Fyrir hjartaræturnar

Ég veit ekki með Guð. En það er eitthvað aðeins of frábært við þessa speki sem hékk uppi í gestamóttökunni á einshótelseyjunni á Fiji. 

21.12.06 068 
E.s. Önnur nálgun þegar lífið er fáviti, er "hakuna matata," eins og frægir félagar notuðu óspart í Konungi ljónanna (sem ég hef einmitt séð/heyrt í bakgrunninum á heimilinu svona áttatíu sinnum og endurnýjaði kynnin við um helgina). Helga mín var í Kenýja við læknisstörf og komst að því að fólk notar þetta í alvörunni, og það óspart. Hún segir frá upplifuninni hérna.


Neytendahornið

Salatbar Hagkaupa í Kringlunni er góður. Ég var sjúk í hann í fyrrasumar. Eftir að mozzarella-kúlurnar hættu að sjást þar er þó ekki jafnlangt ferðalag á sig leggjandi.

Í gær vantaði hins vegar salat í salatbarinn. Endilega laga það.

---

skjaldarmerkiNú. Ég er alls ekki að spauga með hvatningu minni til Ragnhildar að bjóða sig fram til forseta. Mér finnst að hún eigi að hætta að frábiðja sér athyglina, þótt ég skilji það sjónarhorn vel. 

Af því nú ætla ég að höfða til baráttumanneskjunnar í henni. Ég held að það verði gríðarsterk innkoma í baráttu samkynhneigðra á heimsvísu, þegar alþjóðapressan fer að slá því upp að forseti Íslands og konan hennar séu væntanlegar í opinberar heimsóknir hingað og þangað. Fyrst duttu mér í hug lönd á borð við Indland eða Sádí-Arabíu. En líklega þarf ekki að fara lengra en til nágrannalandanna, s.s. Bandaríkjanna utan Kaliforníu og NY, til þess að það þyki óvenjulegt eða óhugsandi að forsetinn sé lesbía.


Stuðningsyfirlýsing við forsetaframboð Ragnhildar Sverrisdóttur

ragnhildurkataHér með lýsi ég eindregnum stuðningi við fyrirhugað forsetaframboð Ragnhildar Sverrisdóttur.

Ragnhildi þekki ég af góðu einu sem samstarfskonu á Mogganum. Hún er fluggáfuð og vel að sér um samfélagsmál. Auk þess er hún húmoristi og snillingur og á flotta konu.

Ragnhildur er nú hætt á Mogganum og „alveg til í að prófa eitthvað nýtt.“ Og bendir réttilega á að eins og Ólafur Ragnar Grímsson, tæki hún með sér frú og tvíburasystur, svo fólk þyrfti ekki að venjast öllu frá grunni. Þær myndu verða íslensku þjóðinni í alla staði til sóma.

Kveðja, stuðningsfólk.


Arabíski draumurinn

dubaiMér hefur lengi fundist Dubai forvitnilegur áfangastaður. Brjálaðir mikilmennskudraumar sem menn eru í raun og veru að láta verða að veruleika. Sjö stjörnu hótelið, manngerðu eyjarnar sem mynda heimskort (væri ekki sveitamannsins draumur að eiga Danmörku?), hæsta hús heims í byggingu og þar fram eftir götunum.

Stymmi er búinn að skrifa tvær greinar á Vefritið um uppbygginguna í Dubai. Hin fyrri fór aðeins í saumana á þróun undanfarinna ára. Sú seinni birtist í dag og kom mér óþægilega á óvart. Eftir á að hyggja: Auðvitað.


Fyrsti samkynhneigði forsetinn?

Gjaldmiðill dagsins er nígeríska næran.

Sell-out vikunnar er Rebecca Loos.

Síðast en ekki síst er afmælisbarn dagsins Dagbjört Hákonardóttir. Til hamingju elskan.

---

Svo er ég með hugmynd. Var að skoða Gay Pride blaðið í gær. Og allt í einu rann það upp fyrir mér: Hvernig væri að Ísland eignaðist fyrsta samkynhneigða forsetann? Hefur samkynhneigður einstaklingur kannski nú þegar orðið forseti eða forsætisráðherra einhvers staðar? Ef svo er má gjarnan upplýsa mig. Annars finnst mér þetta frábær hugmynd í ljósi þess að Óli muni að líkindum segja þetta komið gott að kjörtímabilinu loknu. Sjálfstæðismenn er sagt að séu nú þegar farnir að leita að sínum kandídat. Hvernig væri að Samtökin ´78 gerðu það sama?


$%?! lyfjaverðið

Ég held með lækninum í Svíþjóð sem sendir fólki ódýr lyf úr sænskum apótekum í pósti. Bravó.

Hátt lyfjaverð hittir líklega oftast þá fyrir sem síst skyldi.


Bongótrommur í skrifstofustigagangi dauðans

Ég leit upp úr málsmeðferðarreglum Persónuverndar áðan, þar sem hávaðinn framan af gangi var orðinn meira truflandi en steikarbrælan af Svarta svaninum á góðum degi. Bongótrómmur og fagnaðarlæti. Ég spurði Þórð hvað hann væri eiginlega að gera. 

En lætin reyndust koma úr stigaganginum, þar sem ca. fimmtán manns voru komin upp á næstu hæð. Ég sagði gaur frá Samkeppniseftirlitinu hinu megin við ganginn að líklegast væri þetta lögfræðideild löggunnar að flytja inn.

En nei. Þetta var Saving Iceland. Hresst lið. Gáfu mér "Ísland örum skorið" kortið. Takk.


Colgate

Mynd af mér í Fréttablaðinu í dag er dæmd til að fá verðlaunin "Colgate mánaðarins."

Nú erum við öll opinberar persónur

Eitt af því sem stendur uppúr frá föstudeginum er þessi setning Björns Bjarnasonar í ræðu í afmælishófi Persónuverndar: Nú erum við öll opinberar persónur. 

Annað mjög minnisstætt er túlkun Þórðar Sveinssonar, Persónuverndara með meiru, á Coke Zero karlmanninum. 


Það er eitthvað mikið að hjá okkur

Ég er of uppgefin af sorg og of reið eftir að hafa lesið þennan dóm, til að tjá mig áður en ég fer að sofa. 

Ákærði hefur komið vel fyrir undir málsmeðferðinni en á framburði hans hafa þó reynst vera veilur.  Á hinn bóginn hefur X enga tilraun gert til þess að gera hlut sinn betri í meðferð málsins og álítur dómurinn hana almennt einkar trúverðuga.  Þó virðast nokkrar gloppur vera í frásögn hennar vegna ölvunar, að ætla má.

--- 

Ef byggt er á frásögn X af því sem gerðist eftir orðaskipti þeirra inni á snyrtingunni lítur dómurinn svo á, að það að ákærði ýtti X inn í klefann, læsti klefanum innan frá, dró niður um hana, ýtti henni niður á salernið og síðan niður á gólf, geti, hlutrænt séð, ekki talist ofbeldi í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, eins og það hugtak hefur verið skýrt í refsirétti og í langri dómaframkvæmd.  Nægir þetta eitt til þess að ákærði verði sýknaður af ákærunni.

            X hefur sagt að hún hafi frosið, orðið fyrir áfalli, fengið sjokk, verið eins og í vondum draumi þegar ákærði ýtti henni inn í salernisklefann.  Veitti hún þá og síðan enga mótspyrnu og kom ekki upp orði fyrr en hún rankaði loks við sér við sársaukann milli fótanna.  Ýtti hún þá ákærða af sér og stóð upp.  Er frásögn hennar alveg ótvíræð um það að ákærði fór öllu sínu fram við hana án þess að hún veitti athæfi hans viðnám eða mótmælti því.  Í því sambandi ber sérstaklega að hafa í huga að hún reyndi ekki að kalla á hjálp þegar hún heyrði að einhver kom inn á snyrtinguna.  Þá er að einnig að líta til þess að X þykir, fram til þess að þau fóru inn á salernisklefann, ekki hafa gefið ákærða ástæðu til að halda það að hún væri honum andhverf.   Þegar allt þetta er haft í huga álítur dómurinn að ákærða hafi ekki hlotið að vera það ljóst að samræðið og kynferðismökin væru að óvilja X. 

Bætt við seinna:

Það er alveg sama þótt skilningurinn á ofbeldi hafi verið útvíkkaður í nýja nauðgunarákvæðinu sem tók gildi 27. mars.

Þetta er augljóslega ofbeldi samt. Og hvað er verið að meina með "hlutrænt séð"? Rökstuðningurinn fyrir því að hlutrænt séð sé það ekki ofbeldi að ýta ókunnri drukkinni stelpu inn í klósettklefa, læsa, ýta henni niður á klósettið og svo í keng á gólfið.., er með því allra vafasamasta sem ég hef heyrt.

Skilaboð héraðsdóms eru þá til að súmmera upp: Svo lengi sem hún er ekki með læti, máttu gera það sem þú vilt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband