þegar skaðinn er skeður verður ekki aftur snúið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Kamilla Einarsdóttir

En þau hafa samt talað gegn fleiru en bara áverum og virkjunum, sbr. ferð þeirra í Kringluna sem held ég hafi átt að vera einhver ádeila á neysluhyggju og svo ýmislegt fleira.  Þau hafa líka hópast fyrir utan löggustöðina á Hverfisgötu og þar spurðu þau nokkrum sinnum mjög reið hvort að ungu sumarafleysingalöggurnar sem kíktu saman út öðru hvoru hvort þær (semsé löggurnar) væru "þroskaheftar" Svo keyrðu þau líka á hús á Vestugötu. Það held ég reyndar að hafi bara verið slys. Alla vega á ég erfitt að auglýsingastofan Jónsson og Lemack sé eitt af öllu þessu sem þau ætla að bjarga Íslandi frá.

Þannig að þau virðast ætla að bjarga Íslandi allhressilega. Frá Virkjunum, sjórnlausum verslunarferðum og hugsanlega of þéttri byggð í miðbænum auk þess sem þau auðvitað gera skilyrði þess að fólk komist í lögguna strangari. Þetta verður allt annað land eftir að þau hafa lokið sér af.

Eva Kamilla Einarsdóttir, 2.8.2007 kl. 16:33

2 Smámynd: kaptein ÍSLAND

held samt að þau fái það ekki,samkvæmt síðu þeirra er búið að þagga þau niður með því að setja fullt af þeim í fangelsi http://www.savingiceland.org/node/892 

kaptein ÍSLAND, 2.8.2007 kl. 21:26

3 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Skil þig Kamilla.

Voru það þá þau sem settu plöntur og mold í plastpokum á gólfið í Kringlunni þegar ég fór þangað í bíó á þriðjudaginn? Við Sandra pældum mikið í hvort Kringlan væri að reyna að kolefnisjafna sig eða hvað.

Anna Pála Sverrisdóttir, 3.8.2007 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband