Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
27.8.2007 | 13:39
Jæja þá
3.8.2007 | 13:08
Ég má ekki tjalda
2.8.2007 | 12:04
Saving Iceland
Í dag skrifar Hrafn vinur minn grein á Vefritið um Saving Iceland. Skemmtileg grein eins og hans er von og vísa. Ég er samt ekki alls kostar sammála. Um daginn átti ég að tjá mig í smádálki um eitthvað fréttamál, sem endaði á því að ég var fengin til að tjá mig um málefni strætó ("Varstu spurð hvort það sé gott að námsmenn fái ókeypis í strætó? En erfið spurning," sagði Sindri bró um málið). Ég vildi fá að segja eitthvað um Saving Iceland, en það hafði víst verið umfjöllunarefnið daginn áður. Hélt áfram að hugsa um þetta og punktaði niður hvað mér fyndist, af því það er besta leiðin til að koma reglu á það sem ég er að hugsa.
Hér eru punktarnir:
Fólkið sem vill bjarga Íslandi hefur verið mikið í umræðunni. Þau fara fyrir brjóstið á mörgum; þeim sem eru sammála um að nóg sé komið af álverum og eyðileggingu umhverfisins en kannski helst þeim sem eru ósammála málstað Saving Iceland. Ég er sammála því að stemmningin er stundum svona jeee, kúkum á kerfið og förum og eyðileggjum eitthvað! Fólk finnst hegðunin kannski barnaleg og að hún geti eyðilagt fyrir málstaðnum. Og auðvitað má ekki fara alveg fram úr sér.En allir eiga rétt á að mótmæla og tjá pólitískar skoðanir og ég ber mikla virðingu fyrir því að gera eitthvað í málunum ef maður hefur skoðun á þeim. Sjálf er ég of mikill kaffihúsaröflari og hef í besta falli mætt á mótmæli, skrifað örlítið um þessi mál eða birt greinar eftir aðra á Vefritinu síðan það var stofnað. Þess vegna er ég afar þakklát þeim sem hafa á ýmsan hátt haldið umræðunni um álver og virkjanir stöðugt á lofti þótt einstakar aðgerðir geti verið umdeilanlegar. Af því þegar skaðinn er skeður verður ekki aftur snúið.
27.7.2007 | 10:09
Þarna tókst þér það
Það eru mögnuð augnablik þegar maður les eitthvað og hugsar mér sér að þarna hafi höfundinum tekist að koma í orð eitthvað sem maður sjálfur hefur hugsað með sér en ekki náð svo vel utan um að geta orðað.
Las Bakþanka Davíðs Þórs frá 22. júlí
"Trú sem byggir á náungakærleik, auðmýkt og umburðarlyndi er ekki fíkn heldur einmitt fullkomin andstæða hennar á allan hátt. Trú sem sættir í stað þess að sundra er ekki sjúkdómur heldur einmitt lausn undan einhverju skelfilegasta meini sem herjað hefur á mannkynið."
Sjálf hef ég ekki verið í nánum tengslum við Almættið síðan ég var sjö ára í sumarbúðum (ætla ekki að hafa hér yfir klisjuna: Ég trúi á mínum eigin forsendum). En alltaf fundist að trú eins og Davíð lýsir geti ekki verið nema falleg og góð, hvað sem hún heitir. Og boðskapurinn um fyrirgefninguna er eitt það fallegasta sem ég veit, sama hvernig kristnum mönnum um heiminn hefur tekist að snúa upp á þá hendi.
Helsti gallinn við trúarbrögð eru auðvitað íhaldsemi stofnana í kringum þau. En að segja að trúarbrögð séu réttlæting fyrir stríðrekstri eða öðru rugli - ég veit ekki. Held það sé ekki svo einfalt.
25.7.2007 | 10:15
Þórgunnur snillíngur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.7.2007 | 21:22
Neytendahornið
Salatbar Hagkaupa í Kringlunni er góður. Ég var sjúk í hann í fyrrasumar. Eftir að mozzarella-kúlurnar hættu að sjást þar er þó ekki jafnlangt ferðalag á sig leggjandi.
Í gær vantaði hins vegar salat í salatbarinn. Endilega laga það.
---
Nú. Ég er alls ekki að spauga með hvatningu minni til Ragnhildar að bjóða sig fram til forseta. Mér finnst að hún eigi að hætta að frábiðja sér athyglina, þótt ég skilji það sjónarhorn vel.
Af því nú ætla ég að höfða til baráttumanneskjunnar í henni. Ég held að það verði gríðarsterk innkoma í baráttu samkynhneigðra á heimsvísu, þegar alþjóðapressan fer að slá því upp að forseti Íslands og konan hennar séu væntanlegar í opinberar heimsóknir hingað og þangað. Fyrst duttu mér í hug lönd á borð við Indland eða Sádí-Arabíu. En líklega þarf ekki að fara lengra en til nágrannalandanna, s.s. Bandaríkjanna utan Kaliforníu og NY, til þess að það þyki óvenjulegt eða óhugsandi að forsetinn sé lesbía.
16.7.2007 | 16:56
Stuðningsyfirlýsing við forsetaframboð Ragnhildar Sverrisdóttur
Hér með lýsi ég eindregnum stuðningi við fyrirhugað forsetaframboð Ragnhildar Sverrisdóttur.
Ragnhildi þekki ég af góðu einu sem samstarfskonu á Mogganum. Hún er fluggáfuð og vel að sér um samfélagsmál. Auk þess er hún húmoristi og snillingur og á flotta konu.
Ragnhildur er nú hætt á Mogganum og alveg til í að prófa eitthvað nýtt. Og bendir réttilega á að eins og Ólafur Ragnar Grímsson, tæki hún með sér frú og tvíburasystur, svo fólk þyrfti ekki að venjast öllu frá grunni. Þær myndu verða íslensku þjóðinni í alla staði til sóma.
Kveðja, stuðningsfólk.
16.7.2007 | 10:50
Arabíski draumurinn
Mér hefur lengi fundist Dubai forvitnilegur áfangastaður. Brjálaðir mikilmennskudraumar sem menn eru í raun og veru að láta verða að veruleika. Sjö stjörnu hótelið, manngerðu eyjarnar sem mynda heimskort (væri ekki sveitamannsins draumur að eiga Danmörku?), hæsta hús heims í byggingu og þar fram eftir götunum.
Stymmi er búinn að skrifa tvær greinar á Vefritið um uppbygginguna í Dubai. Hin fyrri fór aðeins í saumana á þróun undanfarinna ára. Sú seinni birtist í dag og kom mér óþægilega á óvart. Eftir á að hyggja: Auðvitað.
14.7.2007 | 14:27
Fyrsti samkynhneigði forsetinn?
Gjaldmiðill dagsins er nígeríska næran.
Sell-out vikunnar er Rebecca Loos.
Síðast en ekki síst er afmælisbarn dagsins Dagbjört Hákonardóttir. Til hamingju elskan.
---
Svo er ég með hugmynd. Var að skoða Gay Pride blaðið í gær. Og allt í einu rann það upp fyrir mér: Hvernig væri að Ísland eignaðist fyrsta samkynhneigða forsetann? Hefur samkynhneigður einstaklingur kannski nú þegar orðið forseti eða forsætisráðherra einhvers staðar? Ef svo er má gjarnan upplýsa mig. Annars finnst mér þetta frábær hugmynd í ljósi þess að Óli muni að líkindum segja þetta komið gott að kjörtímabilinu loknu. Sjálfstæðismenn er sagt að séu nú þegar farnir að leita að sínum kandídat. Hvernig væri að Samtökin ´78 gerðu það sama?
11.7.2007 | 20:28
$%?! lyfjaverðið
Ég held með lækninum í Svíþjóð sem sendir fólki ódýr lyf úr sænskum apótekum í pósti. Bravó.
Hátt lyfjaverð hittir líklega oftast þá fyrir sem síst skyldi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)