Færsluflokkur: Bloggar
23.6.2006 | 23:04
Ekki rugla svona
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2006 | 22:33
Á leið í heimsreisu
Þá er það opinbert. Fyrir svona hálftíma síðan, finnst mér a.m.k., ákvað hún Barbara snillíngur að bjóða mér í heimsreisu. Kortéri seinna var ég búin að segja já, en ekki hvað. Síðan þá hef ég gengið um í Teletubbies stemmningu og hlakka alveg ofsalega til. Löngu kominn tími á mig. Ég klára svo skólann á vorönn. Sé þann möguleika í stöðunni að geta þá jafnvel setið á rassinum í meira en fimm mínútur í einu og einbeitt mér að námi. Það væri tilbreyting.
Ferðaplanið er á teikniborðinu núna, eins og Ísland. Sem stendur er líklegast að við byrjum í Suður-Afríku eða jafnvel Bombay. Og þaðan út um allt. Fyrst verður flogið til London og þaðan eigum við fimmtán flugferðir sem nú er verið að púsla saman. Hún Anna nafna mín á Ferðaskrifstofu Íslands situr sveitt við að uppfylla óskir okkar, almættið veri með henni.
Einhvern tímann var Barbara maður dagsins á þessu bloggi. Ætli hún verði ekki gerð að heiðursmanni næstu mánaða núna. Ég efast ekki um að við verðum magnaðir ferðafélagar og munum rata í endalaus ævintýri. Sem er gott. Mjög gott. Það er ekki öllum gefið að vera traustsins verðir og um leið ávísun á endalaust stuð, en Barbara stendur undir þessu og gott betur.
Þess má geta að af einhverjum ástæðum get ég ekki linkað á hana, en bloggið hennar Barböru ásamt sérlega fallegri lýsingu á mér (varð bara hlýtt í hjartanu) er að finna hér: www.barbara.blog.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.6.2006 | 18:30
Versta byrjun á deginum
Djöfull hata ég að sofa yfir mig.
Eftir hádegi var mér náðarsamlega tjáð að það væri ennþá skrifað á ennið á mér "Yfirsof." Eftir að hafa vaknað með andfælum í morgun, einum og hálfum tíma seinna en áætlanir stóðu til, er ég varla ennþá búin að jafna mig. Dagurinn byrjar einhvern veginn aldrei.
Hann varð samt ágætur hingað til. Gærkvöldið var sérlega skemmtilegt, fyrri hlutinn á Pressukvöldi um blaðamenn og skoðanir þeirra. Þurfti reyndar að fara þegar umræður voru að komast á flug, til mikilvægs fundar við vissar tilvonandi þungaviktarkonur í þessu samfélagi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2006 | 00:02
Einstök ályktunarhæfni og ekkert vesen
Þarf bara að láta vita að neðangreind ágiskun var rétt hjá mér. Enda urðu allir skipuleggjendur eins og kúkar þegar ég auglýsti þessa hugmynd yfir ritstjórnina. Björn Ingi var látinn bíða á Stjörnutorgi meðan fólk kom sér yfir á Kringlukrá og svo klæddur í búrkuna að viðstöddum gestum og gangandi.
Spurning dagsins: Hvernig dettur manni í hug að vera fimm klukkutíma á Kringlukránni?
Seinna um nóttina var nauðsynlegt að klæðast skóm drekans, A.K.A. búrkunni til að geta tekið rúnt á Ölstofunni, klipið karlmenn í rassinn og tekið skot undir blæjunni. Setningu næturinnar átti líklega Árni. "Hún talar ekki íslensku." Góð redding úr viðreynslu hjá einhverjum sem greinilega fílar að láta koma sér á óvart.
Skemmtiatriði dagsins átti sér stað í portinu hjá Sirkus. Fólk í jakkafötum og drögtum með frosin bros, undir manni með gjallarhorn sem endurtók aftur og aftur og aftur og aftur: "Hjá okkur er allt í lagi. Ekkert vesen. Þannig viljum við hafa það. Allt í lagi. Ekkert vesen..." Eins og pabbi benti á í miðjum einhverjum orðaflaumi sjálfrar mín um Orkuveituauglýsinguna: "Þetta er ekki auglýsing, þetta er áróður."
Sýning dagsins er svo tvímælalaust kökusýningin hjá Ingunni og vinkonu sem buðu í tertur í gallerí Gyllinhæð á Laugaveginum. Farin að horfa á leikinn í félagsskap Górillufélags. Takk og góða nótt. Gleðilega þjóðhátíð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.6.2006 | 17:31
Björn Ingi Hrafnsson í búrku
Þjóðarhreyfingin með bjór ætlar að funda á Kringlukránni um það bil núna. Svo ég má ekki vera að þessu. Í hreyfingunni eru blaðamenn Morgunblaðsins. Sérstakur leynigestur mun stíga á stokk mjög fljótlega. Hann verður klæddur í búrku til að þekkjast ekki.
Ég segi að þetta verði Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs og fyrrum íþrótta- og þingfréttaritari Morgunblaðsins. Þetta er skrifað svo ég geti sagt "Ég sagði það."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2006 | 11:40
Á hraðferð upp metorðastigann
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2006 | 11:07
Hlustiði hraðar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.6.2006 | 17:52
Í berjamó
Af alkunnri fimi og tign tókst mér að missa hálfs kílóa bláberjaöskju niður í stigahús Morgunblaðsins áðan. Þegar ég var hætt að öskra og farin að hlæja að því hvað þau dreifðust óskiljanlega víða átti ég þessa fínu gæðastund í berjamó innanhúss.
Það verður öðruvísi þegar við flytjum upp á "Kárahnj... afsakið, Hádegismóa" því þar hlýtur að vera hægt að fara í alvöru berjamó. Enda um mikla útivistarperlu að ræða.
Nú er ég búin að setja bláberin í sund og er að borða þau. Eins og einhver benti á hérna: Maður verður nú að borða smá drullu öðru hvoru til að drepast ekki úr ofhreinlætissjúkdómum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2006 | 01:32
Jæja
Einhver gæti haldið því fram þetta blogg sé búið að breytast í aumingjablogg vegna fátíðindanna sl. hálfan mánuð. Svo er ekki.
Dómnefndin þurfti einfaldlega að taka sér mjög góðan tíma til að íhuga það vandasama úrlausnarefni sem upp kom varðandi úrslit málsháttaslagorðakeppninnar.
Niðurstaðan er þessi: Þetta land fer til andskotans ef úrslitin standa. A.m.k aðeins nær. Því hefur verið útnefndur nýr sigurvegari í keppninni.
Til hamingju Hrund með sigur í keppninni fyrir tillöguna
Æ sér þjór til þynnku.
Jafnframt verður þetta titill bloggsins næstu a.m.k. næstu vikuna samkvæmt reglum keppninnar. Tek fram að sú staðreynd að dagurinn sem leið var þynnkudagur, hefur ekki áhrif þar sem að á sínum tíma var þetta helsti keppinautur þess sem hefur borið titilinn að undanförnu (en var sviptur honum vegna dópneyslu.)
Úr umsögn dómnefndar: "... Eitthvað sem við öll vitum en mörg okkar horfast sjaldan í augu við... Góð áminning um að stundargaman er kannski innistæðulítið þegar það eyðileggur jafnmikið og það gefur okkur... Þó mætti líta á þetta sem æðrulausa nálgun á það sem einfaldlega tilheyrir því að vera ungur í hjarta, vitlaus og lifa lífinu."
Skál fyrir Hrund.
P.s. Bjarnið biður mig um að koma á framfæri við lesendur að kallinn minn sé bestur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.5.2006 | 03:54
SKANDALL (langþráð úrslit í málsháttakeppninni)
Ef ég væri stjórnmálaflokkur væri mér á engan hátt treystandi fyrir völdum. Ég myndi svíkja öll kosningaloforð. Hér má skjóta inn að ég var einmitt í gærkvöldi að ræða um að stofna einhvern tímann sérframboðið "Sameinaðir vinstrimenn."
En allavega. Eins og glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir er löngu komið að skuldadögum: Ég lofaði að birta úrslit í málshátta-slagorðakeppninni fyrir meira en viku síðan. Hér birtast úrslitin. Fyrst verðlaun í aukaflokkum, sbr. 4.gr. keppnisreglna. Vinningstillögur eru merktar með rauðum lit en læt aðra góða fylgja með í flestum flokkum.
Bitri gaurinn:
-Betra er vín en ástaratlot þín (Henrý Þór)
Úr umsögn dómefndar: "... Ber vott um vott af sjálfseyðingarhvöt... En hver hefur svosem ekki verið fullur, bitur og melankólískur."
Stúdentalífið:
-Betra er að fara í leiðinlegt hóf en leiðinlegt próf (Dagga)
-Betra er grænt eyra á kodda en prófatíð í Odda (Eva Bjarna)
-Betri er brestur í skógi en athyglisbrestur (Fannita Dorada)
Úr umsögn dómnefndar: "... Sérstök, ungæðisleg og kaldhæðin sýn á próftíð sem felur í sér jákvæð skilaboð ef vel er að gáð... Höfðar til breiðs hóps notenda íslenska tungumálsins sem flestir hafa tekið próf á ævinni. "
Lögfræði:
-Betra er að jafna lög en lögjafna (Valdi)
-Betri er firring en fyrning (Laufey)
Úr umsögn dómefndar: "... Fer beint að kjarna þess sem lögfræði skyldi snúast um og löggjafinn ávallt hafa í huga... Hugsar í lausnum, ekki vandamálum..."
Bjarnaflokkur
-Betra er jó en skó (?) (Bjarni Már)
Úr umsögn dómefndar: "."
Kynlíf:
-Skárri er lús í höfði en í klofi (Eyrún)
-Hlustaðu ef Nei segir mey (Rabbarinn)
Sérstök aukaverðlaun dómnefndar: Egóbústið
-Góð er Anna Pála er kemur til háttarmála. (Villi Ásgeirsson)
Úr umsögn dómefndar: "... Því má komast að þeirri niðurstöðu að Villi sé vissulega allt sem þarf."
Og hér höfum við annan aðalflokkinn í keppninni:
Kosningaslagorð:
-Þekking er blekking - álver allstaðar (Jóhann Friðriksson)
-Sjaldan verður maður staur-blindur nema fullur sé (X-D Árborg) (Sigurður Gröndal)
-Betri eru ellismellir en Skerjavellir. XF (Stígur) (Einnig: Aukaverðlaun í flokki kosningamálshátta)
-Þjóðarsátt um lækningu við fötlun! (Henrý Þór)
-Við vinstra brjóst fjallkonunnar, slær hjartað! (Arnór Snæbjörnsson)
Úr umsögn dómnefndar: "... #%$!"
Og hér fer að koma að því. Hinn aðalflokkurinn var einfaldlega málshættir.
Klassíkerar framtíðarinnar:
-Hóf er best í hófi (Villi Reyr)
-Betri er koss að morgni en ást úti á horni (Villi Ásgeirsson)
-Betri er Skafís á diski, en hafís á veðurkorti. (Grétar Einnig viðurkenning í aukaflokknum Sértækasti málshátturinn)
-Betri er kúkur í klósti, en í pósti (Sindri)
-Sjaldan er ein bólan stök (Vigga)
-Betra er að vera fullur af kampavíni en fullur af einhverju öðru (Ást og hamingja)
-Æ sér þjór til þynnku (Hrund) (Aukaverðlaun í flokknum)
-Betri er góður blundur en leiðinlegur fundur (Eiður Ragnarsson)
Úr umsögn dómnefndar: "Brillíant útúrsnúningur á einhverju sem við heyrum alltof oft... Heimspekilegt sjónarhorn á boð og bönn sem við setjum okkur... Býður upp á skemmtilega túlkunarmöguleika vegna mismunandi merkingar orðsins hóf... Uppreisn gegn höftum ofsiðaðs samfélags... Vinnur á í einfaldleika sínum... Bravó."
SIGURVEGARI KEPPNINNAR:
Vilhjálmur Reyr Þórhallsson, fyrir málsháttinn
Hóf er best í hófi.
Dómnefndin hafði raunar nokkrar áhyggjur af því að hann væri ekki frumsaminn en hann finnst hins vegar ekki við gúglun eins og margar aðrar góðar tilraunir í keppninni. Til hamingju með þetta! Megum við tileinka okkur þennan málshátt og lifa eftir honum. Eins og heitið var, verður titli bloggsins breytt a.m.k. næstu vikuna og hugsanlega lengur vegna óhóflegs dráttar í störfum dómnefndar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)