Færsluflokkur: Bloggar
10.5.2008 | 19:04
Sandra og co voru kýld!!!
... Svona hljómaði sms frá Dagbjörtu sem ég sá þegar ég vaknaði í morgun. Ég er í prófum og var því fjarri góðu" gamni þegar einhverjir strákar undu sér upp að Söndru og félögum og ákváðu að hefja barsmíðar á bróður hennar á Laugaveginum miðjum í nótt. Litli bróðir með sauma í hausnum og allir með bólgur og kúlur - Sandra með sílikonvarir og allar tölurnar úr kápunni hennar slitnar af. Sveiattann.
---
Eins og fram hefur komið er Anna Pála í prófum. Var í einhverju slæmu skapi áðan þar til ég rifjaði upp æðislegt Bridget Jones augnablik frá því um daginn. Við eigum öll svoleiðis stundum: Nettur aulahrollur sem hægt er að hlæja vel að.
Var á Thorvaldsen með vinnufélögunum að borða (btw var þjónustan ekki alveg að gera sig þrátt fyrir góðan vilja starfsfólksins og maturinn var heldur ekkert spes hjá okkur öllum að þessu sinni). Umræðurnar orðnar fullþungar og leiðinlegar að mati ónefnds vinnufélaga - verið að tækla efnahagsmálin - svo hún ákveður að skipta um efni og segir stundarhátt yfir hópinn: Heyrðu svo var Önnu Pálu bara hent tvisvar út af eigin herbergi fyrir partýstand úti í Washington! (þetta var ekki jafn slæmt og það hljómar en alveg ofsalega gaman)... Og hver labbar inn í senuna einmitt á þessu augnabliki, nema elsku fyrrverandi tengdamóðir mín sem ég hafði ekki séð síðan við sambandsslitin í haust. Brillíant. En það var aldeilis frábært að sjá hana.
Bloggar | Breytt 11.5.2008 kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.4.2008 | 16:00
Prófessorinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.2.2008 | 23:26
Bæjarferð í kvöld frestað vegna veðurs
og Taggart er að byrja. Ég elska Taggart. Ég er sátt.
Sjáumst í Skrílslátapartýinu annað kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.10.2007 | 01:22
"Lögfræðingur"
Ég er útskrifuð með BA í lögfræði. Til hamingju með það Anna Pála mín. Þetta var nú aldeilis fínt hjá þér.
Vildi ekki halda stóra veislu fyrr en eftir tvö ár en þess í stað var dásamlegt matarboð með dásamlegum tólf manns og eftir það frábært partý hjá Völu minni Bé sem var að útskrifast sem alvöru lögfræðingur.
Pabbi hélt stutta tölu í matarboðinu. Skaut á ömmu fyrir að vera enn að reyna að ala sig upp. Hann ætlaði hins vegar að hætta að ala mig upp frá og með þessum degi. "Nú er ég hættur. It´s all yours. Ég bara styð þig."
Mamma sagðist ekki vera hætt að ala mig upp.
Nú þarf ég að snúa mér aftur að hópverkefninu um faðernismál.
E.s. Mér líður vel að vita að í Eþíópíu er ljónakisa að nafni Anna Pála að hugsa um snillingana mína þar, sbr. komment við seinustu færslu. Hvernig væri nú að konan Anna Pála léti sjá sig í Eþíópíu. Það er draumurinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.10.2007 | 14:58
Vinnan mín
Takk Þórður Sveinsson fyrir laugardagskvöldið. Þú ert maðurinn (í kóngastólnum á myndinni). Og það var gaman að djamma með Hafnarfjarðarkommunum.
Ég er með bólu innan í eyranu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.9.2007 | 23:51
Afmæli
ég á afmæli í dag ég á afmæli í dag ég á afmæli í dag ég á afmæli í dag ég á afmæli í dag ég á afmæli í dag ég á afmæli í dag!
Góður dagur en undarlegur. Prófadagur (-jaá, gæti hafa gengið). Fundadagur með meiru. Hádegisbjórdagur. Góðumatsdagur.
Nú ætla ég að einbeita mér að því í tíu mínútur í viðbót að eiga afmæli. Nei níu. Átta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
17.9.2007 | 18:28
Einbeitingarleysi.is
Haha. Mér fannst titillinn á greininni hans Kára í dag með eindæmum óspennandi. En af því maður er nú í ritstjórn er reglan að kíkja á alla pistla, jafnvel þótt þeir líti niðurdrepandi út. Í dag leiddi þessi regla til óstöðvandi hláturskasts við að ímynda mér það sem hann skrifar um í lokaorðunum.
Annars má ég ekki vera að neinu fyrr en kl tólf á miðvikudaginn. Þá á ég einmitt afmæli. Milli klukkan níu og tólf á miðvikudagsmorguninn má síðan senda mér alla góða strauma sem til eru, því þá mun ég þurfa á þeim að halda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 00:21
Lokað vegna jarðarfarar
minnar. Ritgerðarskil eftir átta daga og próf eftir tíu. Dæmigert ef manni tækist nú að klúðra loka-lokasprettinum í BAbbaranum. Stefnan hins vegar tekin á annað.
Endilega ekki reyna að láta mig gera neitt fyrr en kl. hálffimm sautjánda ágúst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.7.2007 | 15:02
Fyrirgefðu
Í morgun þurfti ég að biðja vin minn fyrirgefningar. Og fór að pæla. Algengasta orðalagið til þess er einfaldlega: Fyrirgefðu.
Þetta er eins og að segja við viðkomandi: Sestu! Stattu! Hoppaðu! Gegndu!.. Það er fyndið að þegar maður er bljúgur og fullur iðrunar, skuli það vera tjáð með því að skipa viðkomandi í raun að fyrirgefa sér. Tryggja að maður eigi síðasta orðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.7.2007 | 14:45
Bongótrommur í skrifstofustigagangi dauðans
Ég leit upp úr málsmeðferðarreglum Persónuverndar áðan, þar sem hávaðinn framan af gangi var orðinn meira truflandi en steikarbrælan af Svarta svaninum á góðum degi. Bongótrómmur og fagnaðarlæti. Ég spurði Þórð hvað hann væri eiginlega að gera.
En lætin reyndust koma úr stigaganginum, þar sem ca. fimmtán manns voru komin upp á næstu hæð. Ég sagði gaur frá Samkeppniseftirlitinu hinu megin við ganginn að líklegast væri þetta lögfræðideild löggunnar að flytja inn.
En nei. Þetta var Saving Iceland. Hresst lið. Gáfu mér "Ísland örum skorið" kortið. Takk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)