Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
5.11.2006 | 18:13
Haustið í Peking
Það er eitthvað bogið við að vera hálfkalt í Sumarhöllinni.
*Ímyndið ykkur að slegið sé á risastóra málmgjalltrommu.* Við erum mættar til Kína. (Án þess að missa af fluginu.)
Persónulega eru það viss tímamót að heimsækja þennan risa í austrinu. Ástæðan er sú að af einhverjum ástæðum hef ég í fortíðinni verið miklu minna spennt fyrir Kína en flestum öðrum löndum, að minnsta kosti þeim sem við höfum heimsótt fram að þessu. Það er erfitt að segja til um hverju. Kannski hugsunin um fjölda án sérkenna? Líklega hefur "Beijing," í merkingunni kínversk stjórnvöld mikið að segja. Kúgunin á íbúum Tíbet, ofsótti Falun Gong leikifimihópurinn sem ég mótmælti með af heilum hug heima fyrir nokkrum árum... Og kannski það versta af öllu: Hugsanalögreglan.
Við fyrstu sýn náði Peking ekki sérstaklega vel til mín eftir mögnuðu Tókýó. En það var líka í gegnum bílrúðu á leið frá flugvellinum, á degi þar sem mengunin sýndi enga miskunn og allt var grátt. Auk þess sem Anna Pála var þunn og þreytt eftir Japan Grand Finale.
Síðan þá hef ég reynt að vinna bug á fordómunum. Og viti menn. Það er fleira til í Peking en stjórnvöld og mannþröng.
Mannþröngin er vissulega til staðar en í henni eru, jú, einstaklingar. Maðurinn á hraðferð sem gaf sér samt tíma til að beygja sig eftir lestarmiðanum mínum og brosa. Öldungurinn í Maó-búningnum með allt sitt í pinklum og plastpokum í lestinni, vísast að flytja til borgarinnar eins og allir. Magadansmærin á mið-austurlenska staðnum í gær sem seinna um kvöldið sást yfirgefa staðinn í ullarpeysu.
Og það er orka í þessari borg, því er ekki logið. Rosaleg þensla. Á Torgi hins himneska friðar blakta tugir eldrauðra fána við hún og Maó horfir á með vökulum, risastórum augum af hliðinu inn í Forboðnu borgina. En á torginu eru líka Ólympíufígúrurnar fyrir 2008 búnar að koma sér fyrir og verið er að fjölga í neðanjarðarlestakerfinu úr þremur leiðum í ellefu. Hálf Forboðna borgin sést ekki fyrir stillösum en það sem er komið úr andlitslyftingu lítur vel út.
Mitt í allri "allt að gerast" stemmningunni er Sumarhöllin á sínum stað. Hún er svo ofsalega falleg.
Pekingöndin í fyrrakvöld var dásamleg. Dásamleg, dásamleg. Maturinn miklu betri en ég átti von á. Félagsskapurinn ekki verri. Við erum svo heppnar að tvær yndislegar kínverskustúdínur hafa skotið yfir okkur íslensku skjólshúsi. Og tóku með okkur íslenskt djamm í Peking í gær þar sem endað var á Torginu ásamt svona þrjú þúsund Kínverjum að horfa á fánahyllingarathöfn við sólarupprás. Upplifun.
Og níu milljón reiðhjól.
1.11.2006 | 17:53
Eeeldhressar af djamminu i Tokyo
Tad aetti ad vera skylda fyrir alla ad profa karoki i Japan. Til ad toppa tad er mjoog fint ad skreppa a hverfiskrana i godu hverfi i midborginni og fa ser trja netta adur en madur krassar heima hja hressustu djammkonu Japans.
Svo er voda fint ad eiga flug til Peking nokkrum klukkutimum seinna. Tetta gaeti ordid eitthvad skrautlegt. Eg vona ad eg turfi ekki ad blogga a eftir til ad tilkynna ad vid hofum misst af fluginu.
Tad er sorglegt ad fara fra Japan tvi tad hefur verid svo ofsalega gaman. Enda ekki vid odru ad buast i landi sem hefur upp a svona margt ad bjoda og ta serstaklega gott folk.
Tad er lika skrytid ad vera a svona framandi stad en taka bara eina lest og lida mest eins og a Islandi i allri ferdinni -hveralykt, eldfjoll og heitar uppsprettur. Japonsku jardbodin -onsen, eru snilldin ein.
Madur fer ad sjalfsogdu ekki i Harajuku hverfid i Tokyo an tess ad fjarfesta i eins og einum mjog surum fylgihlut. Ad tessu sinni bleikur bill, sem raunar er handtaska. Hann hefur hlotid nafnid Mari, i hofudid a henni Mariko sem finnst islenskt "brennirin" gott og gaeti drukkid okkur undir bordid ef hun vildi. Eins og hun benti to a herna adan: "En eg er ekki bill!"
Takk kaerlega fyrir tetta. Adal tilgangur tessarar faerslu hlytur ad vera ad bidja ad heilsa ollum sem eru i skolanum heima tegar tetta er skrifad og vid vorum ad skrida heim af djamminu.
We Are the Champions.
Vinir og fjölskylda | Breytt 2.11.2006 kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.10.2006 | 17:00
"Bara i Japan!" -Tetta er allt svo bjutiful..
Eg elska Japan. Elska tad. Japanir eru svo surir i hausnum. I engu odru landi a madur jafn morg svona augnablik: "Va. Hvergi annars stadar!" Meira ad segja einfold klosettferd er upplifun herna. Menn eru alltaf bunir ad hugsa einu skrefi lengra.
Bara i Japan 1: Love Hotel Hill. Fyrir lostafull por sem bua i pinulitlum ibudum med foreldrum sinum langt fram eftir aldri. Haegt er ad kaupa bara "rest" a hotelinu i nokkra klukkutima. Veit ekki hversu mikid folk er ad hvila sig i alvoru. Sum hotelin bjoda upp a ad sja myndir af ollum herbergjunum i anddyrinu og sum eru temmilega kinky. Svo labba hamingjusom por ut eins og fatt se sjalfsagdara.
Bara i Japan 2: Klosett a kaffihusi bydur upp a sotthreinsun ad sjalfsogdu og liklegt er ad a klosettinu seu margir takkar, svo madur getur skolad a ser rassinn og svona ef a tarf ad halda. Ekki lagt i tad ennta. Svo er spilud tonlist inni, eda klosettid byrjar ad bua til hljod um leid og tu sest svo folk fyrir utan heyri nu alveg orugglega ekki hvad madur er ad gera. Og svo framvegis.
Bara i Japan 3: Gullni kukurinn. A leid i hofin fraegu i Asakusa hverfinu er tessi magnada bygging sem heitir sama og japanski bjorinn; Asahi. Raunar er lika til dagblad med sama nafni en ordid tydir morgunsol ad mer skilst. Fraegur arkitekt hannadi bygginguna, tori ekki ad fara med nafnid ef tad reynist rangt hja mer. Ofan a hana atti ad fara risastor gullhudadur n.k. eldslogi. Tetta gekk ekki upp verkfraedilega. A endanum turfti ad leggja eldtunguna a hlidina. Nu er tetta kallad Golden Poop.
Bara i Japan 4: Ekki halda ad allt sem er Bara i Japan tengist klosettum eda kynlifi sbr lid 1-3. Vorukynningar a fornum vegi med folki i buningum ad kalla med roddum eins og i teiknimyndum, ljosaskilti i skrilljonasta veldi vid tad sem madur tekkir, og og og.
Merkilegt: Island var i frettum i Japan fyrir nokkru. Tad totti stortfrett herna tegar Bandarikjaher yfirgaf pleisid, enda alls ekki allir Japanir sattir vid veru tess sama hers herlendis. Man ad utanrikisraduneytid sem eg skodadi fyrir tveimur arum, notadi mjog mjog mikid plass undir Bandarikjaskrifstofuna.
Japanir kunna ad lifa i fjoldanum. Tegar eg kom til Japan (hitt landid sem eg hef komid til i tessari ferd fyrir utan bna) i fyrsta skipti hafdi eg miklar ahyggjur af innilokunarkennd med ollu tessu folki. En nei. Tu labbar yfir torgid i Shibuya, sem er mannmargt og skemmtilegt hverfi i Tokyo, og svona trju tusund adrir labba yfir torgid um leid. Og enginn rekst utan i tig. Allir ad taka tillit. Og ad athuga hvort tad se ekki orugglega allt i lagi med tig og hvort tu vitir hvert tu ert ad fara.
Fyrir ta sem fila ad studera mannlifid er Tokyo edal. Nokkrar skemmtilegar typur eru skjaldbokukonurnar -pinulitlar gamlar konur med hufur eins og skjaldbokur i teiknimyndum, flissandi skolastelpurnar, Louis Vuitton konurnar og bissnesskallarnir -serstaklega ef teir eru fullir. Og allir, ungir sem gamlir i simanum ad senda sms, tolvupost, leika ser eda allt hitt sem tu getur gert.
Nu. Er ekki konan bara stodd i heimahusi tegar tetta er skrifad. Slikt hefur ekki gerst sidan i Cambridge, Englandi, saellar minningar og Bloemfontein, S-Afriku i bodi okunnugra. Storvinkona min Yuriko Shibayama, meistaranemi i skandinaviskum fraedum og fjolskylda hennar bua i utborg Tokyo, Yokohama. Tau fara med okkur Barboru eins og fordekrada krakka. Alveg afsloppud samt, en vilja sumse allt fyrir okkur gera. Pabbi hennar Yuriko er efni i sjalfstaeda mannlysingu.
"Japanskir morgnar mjukri birtu stafa," orti gott skald eitt sinn a islensku. A morgun og hinn reynir a ta fullyrdingu...
Goda nott.
E.s. Eg er eins og barn a jolum tegar eg fae "komment ad heiman." Tad gildir jafnt um okunnuga og ommu mina!
E.e.s. Japanski maturinn er svo godur. Hugsa ser ad lenda heima hja listakokki.
23.10.2006 | 05:54
Bangkok
Stadurinn er Bangkok, nanar tiltekid bakid a mer sem statt er i borginni. A bakinu a mer stendur kona...
Eg hata ekki ta tilhugsun ad eiga aftur pantadan tima i hefbundid tailenskt nudd i kvold. Bangkok er ljufa lifid. Jak hin taelenska, skolasystir kaerrar fraenku fra Koben og SAS-madurinn Axel, syndu meistaratakta i gestrisni. Hun spurdi hvort vid hefdum hitt marga homma i borginni. Okkur rak ekki minni til tess. Vid nanari athugun. Teir eru ut um allt. Og veita frabaera thjonustu. Tetta er Thailand. Allir bara afslappadir yfir jafn sjalfsogdum hlut og samkynhneigd sem to er tad alls ekki tar sem vid hofum verid hingad til.
Tegar eg paeli i tvi, maetti naestum segja ad Thailand se OF audvelt. Allt gengur svo vel og allir svo tilbunir ad hjalpa ad madur er bara ekki vanur tessu lengur. Engar rosalegar askoranir. Svo paeli eg adeins lengra en tetta. Nu er eg a leidinni ut. Eg hef ekki hugmynd um hvernig vid aetlum ad skipuleggja turisma dagsins. Ad rata i Bangkok er med staerri askorunum tessarar ferdar.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 05:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2006 | 22:21
Og tannig byrjar tetta allt saman:
Jaha! Ta er heimsreisan hafin. Her med verdur tetta ferdablogg fyrir Moggann minn.
Fyrsta stopp Cambridge, Englandi. Jafnframt eini afangastadurinn i Evropu. Annad kvold liggur leidin til Sudur-Afriku. Med i for er einn bakpoki fyrir tessa fjora manudi. Eg hef aldrei pakkad jafn litlu nidur, ekki einu sinni fyrir helgarferd til Akureyrar. Tad vissi eg ekki ad eg gaeti, prinsessan sjalf. Tad sem helst thyngir pokann er hengilas og kedja gegn stuldi.
Tad er alveg frabaert ad byrja i Cambridge. Sagan drypur audvitad ur hverjum turni og mann langar naestum ad setjast nidur og studera. En bara naestum. Mer lidur almennt vel i svona haskolabaejum. Thora systir hennar Barboru og Liz hennar vilja allt fyrir okkur og gera og gott ad stoppa her i knus adur en lengra er haldid. Vedrid i dag var tad sem vid kollum Mallorca vedur a Islandi! Namminamm.
Forum adan i aftansong i Great St. Mary's Church, agaetis veganesti ad setjast nidur og hugsa sma. Svo forum vid i batsferd a Cam anni sem borgin heitir eftir. Bjutiful i solinni. Afskaplega bjutiful skolastrakur stjakadi okkur afram, en song to ekki eins og i Feneyjum. Vinur hans beid svo faeris a einni bruanna ad hella vatni nidur a hann. Vid sigldum framhja 7 af 31 colleges. Herna virka colleges eins og heimavistirnar i Harry Potter bokunum. Sigldum m.a. framhja Trinity College sem er rikastur og Kalli prins laerdi i. Hann var i halfgerdu einkanami og enginn sat timana nema hann og lifvordurinn hans. Ad nami loknu sotti lifvordurinn um ad taka lokaprofin, sem hann fekk og gerdi og utskrifadist a endanum med betri einkunn en Kalli! Sa borgadi to brusann. Eg sa lika Darwin College tar sem Jana vinkona verdur i doktorsnami i eldfjallajardfraedi fra og med haustinu. Mjog adladandi.
Nu. Tad var god stemmning i anni, sumir voru i bat med leidsogumanni eins og vid en adrir hofdu leigt ser bat sjalfir. Menn stodu sig misvel i ad styra. Stundum var klessubilastemmning svo hvitvinid sulladist nidur hja hjonunum sem satu vid hlidina a okkur i romantik. Og tad for aldrei svo ad vid saejum ekki einhvern detta i dokkgraent djupid, beint a hausinn ofan ur batnum sinum. Haha.
Sudur-Afrika er mikid tilhlokkunarefni. Tangad tokum vid med okkur fullt af barnafotum fyrir hugsjonakonuna Ali sem er vinkona Thoru og Liz. Verdum komnar a tridjudagsmorguninn. -Tangad til naest.
E.S. Teir sem tekkja mig mega senda post i annapalas hja gmail.com og lata mig hafa addressu ef mer skyldi detta i hug ad senda postkort. Lofa to engu. Svo vil eg endilega fa komment fra ykkur herna fyrst eg fae ekki ad hitta ykkur. Lika fra ykkur sem lesid og kommentid aldrei. Eg veit hvar tid eigid heima!
6.9.2006 | 11:33
Seðlabankastjóri
6.9.2006 | 02:14
Dreymdi í nótt að ég væri í Taílandi
Miðvikudagur, fimmtudagur, föstudagur. Svo er ég lögð af stað í leiðangur. Hvern hefði grunað í upphafi sumars. Frumburðurinn er dæmdur til að heita Barbara, ÞÓTT það verði strákur. "Má bjóða þér í heimsreisu eftir þrjá mánuði?" hlýtur að vera, tja, besta spurning sem lögð hefur verið fyrir mig og hef ég þó heyrt þær nokkrar.
Það telst ekki með þegar Bjarnið vildi fá mig með sér út í fyrsta skipti. Það fannst mér þá arfaslök hugmynd. Ég vildi meina að drengurinn væri fáviti. Maður getur ekki alltaf haft rétt fyrir sér.
Til marks um hvað ég á fínan kæró: a) Hann varð brjálaður þegar ég velti upp hvort ég myndi fá matareitranir á flakkinu og horast. Rassinn á mér má nefnilega ALLS ekki minnka. Grey ég þarf að muna að borða osta og súkkulaði og drekka bjór. b) Bjarnið æpir upp yfir sig af gleði í hvert sinn sem ég stytti hárið á mér og afsannar þar með að strákar vilji bara krúttstelpur með sítt hár. (Að vísu ekki búinn að sjá mig eftir síðustu klippingu...)
Annars er þetta allt að smella: Passinn kominn úr kínverska sendiráðinu, með vegabréfsáritun án athugasemda vegna stuðnings míns við vissan leikfimihóp; komin með félagsskírteini í samtökum farfugla; farangur í alvarlegu skoðunarferli og peningamál a.m.k. þannig að ég þarf ekki að selja mömmu. Enda er hún vænsta skinn.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 02:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.8.2006 | 21:23
Fjölmiðlagleðikonur og annað gott fólk
Er ekki málið að ná sér í köfunarréttindi í t.d. Taílandi? Ég hef alltaf verið mjög spennt fyrir sportköfun.
Og talandi um. Hús Sportkafarafélagsins var vettvangur magnaðrar gleði á föstudagskvöldið. Að vísu ekki eitt sér, því þegar skráningar á Útihátíð fjölmiðlakvenna voru komnar fram úr öllum væntingum var húsið löngu sprungið utan af okkur. Því var brugðið á það ráð í panikkinu á föstudaginn að leigja tjald frá Seglagerðinni Ægi. Þegar tjaldinu hafði verið komið upp (með mínum berum höndum og einstakri verkkunnáttu) var þetta frábær partýaðstaða og mjög gott flæði milli tjalds, verandar og húss. Fullt af útikertum og útsýnið yfir Nauthólsvíkina settu punktinn yfir i-ið.
Rúmlega hundrað fjölmiðlakonur skemmtu sér konunglega og voru hver annarri skemmtilegri að tala við. Þið eruð magnaðar. Þar á ég ekki síst við skemmtinefndina en í henni voru Áslaug Skúla, nýskipaður vaktstjóri á fréttastofu RÚV, Lillý Valgerður trúnaðarmaður á NFS og Arna Schram þingfréttaritari Moggans og formaður Blaðamannafélagsins. Þær eru sérlega magnaðar og má þá sérstaklega nefna hér hvað Arna er mögnuð í bólinu.* And then me, óbreyttur veikgeðja hlutastarfsblaðamaður á fréttadeild Moggans! Ég er strax byrjuð að hlakka til á næsta ári.
Fréttir af fólki:
Magnús Már Guðmundsson félagi minn býður sig fram til embættis formanns UJ (á heimasíðu Samfó stendur reyndar að hann bjóði sig fram í fyrsta sæti -efast ekki um að Solla sé orðin hrædd). Kvennaskólapían Maggi Már var einu sinni gaurinn í næsta húsi. Nú er hann bara öðlingur. Hann á allan minn stuðning í því sem hann tekur sér fyrir hendur og þ.m.t. þessu.
Vigga vinkona kom heim frá París, sá og sigraði og rústaði prófi í stjórnskipunarrétti með glæsilegri einkunn. Til hamingju elskan, ég er eins og stolt mamma.
Sandra farin "heim" til Svíþjóðar ásamt Alexander Kóríander og farin að nema jarðfræði meðfram djass-sellóleiknum. Þeirra er auðvitað strax saknað.
*Hluti þessarar færslu er byggður á munnlegum heimildum, ekki reynslu höfundar
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2006 | 21:38
Grasekkja - Heimshornaflakksdagskrá
Jæja. Þá er Bjarnið komið um langan veg til Miami. Hann blastaði America með Rammstein alla leið á völlinn og heimtaði að vera kallaður Bijarney Magnusson, AKA Cobra-Bob. Ég ætla ekki að sitja í festum í tólf ár meðan hann nær sér í sýfilis í útlöndum (en þau örlög), eins og landsmönnum má vera ljóst. Enda bara mánuður í heimshornaflakkið.
Þangað til ætla ég hins vegar að lifa jafn mögnuðu partýlífi og Immanúel Kant á sínum tíma.
Og hér kemur stolið efni af bloggi Barböru minnar, svo þið hafið hugmynd um líf mitt næstu mánuði. Heyrst hefur að blað allra landsmanna verði fyrst með fréttirnar af ferðalaginu.
9. sept. = RVK - London
11. sept. = London - Johannesburg
25.sept. = Johannesburg - Mumbai
1. okt. = Mumbai - Delhi
7.okt. = Delhi - Kathmandu
14.okt. = Kathmandu - Bangkok
25.okt. = Bangkok - Tokyo
2.nóv. = Tokyo - Beijing
11.nóv. = Beijing - Singapore
14.nóv. = Singapore - Bali
19.nóv. = Bali - Singapore
21.nóv. = Singapore - Sydney
1.des. = Sydney - Auckland (Nýja Sjáland)
9. des. = Auckland - Nadi (Fiji)
17. des. = Nadi (Fiji) - Los Angeles
19. des. = Los Angeles - New York
5. jan. = New York - London
6. jan. = London - RVK
Þetta er ekki endanlegt.
NY pælingin er að fljúga þangað og vera þar fram að jólum og fara þá með flugi til Miami. Við verðum svo örugglega á Bahamas um jól og/eða áramót - en það er e-ð sem við ap höfum sett í hendurnar á Bjarna Má til skipulagningar.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.6.2006 | 13:28
Flutningar og söknuður
Hér í Hvíta húsinu standa flutningar fyrir dyrum og sumir eru fluttir nú þegar. Stefnan er tekin út í móa -Hádegismóa. Austursalurinn svokallaði þar sem menningin, innblaðið, sunnudagsblaðið o.fl. er staðsett, er orðinn að eyðimörk þar sem bara viðskiptin eru eftir. Bílfarmar af skrifborðum að hverfa og kassar úti um allt. Á föstudaginn flyt ég og mæti til vinnu í móanum á mánudag.
Ég ætla að reyna að vera ekki of neikvæð þrátt fyrir að fjarlægðir aukist til muna hjá mér og þá staðreynd að engin Kringla (ergo ekkert Hagkaup, Kaffitár, önnur kaffihús, Stjörnutorg þegar mötuneytið heillar ekki) er nálægt. Nýja húsnæðið mun vera mjög skemmtilegt og miklu opnara en núverandi aðstaða. Kringluleysið getur hugsanlega leitt til að við verðum duglegri að borða saman.
Söknuðurinn sem nú ríkir í mínum heimi er ekki vegna flutninga, heldur einhvers sem skiptir margfalt meira máli. Í gær dó hann Þórir afi minn. Hann var orðinn veikur og þreyttur en það er jafn sárt og erfitt að kveðja hann fyrir það. Þar að auki eru pabbi, mamma og örverpið Sunna Mjöll á Krít þar til á mánudaginn og mörg fleiri börn og barnabörn afa eru erlendis. Við sem erum heima hittumst öll í gær og kvöddum afa. Ég velti því upp hvað afi væri að gera á himnum ef hann fengi að ráða og við vorum sammála um að hann væri trúlega að veiða, hnýta flugur eða tefla. Með allt heimsins neftóbak til umráða. Og glottir út í annað yfir umstanginu í kringum sig.