Flutningar og söknuður

Hér í Hvíta húsinu standa flutningar fyrir dyrum og sumir eru fluttir nú þegar. Stefnan er tekin út í móa -Hádegismóa. Austursalurinn svokallaði þar sem menningin, innblaðið, sunnudagsblaðið o.fl. er staðsett, er orðinn að eyðimörk þar sem bara viðskiptin eru eftir. Bílfarmar af skrifborðum að hverfa og kassar úti um allt. Á föstudaginn flyt ég og mæti til vinnu í móanum á mánudag. 

Ég ætla að reyna að vera ekki of neikvæð þrátt fyrir að fjarlægðir aukist til muna hjá mér og þá staðreynd að engin Kringla (ergo ekkert Hagkaup, Kaffitár, önnur kaffihús, Stjörnutorg þegar mötuneytið heillar ekki)  er nálægt. Nýja húsnæðið mun vera mjög skemmtilegt og miklu opnara en núverandi aðstaða. Kringluleysið getur hugsanlega leitt til að við verðum duglegri að borða saman.

 

Söknuðurinn sem nú ríkir í mínum heimi er ekki vegna flutninga, heldur einhvers sem skiptir margfalt meira máli. Í gær dó hann Þórir afi minn. Hann var orðinn veikur og þreyttur en það er jafn sárt og erfitt að kveðja hann fyrir það. Þar að auki eru pabbi, mamma og örverpið Sunna Mjöll á Krít þar til á mánudaginn og mörg fleiri börn og barnabörn afa eru erlendis. Við sem erum heima hittumst öll í gær og kvöddum afa. Ég velti því upp hvað afi væri að gera á himnum ef hann fengi að ráða og við vorum sammála um að hann væri trúlega að veiða, hnýta flugur eða tefla. Með allt heimsins neftóbak til umráða. Og glottir út í annað yfir umstanginu í kringum sig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, samhryggist innilega. Knús frá Köben :-*

Hrund (IP-tala skráð) 27.6.2006 kl. 22:48

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Pælingar þínar eða ykkar með afa þinn eru svo sætar að þær drógu fram bros á vör hjá mér. Að hugsa svona um afa sinn á "himnum" jafnvel með tárin í augunum "Hvað er fallegra en það"

Ég fór í huganum til baka þegar amma mín, afi og fleira fólk hvöddu. Ég hefði viljað geta hugsað eitthvað svona, en e´g hef sjálfsagt verið of upptekin af söknuðinum.

Ég samhryggist með þér í söknuði þínum og samgleðst með þér yfir því að geta hugsað svona sætt á slíkri stundu.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 29.6.2006 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband