Fall er fararheill - minnisleysi - Er Sudur-Afrika i Evropusambandinu?

Jaeja... Tad stod til ad leita uppi aevintyrin. Ad tessu sinni a Godrarvonarhofda. I  gaerkvoldi, nott og morgun la eg i sjukrarumi og vissi hvad eg heiti, en ekki mikid meira. Barbara syndi tessu osjalfbjarga graenmeti einstaka tolinmaedi og hefur verid mer i senn laeknir, modir og sidast en ekki sist logfraaedingur med tryggingamal a hreinu. Vid hlidina a ruminu var midi med svona "Frequently Asked Questions" sem eg spurdi vist a minutu fresti, og svor fra Barboru vid teim. Madur er nu ekki bladamadur fyrir ekki neitt. Svo sagdi eg somu brandarana a fimm minutna fresti og hlo alltaf jafn hatt.

Nu skulum vid reyna ad rifja upp hvad gerdist. Eg er ekki alveg viss en B les tetta yfir fyrir mig. Er buin ad skoda myndir fra i gaer og tetta kemur smatt og smatt. Sidustu dagar eru samt mjog thokukenndir.

Vid semsagt flugum til Jo'burg, eda Johannesarborgar. Man litid eftir fluginu, en mundi rett i tessu eftir ad vid vorum eins og favitar a leid i flug fra Heathrow med snyrtivorur i handfarangri. Hardbannad. A flugvellinum i Jo'burg kom hun Gill sem sotti barnafotin sem vid fluttum fyrir hana hingad. Hun baud okkur i heimsokn til Lesotho. Svo munum vid hafa farid beint til Cape Town. Visa sidan i sidustu faerslu, sem mer totti adan mjog ahyglivert ad lesa.

I gaermorgun var planid ad fara fyrst ut i Robben Island, tar sem Nelson Mandela var fangi. Svo aetludum vid i klaf upp a Table Mountain. En tad var rok, svo vid ventum okkar kvaedi i kross og forum i dagsferd ut a Godrarvonarhofda. Hun var rosa skemmtileg af myndunum ad daema. Saum alls konar dyr, morgaesir, seli, baviana...  Forum i siglingu, lobbudum, klifrudum sma upp a fjallid a hofdanum... Og hjoludum. Hjolreidaferdin stod yfir i um tad bil halfa minutu ad mer skilst. Svo vantar kafla inn i minnid hja mer. Ja, tad er rett. Eg for semsagt til Afriku og lenti ekki i glaepamonnum, haettulegum dyrum eda mengudu vatni. Neibb. Eg datt a hjoli.

Meidslin eru ekki alvarleg svosem. Reif talsvert upp hudina a hnuunum, hne og olnboga. Illt i bakinu og tognud a handlegg. Er med glaesilegt glodarauga og bolgu vinstra megin i andlitinu. Fin hinu megin. Munid tid eftir Hel ur norraenu godafraedinni? Tannig er eg nuna. En semsagt ekki hafa ahyggjur, tad er vel um mig hugsad. Okunnug kona baudst til daemis til ad keyra okkur hingad a hostelid af sjukrahusinu. A leidinni sagdi hun ad tau hjonin hefdu baedi fengid krabbamein a tessu ari og vaeru nuna i medferd. Jaha. Svo eg kvarta ekki yfir sma glodarauga. Ad visu er pirrandi hvad eg er lengi ad skrifa tvi badar hendurnar eru vafdar i sarabindi. Eins gott ad her se dyrt kvedid!

Vona ad tetta blogg se ekki of sjalfhverft. Tid viljid audvitad fa ad heyra um ferdalagid sjalft frekar en heilsufar mitt. Kemur tegar eg man meira! Eg get sagt ykkur ad eg tarf ad koma aftur til Sudur-Afriku. Eg ma til daemis ekki fara i "shark diving" tar sem manni er dyft i sjoinn i rimlaburi og hvitir hakarlar synda i kringum mann. Engar ithrottir naestu vikuna -minnir mig. Og ekkert afengi = ekkert gaman ad fara i vinsmokkunartur. Kannski geri eg tad samt fyrir stemmninguna. Enginn trommutimi fyrir mig en Barbara er ad standa sig vel herna fyrir utan akkurat nuna! Hugsanlega sleppi eg Kruger tjodgardinum og fer ekki i safari tar heldur til Lesotho, landsins inni i landinu ad skoda mannlifid.

Maeli med tessu: Ef ykkur vantar gistiheimili i S-Afriku maeli eg med Backpackers i Cape Town. Eigendurnir komu a sjukrahusid i gaerkvoldi og vilja allt fyrir okkur gera. -Ef ykkur vantar logfraeding eftir tvo ar eda svo, er Barbara Inga Albertsdottir konan til ad leita ad. (Hun gat a.m.k sagt konunni hja Sjova ad S-Afrika er vissulega EKKI i ESB!)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vigdís Sigurðardóttir

Elsku bestasta Anna Pálan, mín, er guðs lifandi fegin að vera búin að fá frekari fréttir af þér...þó ég hafi nú svosem þorað að geta mér til að þú hefðir gert eitthvað "sniðugt" af þér ;) Barbara fær hrós ársins fyrir að passa upp á þig, risaknús til ykkar beggja!!!!!! :)

Vigdís Sigurðardóttir, 14.9.2006 kl. 19:58

2 identicon

Elsku þú, mikið var nú gott að heyra frá þér... Það er alveg bannað að hræða mömmu sína í Svíþjóð svona; var búin að kommenta, senda mail á línuna, sms á öll helstu símanúmer - þar með talið þitt eigið og sitja um fólk á msn.

Puss och kram og farðu nú varlegaR
(alex íslenski sagði iðullega "pabbi og mammi" - rökrétt í sænska samhenginu "pappa och mamma" svo hér eftir:)
- Mammi þinn í svíþjóð

sandraosk (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 20:11

3 identicon

Þetta er algjört lán í óláni!
Manni leið ekki vel að lesa þessa síðustu færslu þína...

Hafið það áfram frábært í reisunni,
Hákon

Hákon (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 20:38

4 identicon

úff, en er ekki fall fararheill, þó það komi á þriðja degi eða svo. Læt skála fyrir góðum bata meðal róttækra, drykkfelldra, sem þurfa að hittast fljótlega!

Silja (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 01:05

5 identicon

ég var nú skíthrædd framan af þessarri færslu líka, hélt að þér hefði verið byrlað ólyfjan eða guð veit hvað :)

Ester (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 02:32

6 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Jahérna hér... að vera rænd eða bitin af furðulegu dýri er bara ekki "The AP style". Gott að heyra að þú sért nokkurn veginn heil á húfi. Knúsaðu Babs frá mér fyrir að passa þig. Þið eruð hetjur.is!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 15.9.2006 kl. 09:52

7 identicon

Ææææ, Anna Pála mín! Þrátt fyrir þessar hrakfarir og augljóslega töluvert minnisleysi, þá er ég sannfærð um að héðan í frá verður ferðin ekkert nema æði!
Kveðjur, Sunna (skýring fyrir minnislausa: Hef unnið með þér á Morgunblaðinu undanfarin ár)

Sunna (IP-tala skráð) 15.9.2006 kl. 19:07

8 identicon

Já, þetta er nú kannski óþarflega langt gengið í að reyna að gleyma að kaupa forláta landsliðstreyju fyrir brósa sinn.

Annars er kannski best að rifja upp fyrir þér að þú ert nú ekki þekkt fyrir að láta svona nokkuð á þig fá! Bestu kveðjur!

Sindri (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 16:04

9 identicon

Barbara þú ert hetja ! Takk fyrir að vera svona góð við ungann okkar. Þegar öll sárin verða gróin hjá þér Anna Pála mín og heilsan orðin góð á ný verður þetta atvik bara til að krydda minninguna. Við "gamla settið" erum að ná hjartslættinum í eðlilegt horf aftur. Kv. ma og pa :)

mamma og pabbi (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband