Færsluflokkur: Bloggar

Þessi mynd barst af Aragötunni

Stofnun úti í bæ þurfti að láta espressóvélina sína fyrir nýja, sem annar betur ásókn starfsmanna.  Vélin, sem hentar einu heimili mjög vel, endaði heima hjá mér. Við erum vinkonur.

Nýja vélin mun að sjálfsögðu heita Sandra,  hvað annað? Fyrir að gera líf mitt betra í sumar, og áður, með góðu kaffi. Til greina kæmi líka Vigdís, en það væri samt frekar kokkteilhristari (já eða hlutabréfasafnið).

Annars. Myndin hér fyrir neðan barst af Aragötunni, hvar rosalegt proflokapartý var haldið í vor. Ég hef augljóslega verið upp á mitt besta. Takið eftir skuggalegu morðglottinu og "þráðlausa búnaðinum". Begga er alsaklaus á svip og veit augljóslega ekki að eitthvað slæmt bíður hennar. Myndin er dæmd til að heita Tilbrigði við Kjartan garlakall.

 


madmanmyndin.jpg

Grasekkja - Heimshornaflakksdagskrá

Jæja. Þá er Bjarnið komið um langan veg til Miami. Hann blastaði America með Rammstein alla leið á völlinn og heimtaði að vera kallaður Bijarney Magnusson, AKA Cobra-Bob. Ég ætla ekki að sitja í festum í tólf ár meðan hann nær sér í sýfilis í útlöndum (en þau örlög), eins og landsmönnum má vera ljóst. Enda bara mánuður í heimshornaflakkið.

Þangað til ætla ég hins vegar að lifa jafn mögnuðu partýlífi og Immanúel Kant á sínum tíma.

Og hér kemur stolið efni af bloggi Barböru minnar, svo þið hafið hugmynd um líf mitt næstu mánuði. Heyrst hefur að blað allra landsmanna verði fyrst með fréttirnar af ferðalaginu.

9. sept.  = RVK - London
11. sept. = London - Johannesburg
25.sept. = Johannesburg - Mumbai
1. okt. = Mumbai - Delhi
7.okt. = Delhi - Kathmandu
14.okt. = Kathmandu - Bangkok
25.okt. = Bangkok - Tokyo
2.nóv. = Tokyo - Beijing
11.nóv. = Beijing - Singapore
14.nóv. = Singapore - Bali
19.nóv. = Bali - Singapore
21.nóv. = Singapore - Sydney
1.des. = Sydney - Auckland (Nýja Sjáland)
9. des. = Auckland - Nadi (Fiji)
17. des. = Nadi (Fiji) - Los Angeles
19. des. = Los Angeles - New York
5. jan. = New York - London
6. jan. = London - RVK

Þetta er ekki endanlegt.

NY pælingin er að fljúga þangað og vera þar fram að jólum og fara þá með flugi til Miami. Við verðum svo örugglega á Bahamas um jól og/eða áramót - en það er e-ð sem við ap höfum sett í hendurnar á Bjarna Má til skipulagningar.

 


Slæmar myndir óskast

Mér finnst alveg ógó sniðugt þegar fólk birtir ljótar myndir af sjálfu sér á blogginu sínu. Hér með auglýsi ég eftir slæmum myndum af sjálfri mér. Einhver sagði mér að fallegt fólk myndist illa, spurning hvort hið gagnstæða á líka við. Ég nefnilega myndast alveg ágætlega. Því getur orðið snúið að finna myndir eins og þessa hér, sem ég kýs að kalla Tilbrigði við Frankenstein.  Endilega leggið ykkur fram. Það má senda mér myndir í e-mail eða skrá slóðir inn í kommentakerfið. Takk.
annapalaljota.jpg

Apóríið og Vestfirðir

Eru fleiri en ég sem fara stundum í bakatekið? 

Voða gaman í vinnunni á laugardagsmorgni þegar enginn svarar í símann. Annars fór ég fyrir vinnuna á Vestfirði mánudag og þriðjudag. Það var magnað. Ég hafði aldrei komið til Vestfjarða áður. Við Árni Sæberg keyrðum frá Ísafirði um Djúpið og út í Vatnsfjörð. Stoppaði vel í Súðavík á mánudagskvöldið og ræddi við gott fólk. Náðum svo að keyra út í Bolungarvík og um göngin yfir til Flateyrar áður en kom að flugi á þriðjudagskvöldið. Rosalega er Önundarfjörðurinn mikilfenglegur. Örugglega auðvelt að vera skáld þar. Merkilegt líka að sjá þetta mannvirki sem snjóflóðavarnargarðurinn er. Hann fellur reyndar mjög vel inn í umhverfið.  

Og aldrei fór ég austur. 


Er allt að fara til andskotans í þessu landi?

Mér reiknast svo til að Þorgerður Katrín sé fyrsti kvenkyns forsætisráðherra Íslands. Þótt aðeins sé um tvær vikur að ræða að þessu sinni, er þetta samt merkilegur áfangi. Ég segi bara til hamingju Þorgerður og til hamingju við öll. Meira svona! Við öfgafemínistar fögnum gríðarlega. 

Annars er ég að fara norður skv. skyndiákvörðun fyrir hálftíma síðan. Magnað. Hefði auðvitað dregið Bjarnið austur, en sá vægir sem vitið hefur meira eða þannig. Svo á maðurinn lítið eftir að hitta foreldra sína næsta árið. Biðja ekki allir að heilsa Brynjuísnum?


mbl.is Þorgerður Katrín gegnir störfum forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarna er ég að fara

Stóri ljóti heimur. Ótal hættur bíða okkar Barböru (Cartland) í haust. Grey litlu stelpur. Mumbai er nýrra nafn á borginni Bombay, sem við þekkjum líka sem kvikmyndaborgina Bollywood. Hlakka mikið til að fara þangað og held þangað ótrauð til að storka örlögunum sem og annars staðar. Það er hins vegar ekki það sama og kunna ekki að passa sig. Eins og áður hefur komið fram hér veit ég fáa jafn trausta en jafnframt hressa og hana Barböru og hef litlar áhyggjur af að við gætum ekki nauðsynlegrar varúðar samhliða því að lenda í ævintýrum.
mbl.is Yfir eitt hundrað látnir í sprengingum í Mumbai á Indlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vonandi skemmtiði ykkur vel

Óska öllum þeim sem nú eru á Hróarskeldu eða á leiðinni, hjartanlega til hamingju og vona að þeir njóti vel. Það væri broddur í þessu ef ég væri ekki á leiðinni í heimsreisu, því ég hef aldrei farið á Roskilde og það er skandall. Mig langar með.
mbl.is Hróarskelduhátíðin hefst í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er það sem ég er

Einu sinni langaði mig svo ofsalega mikið að vera eldrauðhærð. Ég held að það sé ennþá minn uppáhalds háralitur og það er alveg ótengt stjórnmálaskoðunum. Bót í máli er að einstaka aðili heldur því fram að ég sé í raun ljósrauðhærð en ekki ljós- eða skolhærð.

Flutningar og söknuður

Hér í Hvíta húsinu standa flutningar fyrir dyrum og sumir eru fluttir nú þegar. Stefnan er tekin út í móa -Hádegismóa. Austursalurinn svokallaði þar sem menningin, innblaðið, sunnudagsblaðið o.fl. er staðsett, er orðinn að eyðimörk þar sem bara viðskiptin eru eftir. Bílfarmar af skrifborðum að hverfa og kassar úti um allt. Á föstudaginn flyt ég og mæti til vinnu í móanum á mánudag. 

Ég ætla að reyna að vera ekki of neikvæð þrátt fyrir að fjarlægðir aukist til muna hjá mér og þá staðreynd að engin Kringla (ergo ekkert Hagkaup, Kaffitár, önnur kaffihús, Stjörnutorg þegar mötuneytið heillar ekki)  er nálægt. Nýja húsnæðið mun vera mjög skemmtilegt og miklu opnara en núverandi aðstaða. Kringluleysið getur hugsanlega leitt til að við verðum duglegri að borða saman.

 

Söknuðurinn sem nú ríkir í mínum heimi er ekki vegna flutninga, heldur einhvers sem skiptir margfalt meira máli. Í gær dó hann Þórir afi minn. Hann var orðinn veikur og þreyttur en það er jafn sárt og erfitt að kveðja hann fyrir það. Þar að auki eru pabbi, mamma og örverpið Sunna Mjöll á Krít þar til á mánudaginn og mörg fleiri börn og barnabörn afa eru erlendis. Við sem erum heima hittumst öll í gær og kvöddum afa. Ég velti því upp hvað afi væri að gera á himnum ef hann fengi að ráða og við vorum sammála um að hann væri trúlega að veiða, hnýta flugur eða tefla. Með allt heimsins neftóbak til umráða. Og glottir út í annað yfir umstanginu í kringum sig. 


Hryðjuverk í kaffinu mínu

Bjarnið er kúkur dagsins á þessu bloggi. Ég hellti upp á kaffi áðan en
hann sá um að mala baunirnar. Svo kom á daginn að ég er að drekka piss
og er VERULEGA frústreruð. Bjarnið semsagt sá sér leik á borði og 
malaði helmingi minna af baunum en ég hefði gert.  Nú er hann
broskall og ég er skeifukall. Bjarninu finnst gott að drekka piss.
Viltu gjöra svo vel að hella upp á alvöru kaffi, núna.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband