Sandra og co voru kýld!!!

angry_rgb... Svona hljómaði sms frá Dagbjörtu sem ég sá þegar ég vaknaði í morgun. Ég er í prófum og var því fjarri „góðu" gamni þegar einhverjir strákar undu sér upp að Söndru og félögum og ákváðu að hefja barsmíðar á bróður hennar á Laugaveginum miðjum í nótt. Litli bróðir með sauma í hausnum og allir með bólgur og kúlur - Sandra með sílikonvarir og allar tölurnar úr kápunni hennar slitnar af. Sveiattann.

 ---

Eins og fram hefur komið er Anna Pála í prófum. Var í einhverju slæmu skapi áðan þar til ég rifjaði upp æðislegt Bridget Jones augnablik frá því um daginn. Við eigum öll svoleiðis stundum: Nettur aulahrollur sem hægt er að hlæja vel að.

Var á Thorvaldsen með vinnufélögunum að borða (btw var þjónustan ekki alveg að gera sig þrátt fyrir góðan vilja starfsfólksins og maturinn var heldur ekkert spes hjá okkur öllum að þessu sinni). Umræðurnar orðnar fullþungar og leiðinlegar að mati ónefnds vinnufélaga - verið að tækla efnahagsmálin - svo hún ákveður að skipta um efni og segir stundarhátt yfir hópinn: Heyrðu svo var Önnu Pálu bara hent tvisvar út af eigin herbergi fyrir partýstand úti í Washington! (þetta var ekki jafn slæmt og það hljómar en alveg ofsalega gaman)... Og hver labbar inn í senuna einmitt á þessu augnabliki, nema elsku fyrrverandi tengdamóðir mín sem ég hafði ekki séð síðan við sambandsslitin í haust. Brillíant. En það var aldeilis frábært að sjá hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æj... ég held að karmalöggan eigi eftir að taka duglega í lurginn á mér fyrir þetta.

Ónefndi vinnufélaginn (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 19:56

2 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Ekki hafa örðu af samviskubiti! Þetta er alltof fyndin saga til þess.

Anna Pála Sverrisdóttir, 10.5.2008 kl. 20:00

3 identicon

Athyglisvert. En ég vil fá að vita hver var með skæting við nöfnu. Ég er ekki að rífa í lóðin hægri vinstri til einskis hérna. Segðu henni að hafa samband ef hún vill tækla þetta mál með hætti forfeðra okkar.

Sindri (IP-tala skráð) 11.5.2008 kl. 20:35

4 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Hólmganga þá eða?

Anna Pála Sverrisdóttir, 11.5.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband