Færsluflokkur: Íþróttir
8.6.2008 | 16:15
JÁ!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.4.2008 | 18:11
Í fullri vinsemd og af ómældri virðingu:
Er hægt að biðja um að vera tekinn alvarlega ef maður stundar íþrótt sem heitir Lindy Hop? Ég held allavega ekki.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.6.2007 | 18:07
Bannað að príla milli hólfa!
Ég er lasinn aumingi.
Í fyrrakvöld hélt ég að málið væri ofnæmi. Ákvað að standa við stóru orðin og skella mér á völlinn. Og það var alveg subbulega gaman. Subbulega segi ég af því horið flæddi úr nefinu á mér. En það er augljóst af hverju var gaman. Sex þúsund manns og fimm núll.
Dró familíuna með og uppgötvaði að ég hef varla setið aftur í hjá mömmu og pabba í mörg ár. Sindri bró var að vísu á Moggavakt og "lýsti leiknum" beint á mbl.is. Litla greyið.
"Þegar þið loksins mætið á völlinn látiði gefa ykkur miða og sitjið í forsetastúkunni," sagði pabbi við okkur mömmu eftir leikinn. Í miðaröðinni gaf maður frá vissu fyrirtæki okkur miða. Svo komum við upp í stúkuna 0,5 sekúndum eftir fyrsta markið. Frábært. En þá voru góð ráð dýr með sæti því strax þarna var orðið vel fullt. Pabbi deyr ekki ráðalaus og smellir sér yfir eins og eina girðingu milli hólfa til að komast í fullt af lausum sætum. Við klifruðum bara öll yfir.
Fyrir framan okkur sátu Eyjólfur Sverrisson og frú og að ég held aðstoðarþjálfarinn. Held að konan hans Eyjólfs heiti líka Anna Pála. En töff nafn. Þorði samt ekki að athuga það. Ef einhvern tímann á leiknum var tekin mynd af Eyjólfi (Myndatexti: Landsliðsþjálfari karla tekur glósur - grín, frekar ódýrt) hefur það væntanlega verið þegar ég var að þurrka hor fyrir aftan.
Svo voru verðir farnir að rölta um og stöðva krakka í að klifra inn í sama hólf og við höfðum gert. Pabbi vakti athygli mína á að við sætum víst í bólstruðu stólunum. Eftir hlé glumdi í hátalarakerfinu "Áhorfendur eru minntir á að stranglega bannað er að príla milli hólfa." Ekki laust við að ég færi að horfa vænisýkislega í kringum mig. Á leiðinni niður úr stúkunni nikkaði Gamli góði Villi pabba og sagði eitthvað um að þær hefðu verið flottar stelpurnar. Pabbi bara "já, ég er líka frægur."
Svo var farið til baka í bílinn. Honum hafði verið lagt snyrtilega í miðri grasbrekku: "Hér komum við á jeppanum okkar.. Farið frá, öhh, hinir jeppar!" Jeppar eru ofnotað og stórhættulegt prjál á götum Reykjavíkur. Hvað um það. Bannað að ganga á grasinu er yfirleitt reglan á svona grasbölum. Yfirleitt stendur ekkert um að keyra. Og til öryggis tókum við mamma hlaupandi útgáfuna af Göngulagsmálaráðuneytinu á leið í bílinn. Við hliðina á okkur í grasinu hafði verið lagt jeppa með einkanúmerinu "JURTIR." Það fannst okkur mjög fyndið. Góður felubúningur.
Ég læt öðrum eftir að skrifa af viti um leikinn. En stelpurnar "okkar," fyrst þeim gengur svona vel núna, voru greinilega miklu teknískari og áttu flottari sendingar og gabbhreyfingar, þótt þær serbnesku hafi barist af krafti. Við virðumst eiga margar efnilegar stelpur auk þessara sem hafa haldið liðinu uppi undanfarin ár. Ásthildur Helgadóttir kannski ekki fram úr hófi snörp en alltaf traust. Svo er hún líka sæt. Grín. Mér finnst Ásthildur ofboðslega sæt. En við eigum ekki að hlutgera íþróttamenn.
E.s. Bæti hér við link á eina brjálæðislega flotta helgarumfjöllun hjá mér. Þótt ég segi sjálf frá og allt það. Nennti ekki að búa til sér færslu um þessi stórtíðindi.
Íþróttir | Breytt 24.6.2007 kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.6.2007 | 18:24
Snúum okkur bara að kvennalandsliðinu
Augljóslega eigum við bara að hætta að svekkja okkur á þessu karlalandsliði og snúa okkur að stelpunum. Rosalega er ég ánægð með þær. Áfram Ísland! Djöfull, af hverju fór ég ekki á leikinn.
Á þriðjudaginn verða síðan allir jafnréttissinnar í einhverju bleiku! Ég hlakka mjög til.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.1.2007 | 16:49
Ég styð Höllu í formann KSÍ
Halla Gunnarsdóttir býr yfir u.þ.b. öllum þeim kostum sem mér getur dottið í hug að formaður KSÍ þurfi að hafa. Fyrir nú utan hvað hún er sæt og sexý stelpa.
Áfram Halla.
Halla gefur kost á sér í formannskjöri KSÍ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
28.12.2006 | 05:32
"Gerist þetta á klukkutíma fresti hérna?" & Heat vs. Lakers -Minnisstæð jól í Ameríku
Bandaríkin eru aðeins of skuggalega nálægt raunveruleikanum. Eða hversdagsleikanum öllu heldur. Ég veit ekki alveg með raunveruleikann hérna, þetta er allt svo súrt.*
Að vera í BNA er eins og að vera heima hjá sér að mörgu leyti, svo marineraður er maður af sjónvarpsefni og bíómyndum. Samt hef ég bara einu sinni verið hérna áður og þá í Boston. Líklega er ég núna að tala eins og Bandaríkjamenn sem tala um Evrópu í einu orði. San Fransisco, New York og Miami/Flórída eru ólíkir fulltrúar eins ríkis. Og þetta er allt áhugavert og skemmtilegt. En það er ekkert menningarsjokk, engin tilfinning fyrir einhverju sem er samtímis óþolandi erfitt og óendanlega heillandi (fatabúðirnar etv?).
New York og San Fransisco eiga sameiginlegt að vera skemmtilegar heimsborgir með sál. Ég á erfitt með að ákveða hvor komst nær manni. NY fær reyndar lengri séns vegna annarrar viðkomu þar eftir áramótin. Sem "gamall hippi," þ.e. MH-ingur alltaf, átti "San Fran" greiða leið að hjartanu. Þessi endalausu hverfi sem eru fullkomin til að bara horfa á fólkið. Castro er gay hverfið og þar var sérlega skemmtilegt að horfa inn um gluggana á troðnu kaffihúsi/bar þar sem allir kúnnarnir voru karlmenn á besta aldri. Gat ekki varist því að hugsa um af hverju ég veit um svona ofsalega fáa eldri homma á Íslandi. Ástæðan? En já, enn skemmtilegra hefði þó verið að komast í bíóið sem sýndi annars vegar Grease og hins vegar Sound of Music seinna um kvöldið. Ekki merkilegt nema sýningarnar voru SING-A-LONG! Ég sé bara fyrir mér fullan sal af hommum að syngja með lögunum úr Söngvaseið. Brilljant.
New York er hrárri og já, bara öðruvísi. Þið hafið örugglega öll séð það í bíómyndunum. Appelsína og epli. NY er að sumu leyti einhvern veginn engin látalæti. Inn á milli eru þó hlutir sem fara með þá lýsingu í hálfhring. Trump Tower.
Og talandi um bíómyndir. Aðal jólastemmningin í Stóra eplinu rétt fyrir jól, var Þorláksmessukvöld við skautasvellið hjá Rockefeller Center. Í eins og hálfs tíma biðröðinni hlustaði maður á jólalög og horfði á mannmergðina og skemmti sér hið besta. Ekki síst yfir bónorðunum tveimur sem áttu sér stað á ísnum með tilheyrandi fagnaðarlátum áhorfenda. Eins og kona í áhorfendahópnum orðaði það: "Does this happen every hour ´round here?"
Meðal annars var svo farið í heimsókn á Ground Zero, þar sem unnið er í rústum Tvíburaturnanna, að því að byggja glæstan turn og minnismerki um ódrepandi anda Bandaríkjamanna. Sem er skiljanlegt. Fólk vill sýna að það geti risið eins og Fönix úr öskunni án þess að á sjái. Að stoltið sé ennþá til staðar og að ekki verði látið bugast. Maður stendur þarna og skoðar myndir af lögreglufólki sem fórnaði lífinu fyrir aðra við björgunarstörfin, og hugleiðir þá staðreynd að næstum þrjú þúsund manns dóu þennan dag í árás á byggingu fulla af saklausum borgurum. Líklega kom það svolítið nær mér að standa þarna og hugsa um afleiðingar 9/11 fyrir Bandaríkjamenn. Um leið er jafn sorglegt að hugsa um hvaða dómínó fór af stað þarna og hversu margir hafa dáið í eftirleiknum. Eins og Schwarzenegger persónan í World Trade Center Olivers Stone sagði: "Someone must avenge for this," eða eitthvað á þá leið og fór svo tvo túra til Íraks. Og á hverjum bitnar hefndin?
---
Annars er Flórída-ríki nokkuð óvenjulegt umhverfi fyrir jólahald. Ekki laust við að maður hafi saknað þorláksmessu með stelpunum, aðfangadags með familíunni og jóladags í allsherjarheilsdagsjólaboðinu hjá Guggu frænku. Þessarar venjulegu stemmningar. Í staðinn fengust jól sem munu alltaf verða minnisstæð Ferðafélaginu Sápunni. Sem nú nýtur sérlega upplífgandi félagsskapar Bjarna Más.
Það er ekkert sérstaklega slæm leið til að eyða jóladegi (fyrir utan Gugguboð já), að fara á Miami Heat - Los Angeles Lakers, á heimavelli Heat. Sem unnu þar að auki þrátt fyrir verri stöðu þessara núverandi NBA meistara. Kobe Bryant hefur líklega verið þunnur og átti arfaslakan leik. -"Let´s Go Heat! Let´s Go Heat!" "Goood Mourniiiing!"-
Svo þarf maður bara að passa sig á krókódílunum. Góðar stundir og gleðilega rest.
*Súrt í merkingunni: Grillað, öðruvísi, flippað. Mögulega með snert af hallærisleika eða "Hvað í djöflinum er verið að pæla?" Að einhver sé súr þýðir s.s. ekki að hann sé í fýlu eða niðurdrepandi eins og sumir nota þetta orð. Meira svona tengt því að hann sé á sýru. Ef Mörður Árnason er að lesa, hefur ekki verið legið yfir þessari orðskýringu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 05:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Liðnir eru dagarnir á Balí þar sem eina truflunin á sólbekknum var að vakna við að hafa óvart slefað yfir sig. Í millitíðinni var ásamt ýmsu öðru afrekað að hlaða inn slatta af nýjum myndum úr ferðalaginu, í þeim fádæma lúxus aðstæðum þráðlausu interneti. Ekki allt ferðalagið, en vessgú samt og njótið vel.
---
Sólin skín lágt á lofti og gyllir öldutoppana. Afar myndrænt. Í dag eru öldurnar reiðar og ef maður lendir inni í þeim er það eins og í þvottavél. En einhvern veginn hefur maður það af að berjast gegnum grynningarnar með meira en mannhæðarhátt brimbretti undir höndum. Bíður eftir réttu öldunni. Á eftir þessari hérna. Kasta sér á móti henni svo hún taki mann ekki með sér í átt til strandar. Og nú upp á brettið, fljótt fljótt. Ná jafnvægi. Tærnar við endann á brettinu, líkaminn beinn og viðbúinn öllu. Haukfrán augu á ströndinni. Róa af stað með höndunum. Róa, róa! Og svo kemur aldan sem beðið er eftir og adrenalínið með. Brettið geysist af stað, handleggirnir undir brjóstkassanum og viðbúnir að lyfta manni upp. Þungi settur í lappirnar... Og franskættaður byrjandi bókstaflega keyrir yfir mann. Á bretti sem fer sínar eigin leiðir og hún á jafnlangt í að stjórna af öryggi og maður sjálfur.
Og svo veður maður aftur í öldurnar og þetta er svo fáránlega gaman. Jafnvel þótt maður standi sig eins og, tja, byrjandi. Muniði hvernig fólk er þegar það stígur á skíði í fyrsta skipti? En aðdragandinn að hverri einustu byltu gefur fyrirheit um hvað þetta getur verið ólýsanlegt.
Brimbretti á Bondi Beach krakkar. Endilega prófa það. Ekki síður skemmtilegt að sjá að þessi frægasta strönd Ástralíu og álfunnar allrar er umkringd allt að því venjulegu íbúðarhverfi auk slatta af veitingastöðum og kaffihúsum. Benidorm stemmnningin fjarri góðu gamni. Göngutúrinn yfir á nærliggjandi strandir var frekar fínn, útsýnið alveg sjúkt. Og við Tamarama strönd varð mér hugsað til frisbí-iðkandi vinar því ég hef aldrei séð neinn stað jafn vel fallinn fyrir það sport.
Ekki verra að geta skroppið aðeins á brimbretti fyrir vinnu. Eða keyra daglega yfir Sydney Harbour Bridge, sem er önnur stærsta stálbrú heims, fullbyggð um 1930 og er "hitt" fræga mannvirki borgarinnar. Þar sem tveir fyrrum íbúar borgarinnar töldu ótækt annað en láta hafa sig út í að klifra upp á brúna, hvað gerir maður þá nema: Láta setja sig í galla sem líkist einhverju frá hallærislegustu plánetunni í Star Trek og klifra upp á helvítis brúna? Upp brunastiga sem liggur milli sjöundu og áttundu akreina brúarinnar og þaðan upp á stálbogann sjálfan. -Og já, það var þess virði. Ætli höfnin og borgin í heiðskíru sé ekki með því flottara.
---
Svo er maður bara mættur ásamt eiginkonunni til Nýja-Sjálands. Helginni eytt í Auckland. Held maður gæti orðið ástfanginn upp yfir haus. Af landinu, ekki konunni. Hver einasti maður geislar af fádæma hlýju og hjálpsemi. Allt afslappað og þægilegt. Hentar vel fyrir fólk sem er nýbúið að læra að segja "no worries," við öll tækifæri í Ástralíu og finnst það fínt viðhorf.
Nuna eru það þjóðvegirnir. 500 km so far. Roadtrip í litlum bílaleigubíl sem heitir eins og stendur Cookie Monster, i takt vid bilstjorana. Stefnan tekin á heimahaga maóra sem eru frumbyggjar landsins, meinta ólýsanlega náttúrufegurð, Hobbitaþorpið, alvöru rafting, höfuðborgina Wellington og jafnvel eitthvað fleira eða færra. Nú finn ég fiðringinn..
E.S. Vardandi Fiji: Stefnan er eins og stendur enntha tekin thangad. En ekki til hofudborgarinnar tar sem oll aksjonin er, eda verdur ef eitthvad alvarlegra en tetta gerist. Verdum to bara i fimm daga. En engar ahyggjur, fylgjumst vel med frettum og breytum fluginu ef astandid versnar.
Valdarán hafið á Fiji-eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.10.2006 | 17:22
Eins og fiskur i vatni
Sund medal hakarla, balfor ad haetti hindua, paradisareyja og Mt. Everest er medal tess sem a dagana hefur drifid ad undanfornu. Ja, eg veit tad er langt sidan sidast -haettidi ad bogga mig :) Er lika komin med skirteini uppa kafararettindi nidur a 18 metra dypi i millitidinni svo eitthvad se nefnt.
Nepal var, serstaklega eftir a ad hyggja, alveg otrulega ahugavert land ad fara til. Ad taka tad a stuttum tima reynir a, tvi eins og tetta er frabaert land er tad lika tridjaheimsland. Vegagerd og farartaeki i samraemi vid tad. En tad er samt tess virdi ad keyra tjodveginn milli Kathmandu og Pokhara, hanga utan i snarbrottum fjollum, og horfa nidur ad anni sem rennur medfram veginum. Aldrei hefur ordid "lif-aed" talad jafn mikid til min og tar. Tad var folk alls stadar, ekki bara medfram anni, heldur uti i henni lika. Folk ad tvo tvott, folk ad bada sig, folk ad safna grjoti, folk ad gefa buffaloum ad drekka, folk ad veida ef eg sa rett...
Tad er magnad hversu mikid ma gera a einum degi (tratt fyrir ad alls ekki se haegt ad hafa alla daga svoleidis.) Einn dagur i okunnu landi getur gefid manni eitthvad til ad hugsa um i margar vikur. A tessum eina degi getur einn klukkutimi farid i ad rolta upp ad hinduahofi. Og tad er ekki bara enn eitt hofid, heldur utfararstadur lika. Madur situr a arbakkanum hinu megin, reynir ad gera sig osynilegan en getur ekki annad en fylgst med. Myndavelin fer ekki hatt upp og madur dirfist ekki ad faera sig naer til ad na myndum af logunum -ekki hefdi eg viljad hafa turista vidstadda jardarfarirnar hja ommu og afa i vor. Tad hefdi verid blatt afram faranlegt. En i Kathmandu kipptu menn ser litid upp vid ta. Og Everest kippti ser litid upp vid okkur flugurnar sem sveimudum kringum kollinn a risanum.
"Aetli eg fari einhvern timann aftur hingad?" Er spurningin sem madur spyr sig tegar flugvelin tekst a loft og enn eitt landid liggur ad baki. Svarid er ovist og tad eina i stodunni er ad njota medan madur hefur.
----
Og nu er tad Thailand. Og eg eins og fiskur i vatni ef svo ma segja. Ekki bara nedansjavar. Hins vegar er litil paradisareyja med faum turistum og med allra bestu kofunaradstaedum i heimi ekkert mjog slaemt mal. "Open Water Diver Certificate" kostar mikla vinnu i boklegu og verklegu nami, en tad er ekki leidinlegt nam sem felur i ser ad vera 45 minutur i einu nedansjavar og lida eins og i risastoru fiskaburi. Med hakorlum og alles tegar komid var nidur a atjan metrana (ja eda eiginlega tuttugu, alveg ovart).
Bangkok. Nutimi. Austur hittir vestur. Andstaedur, ja. En tegar madur paelir i tvi, andstaedur eru lysandi fyrir marga stadi. Su lysing a ekki sidur vid um Tokyo sem er naesti afangastadur og einn af mjog faum a leidinni sem eg hef komid til adur. Tar hittist lika austur og vestur, gamalt og nytt. En lika a allt annan hatt en herna.
Eg held ad vid Islendingar hofum ekki ad ollu leyti mjog motadar hugmyndir um Thailand. Finnst eins og kynlifsturismi og neikvaed vidhorf seu svolitid dominerandi, er tad kannski vitleysa? Allavega eru Thailendingar upp til hopa aedislegir, maturinn er godur og snyrtimennskan alls stadar i fyrirrumi. Oryggistilfinning. Endalaust haegt ad sja, gera, smakka, fara... Og versla. Va. Eg hef varla sed eins mikla verslunarmoguleika saman komna a einum stad og herna hinu megin vid gotuna. Tetta er bara alveg tryllt. Ef eg aetladi ad eyda, sem ad sjalfsogdu passar ekki inn i planid, myndi eg varla vita hvar aetti ad byrja.
Heimsklassahonnudir i hvada vorutegund sem er. Ferrari bill eda Bang & Olufsen graejur, MacBook fartolva eda Armani dressid. Hvad sem er i nokkrum verslunarmidstodvum.
Og yfir ollu vakir kongurinn sem er ekki bara miklu, miklu vinsaelli her heldur en i Nepal heldur nanast i gudatolu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.10.2006 | 14:53
"Madur hefur ekki mordingja fyrir konung" & munkurinn sem heldur med Chelsea
Eg er i godum gir. Baenagjord med buddhamunkum, bjordrykkja med hressum Breta, ovaentur sundsprettur eftir batsferd a vatninu herna, vaknad kl 04.30 i gonguferd um fjollin og hud sem vard eins og beikon i fjallaloftinu og solinni. Politiskar umraedur vid heimamann um konunginn, stjornina, maoistana og orettlaeti innflytjendaloggjafar i heiminum. Landid er Nepal, borgin er Pokhara.
Helt tad aetti ekki ad vera haegt ad grillast i Nepal. Tad reyndist rangt en yfirleitt er vedrid alveg otrulega thaegilegt herna. Nuna adan var ad visu eins og monsoonregnid vildi gera eina lokatilraun til ad berja mann nidur af afli. Nog um vedrid, tad er leidinlegt umraeduefni. Tad vottar lika fyrir biturleika uti skyin sem hafa verid fyrir hinum rosalegu Annapurna-fjollum svo madur sa ekki glitta nema i einn tind i morgun. "Er eg a syru eda er tetta fjall?" spurdi Barbara tegar hun sa hann, svo langt langt fyrir ofan okkur og nalaeg fjoll var snaevi thakinn Annapurna II. To vorum vid i 1400 m haed. Ekki slaemir nagrannar.
Fyrir okkur gemsabladrandi pitsukynslodarbornin er tad einstok reynsla ad fa ad vera fluga a vegg vid baenagjord buddhamunka i klaustri her uppi i haedunum. Serstaklega i ljosi tess ad einu sinni aetladi eg ad verda buddhamunkur i stadinn fyrir ad fermast. Allavega. Allt i einu kom i ljos ad vid hofdum verid tarna i amk trja klukkutima, tar af tvo sitjandi uti i horni ad hlusta a baenasonglid. Munkarnir voru ungir og audvitad allir klaeddir skv kunstarinnar reglum. Setid var vid tvaer einfaldar radir af bordum sem leiddu upp ad sjalfum Buddha innst i stupunni (buddhahof). Og songlad. Tad sem kom a ovart: Jafn mikill salarfridur og faerdist yfir mann, var svo augljost ad munkarnir toku sig hreint ekki of alvarlega. Teir toludu kannski ekki saman en brostu sin a milli og einn togadi i eyrad a naesta svo litid bar a. Svo fellu teir i trans inni a milli. En tetta var einhvern veginn svo edlilegt, afslappad og jardbundid. Stelpa i throngum gallabuxum kom inn a medan, hneigdi sig fyrir Buddha og vinkadi i einn munkinn a leid ut. Ekkert mal.
A laugardogum spila munkarnir svo fotbolta og einn sem tekinn var tali, 19 ara gamall og aetlar alltaf ad vera munkur skv eigin vali, sagdist raunar halda med Chelsea. Hann vissi upp a har hvada leik teir aettu naest. Fotbolti og kok. Tetta er alls stadar.
Straetoferd um Pokhara er skemmtun og menningarupplifun ut af fyrir sig. Verd ad fa ad deila skilabodum a bol sem ungur madur klaeddist. "No job? No problem! No car? No problem! No money? No problem! Guess what? No date!!!"
Og svo var tad mal malanna, politikin i Nepal. Astaedan fyrir hversu ferdamonnum hefur faekkad her. Leidsogumadur hvers nafns verdur ekki getid her, tratt fyrir ad hann upplysti reyndar ad stjornmala-, tjaningar- og fjolmidlafrelsi se ordid allt annad en fyrir nokkru sidan, raeddi frjalslega um stjornmalin. Enda fair ad hlusta uppi a fjollum. Hann sagdi, sem vissulega er rett, ad audvitad eigi maoistar ad fa ad bjoda fram til things eins og hver annar flokkur. Teir yrdu ta attundi flokkurinn a thingi. Tad sem var merkilegra og kom a ovart, er ad hann taldi ad yfir 50% Nepala stydji maoistana. "Af hverju ekki ad gefa teim taekifaeri? Vid erum med nuverandi stjorn og fyrir stuttu red konungurinn ollu. Nu tarf ad breyta tvi ad medan nokkrir Kathmandu-buar maka krokinn, a folkid i sveitunum ekki ad borda." Og hann var fljotur ad afgreida konginn, sem m.a. annars bannadi thingfundi og fleira hresst. "Madur hefur ekki mordingja fyrir konung." Svo morg voru tau ord.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.9.2006 | 19:47
Fall er fararheill - minnisleysi - Er Sudur-Afrika i Evropusambandinu?
Jaeja... Tad stod til ad leita uppi aevintyrin. Ad tessu sinni a Godrarvonarhofda. I gaerkvoldi, nott og morgun la eg i sjukrarumi og vissi hvad eg heiti, en ekki mikid meira. Barbara syndi tessu osjalfbjarga graenmeti einstaka tolinmaedi og hefur verid mer i senn laeknir, modir og sidast en ekki sist logfraaedingur med tryggingamal a hreinu. Vid hlidina a ruminu var midi med svona "Frequently Asked Questions" sem eg spurdi vist a minutu fresti, og svor fra Barboru vid teim. Madur er nu ekki bladamadur fyrir ekki neitt. Svo sagdi eg somu brandarana a fimm minutna fresti og hlo alltaf jafn hatt.
Nu skulum vid reyna ad rifja upp hvad gerdist. Eg er ekki alveg viss en B les tetta yfir fyrir mig. Er buin ad skoda myndir fra i gaer og tetta kemur smatt og smatt. Sidustu dagar eru samt mjog thokukenndir.
Vid semsagt flugum til Jo'burg, eda Johannesarborgar. Man litid eftir fluginu, en mundi rett i tessu eftir ad vid vorum eins og favitar a leid i flug fra Heathrow med snyrtivorur i handfarangri. Hardbannad. A flugvellinum i Jo'burg kom hun Gill sem sotti barnafotin sem vid fluttum fyrir hana hingad. Hun baud okkur i heimsokn til Lesotho. Svo munum vid hafa farid beint til Cape Town. Visa sidan i sidustu faerslu, sem mer totti adan mjog ahyglivert ad lesa.
I gaermorgun var planid ad fara fyrst ut i Robben Island, tar sem Nelson Mandela var fangi. Svo aetludum vid i klaf upp a Table Mountain. En tad var rok, svo vid ventum okkar kvaedi i kross og forum i dagsferd ut a Godrarvonarhofda. Hun var rosa skemmtileg af myndunum ad daema. Saum alls konar dyr, morgaesir, seli, baviana... Forum i siglingu, lobbudum, klifrudum sma upp a fjallid a hofdanum... Og hjoludum. Hjolreidaferdin stod yfir i um tad bil halfa minutu ad mer skilst. Svo vantar kafla inn i minnid hja mer. Ja, tad er rett. Eg for semsagt til Afriku og lenti ekki i glaepamonnum, haettulegum dyrum eda mengudu vatni. Neibb. Eg datt a hjoli.
Meidslin eru ekki alvarleg svosem. Reif talsvert upp hudina a hnuunum, hne og olnboga. Illt i bakinu og tognud a handlegg. Er med glaesilegt glodarauga og bolgu vinstra megin i andlitinu. Fin hinu megin. Munid tid eftir Hel ur norraenu godafraedinni? Tannig er eg nuna. En semsagt ekki hafa ahyggjur, tad er vel um mig hugsad. Okunnug kona baudst til daemis til ad keyra okkur hingad a hostelid af sjukrahusinu. A leidinni sagdi hun ad tau hjonin hefdu baedi fengid krabbamein a tessu ari og vaeru nuna i medferd. Jaha. Svo eg kvarta ekki yfir sma glodarauga. Ad visu er pirrandi hvad eg er lengi ad skrifa tvi badar hendurnar eru vafdar i sarabindi. Eins gott ad her se dyrt kvedid!
Vona ad tetta blogg se ekki of sjalfhverft. Tid viljid audvitad fa ad heyra um ferdalagid sjalft frekar en heilsufar mitt. Kemur tegar eg man meira! Eg get sagt ykkur ad eg tarf ad koma aftur til Sudur-Afriku. Eg ma til daemis ekki fara i "shark diving" tar sem manni er dyft i sjoinn i rimlaburi og hvitir hakarlar synda i kringum mann. Engar ithrottir naestu vikuna -minnir mig. Og ekkert afengi = ekkert gaman ad fara i vinsmokkunartur. Kannski geri eg tad samt fyrir stemmninguna. Enginn trommutimi fyrir mig en Barbara er ad standa sig vel herna fyrir utan akkurat nuna! Hugsanlega sleppi eg Kruger tjodgardinum og fer ekki i safari tar heldur til Lesotho, landsins inni i landinu ad skoda mannlifid.
Maeli med tessu: Ef ykkur vantar gistiheimili i S-Afriku maeli eg med Backpackers i Cape Town. Eigendurnir komu a sjukrahusid i gaerkvoldi og vilja allt fyrir okkur gera. -Ef ykkur vantar logfraeding eftir tvo ar eda svo, er Barbara Inga Albertsdottir konan til ad leita ad. (Hun gat a.m.k sagt konunni hja Sjova ad S-Afrika er vissulega EKKI i ESB!)
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)