Færsluflokkur: Íþróttir

Múslimatal? Hommatal? Grey skinnin

Allir töfrarnir voru hjá Frökkum. Stundum er það bara ekki nóg.

Miklar pælingar uppi um hvað í fjandanum Mazzerati hafi eiginlega sagt við Zizou þegar þessi maður sem ekki drýpur af venjulega, sneri sér við á punktinum og skallaði gaurinn í bringuna eins og frægt er orðið. Mér var búið að detta í hug eitthvað hommatal, í kjölfar einhvers káfs í aðdragandanum og meintra geirvörtuklípinga. Halla er þó með jafnvel betri kenningu: Var Mazzerati að drulla yfir múslima?

Hvað sem því líður er athæfið auðvitað óafsakanlegt. En ég skil hann Zidane samt svo ágætlega. Auðvitað getur maður orðið reiður í hita leiksins, hvað þá ef einhver gerir í því að espa þig upp. Fann talsvert til með honum þegar hann var hvergi nálægt við verðlaunaafhendinguna. Og talandi um að finna til, af hverju gátu ekki þýsku tökumennirnir leyft Trezeguet að vera í friði eftir leikinn í staðinn fyrir að sýna hann endurtekið í nærmynd?


mbl.is Zidane kjörinn besti leikmaður HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HM

Skoðið þetta

Djöfulsins djöfull

Það nægir að ég haldi með þjóð á HM og þá kemst hún ekki áfram. Ég er því að hugsa um að halda með Ítalíu á eftir, eins og það er leiðinlegt fótboltalið (þrátt fyrir að vera metró).


Áfram á rangstöðumarki - hverjum á ég nú að halda með

Skattans Ástralirnir komust áfram í gær því þeim dugði að gera jafntefli. Þar með eru mínir menn í Króatíu úr leik. Ég vil samt meina að seinna markið þeirra hafi verið rangstöðumark og þetta sé allt hluti af stærra samsæri gegn minni persónu. 

Leikurinn var reyndar svo skemmtilegur að ég gat ekki annað en reynt að brosa út í annað þrátt fyrir skeifuna hinu megin.

Ég er að hugsa um að halda með Spánverjum í framhaldinu. Þeir eru svo rosalega sprækir og Spánn er gott land að undanskildum stöðum á borð við Benidorm. Það mat er alfarið byggt á fordómum, hef aldrei verið á Benidorm. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband