Dreymdi í nótt að ég væri í Taílandi

leikfimi.jpg

Miðvikudagur, fimmtudagur, föstudagur. Svo er ég lögð af stað í leiðangur. Hvern hefði grunað í upphafi sumars. Frumburðurinn er dæmdur til að heita Barbara, ÞÓTT það verði strákur. "Má bjóða þér í heimsreisu eftir þrjá mánuði?" hlýtur að vera, tja, besta spurning sem lögð hefur verið fyrir mig og hef ég þó heyrt þær nokkrar. 

Það telst ekki með þegar Bjarnið vildi fá mig með sér út í fyrsta skipti. Það fannst mér þá arfaslök hugmynd. Ég vildi meina að drengurinn væri fáviti. Maður getur ekki alltaf haft rétt fyrir sér.

Til marks um hvað ég á fínan kæró: a) Hann varð brjálaður þegar ég velti upp hvort ég myndi fá matareitranir á flakkinu og horast. Rassinn á mér má nefnilega ALLS ekki minnka. Grey ég þarf að muna að borða osta og súkkulaði og drekka bjór.  b) Bjarnið æpir upp yfir sig af gleði í hvert sinn sem ég stytti hárið á mér og afsannar þar með að strákar vilji bara krúttstelpur með sítt hár. (Að vísu ekki búinn að sjá mig eftir síðustu klippingu...)

Annars er þetta allt að smella: Passinn kominn úr kínverska sendiráðinu, með vegabréfsáritun án athugasemda vegna stuðnings míns við vissan leikfimihóp; komin með félagsskírteini í samtökum farfugla; farangur í alvarlegu skoðunarferli og peningamál a.m.k. þannig að ég þarf ekki að selja mömmu. Enda er hún vænsta skinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað ég öfunda þig manneskja, sjitt (afsakið orðbragðið)

Ester (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 04:40

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Ohhh.. hlakka hrikalega mikið til að lesa ferðasögurnar frá ykkur! Þið eruð náttúrulega báðar ótrúlega sniðugar og vel máli farnar þannig að það væri ekki slæm hugmynd að halda dagbók um þessa ferð og gefa svo út bók! :) Svona "Sex and the city guide to the Thai" by Anne Paulie & Babs. Pant vera PR! :D

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 6.9.2006 kl. 10:55

3 Smámynd: Reisubok Barboru Ingu

Frumburðurinn verður klárlega uppáhalds, það væri nú í stíl við þetta allt saman ef hann yrði getinn í ferðinni, þá í Miami. Annars veit ég ekki hvað Kolbrún Linda og félagar segja við nafninu á dreng, en það er algjört smáatriði sem ég myndi ekkert vera að láta stoppa mig.

Spurning um hvor handritið að bókinni verði ekki bara tekið upp á diktó og svo skrifað í flugferðunum sem eru 17 stk!

Reisubok Barboru Ingu, 6.9.2006 kl. 13:55

4 identicon

ohhh strákar sem fagna stuttu hári eru klárlega bestir.... loving it
-sandra!!

sandraosk (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 14:00

5 identicon

Ok, ég er kannski að benda á hið augljósa, en Bjarni er náttúrulega að beita öfugri sálfræði á þig systir góð. Þetta er alþekkt aðferð og af flestum talin áhrifaríkust.

Sindri (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband