Færsluflokkur: Bloggar
18.5.2006 | 15:53
Gauti biður að heilsa
Í Gautaborg hafði verið samfelld sól í tíu daga, þangað til ég kom hingað á þriðjudaginn. Í dag var rigning og ég reikna með að á morgun verði komin sól, en þá verð ég líka í Kaupmannahöfn.
Hlakka mjög til að dingla með Bjarninu í Köben og til að hitta Völu, Grétar og Gústa hressa í Lundi á karnivali um helgina. Karnival það er víst bara haldið á fjögurra ára fresti og mun vera mikið stuð og tómt rugl.
Ég hef ekki haft tíma til að leggja dóm á málsháttaslagorðin ennþá og er því að þverbrjóta reglur settar af sjálfri mér. Svei. Næ því ekki núna, grunar að ég þurfi að testa frumleikann með því að gúgla allt sem mér líst vel á og sjá hvort snilldin hefur nokkið dottið af vörum einhverra annarra. Lofa að klára þetta innan nokkurra daga.
Verð að þjóta, framundan er lestarferð til Köben. Kem heim næsta þriðjudag og hef störf í "Hvíta húsinu" á miðvikudaginn. Hlakka til. Skemmtilega vinna.
Knús til ykkar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.5.2006 | 13:15
Takið þátt í keppninni, skækjur! - "Sjaldan er ein bólan stök" - "Þekking er blekking - álver alls staðar"
Nú þegar má telja innlegg í málshátta- og slagorðakeppnina miklu, í hundruðum og keppendur í tugum.
Ritstjórnin hefur nokkrar áhyggjur af hlut kvenna í keppninni en hyggst þó ekki setja kynjakvóta á þátttöku, heldur treystir því að kvenkynið sé enn að hugsa málið og komi með ódauðlegar tillögur áður en skilafrestur rennur út, kl átjánhundruð annað kvöld.
Dómnefnd keppninnar hefur svo af því nokkrar áhyggjur að vegna bágborins andlegs og líkamlegs ástands / anna við að fagna próflokum á morgun, geti það tafist eitthvað að tilkynna úrslitin og gerir hér um það fyrirvara. Enda mikið verk fyrir höndum.
Annars hafa fæstir keppendanna nýtt sér færi á að endurtitla þetta blogg, sbr. 6.gr. keppnisreglna, vek athygli á henni.
Tillögur skilast eftir sem áður í kommentakerfið við síðustu færslu og er stefnan sett á metfjölda kommenta á þessum bloggvef. Lifið heil
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.5.2006 | 00:55
Málshátta- og slagorðakeppnin mikla! - "Betri er kúkur í klósti, en í pósti" - "Öldruðum og aumingjum allt, nema peninga"
Lestu þetta og taktu svo þátt! Í ljósi efnilegrar útkomu síðustu færslu hefur ritstjórnin ákveðið að standa hér fyrir málshátta- og kosningaslagorðakeppni. Hún er bæði ætluð sýruhausum og öðrum, s.s. öllum opin. Ég bíð spennt eftir að sjá bæði klassískan húmor og vísun í samtímann.
Reglurnar eru svona:
1. Keppt er í tveimur flokkum, málshættir og kosningaslagorð.
2. Málshátturinn/Slagorðið skal vera frumsamið og ekki hafa heyrst áður.
3. Að öðru leyti hafa þátttakendur listrænt frelsi.
4. Hugsanlega verða aukaviðurkenningar veittar í einhverjum flokkum.
5. Tillögum skal skilað í kommentakerfið og er skilafrestur til kl. 18:00 þann 15. maí, en hálftíma síðar verða úrslitin gerð kunn.
6. Sá aðili, sem bestu tillöguna á, og eru þá báðir flokkar undir, fær að velja nýjan titil á þetta blogg í heila viku. Kemur í stað "Önnupálublogg." Vinsamlega tilgreinið hver titillinn á að vera um leið og tillögum er skilað, nema þið viljið að málshátturinn/slagorðið sjálft verði notað. Dæmi: "Femínistar sökka." "Ég er með hár á tánum." "Ég er trukkalessa." "Ég hef gubbað niður af svölunum á Hverfisbarnum." "Lifi Thatcherisminn!"
7. Þeir sem kommentuðu í færslunni á undan þessari eru sjálfkrafa með í keppninni.
Þar að auki fær Nói-Síríus hugsanlega póst uppá næsta páskaeggjaár. Hver myndi ekki vilja fá kúkamálshátt í sínu eggi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (59)
6.5.2006 | 03:27
Kommentakerfið
Þess má geta fyrir aðdáendur síðunnar að kommentakerfið á nú að vera mun aðgengilegra. Endilega tjáið ykkur að vild og lífgið upp á tilveruna hjá mér.
Lesandinn sem býr til skemmtilegasta málsháttinn fær færslu tileinkaða þeim sama málshætti. Eða deit með mér en sá möguleiki er þó bara fyrir þau sem þekkja mig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
5.5.2006 | 05:22
Ég sem fæ ekki sofið
Litli líkaminn minn er orðinn svo ruglaður að hann þekkir ekki mun á nótt og degi. Í kvöld svaf ég frá átta til hálfþrjú þegar Bjarnið kom að sofa. Ástæðan:
Próflestur, en ekki hvað. Þá verður þetta svona slæmt. Þó hatast ég við rútínuna dags daglega. En það eru takmörk krakkar.
Nú á ég að vera að lesa hið heillandi fag kröfurétt II. Það er líklega það næsta sem ég hef komist andlegum dauða. Ég verð fullkomlega líflaus. Prófum þessi þrjú ár í háskólanámi fylgir yfirleitt mikið álag hjá mér yfir að gera ekki betur, eins og námsferillinn hófst glæsilega í grunnskóla og menntó. Mér líður ekki alveg nógu vel. Skal hætta að dramatísera núna, því eflaust er einhver að hugsa með sér "Hvað í djöflinum ertu þá að gera í lögfræði Anna Pála?" Ekki ómerkari kona en Vigdís Finnbogadóttir benti einhvern tímann pent á að fyrra bragði, að ég ætti að vera í hugvísindum.
Lögfræði er bara svo ofsalega mikið tæki og lykill að samfélaginu okkar. Og sumt í henni er óendanlega heillandi.
Það er samt ekki kröfuréttur. Nú ætla ég að fara og gubba á glósurnar mínar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.5.2006 | 17:40
Gubb jarðar
Af öllum skemmtilegu tungumálunum og orðunum, held ég að sænska orðið jordgubb toppi flest. Svona er maður með frumstæðan húmor.
Í fyrsta lagi eru svo jarðarber fæða guðanna, a.m.k. í minni heimsmynd, og hins vegar minnir orðhlutinn gubb mig líka á kæra vinkonu.
Pæling að smella sér til Sverige eftir próf og innbyrða jordgubb í stórum stíl?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.5.2006 | 20:32
Land hinna frjálsu (og Anna Pála þarf hjálp)
Þegar ég var í Boston 2003 get ég svo svarið að ég var aldrei afgreidd eða af þjónustuð af einhverjum sem var ekki innflytjandi. Það gilti alveg jafnt um háklassahótelið okkar þar sem ég keypti dýrustu viskíflösku sem ég hef drukkið (undir aldri og afgreidd undir borðið sjáiði), limmuna sem við fengum að sitja í fyrir gæsku bílstjórans og Donkin Donuts þar sem ég fékk versta kaffi í heimi.
Flott baráttuaðferð hjá þeim í Landi hinna frjálsu í dag. Sem minnir mig á flottustu setninguna úr stórvirkinu Karate Kid. "Land of Free, Home of Brave." En ég vona að þetta skili árangri hjá þeim.
Þessi setning "... þeir fá einungis að vera í landinu í sex ár ef sannað þykir að enginn Bandaríkjamaður fáist í störf sem þeir vinna," endurspeglar viðhorfið til innflytjenda á dapurlegan hátt. Af hverju mega innflytjendur ekki vera forstjórar ef þeir hafa hæfileika til? Enn verra er að líklega hafa margir þeirra hæfileika, en ekki tækifæri. Þeir geta átt drauma, en enga von.
"Við báðum um vinnuafl, en fengum fólk," sagði einhver hetja sem ég man ekki hver er. Það er sárt til þess að hugsa að við ætlum að búa til lágstétt innflytjenda hér á landi. Ef við viljum snúa þeirri þróun við hlýtur að vera grundvallaratriði að efla menntakerfið þar sem það snýr að innflytjendum.
Annars: Mig vantar glósur úr Heimspekilegum forspjallsvísindum fyrir lagadeild!!! Þetta er í u.þ.b. fimmta skiptið sem ég er skráð í þennan stórskemmtilega áfanga sem þarf alltaf að sitja á hakanum. Á laugardag er próf í honum og á mánudag fer ég í kröfurétt sem vinnugleðin þarf að beinast að. Plís.
Fjölmenn mótmæli gegn breytingum á bandarískri innflytjendalöggjöf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.5.2006 | 03:16
Handtekin fyrir að segja fuck
Var að komast að því að pönkari femínismans með meiru, Germaine Greer er á leið til landsins í júní. Þetta er svona háklassa intellektúal sem er samt alræmd fyrir að segja nákvæmlega það sem henni dettur í hug, þegar henni dettur það í hug og finnst kjarnafjölskyldan hallærisleg. Var handtekin á Nýja-Sjálandi 1972 fyrir að segja "fuck" og "bullshit" í ræðu. Djöfull væri ég til í að heyra hana tala. Vona að hún valdi sem allra mestu fjaðrafoki.
Annars er ég frekar ánægð með hana doktor Herdísi Þorgeirsdóttur að skipuleggja þessar kvennanetsráðstefnur. Way to go. Hörkukvendi og fræðimaður með doktorspróf í lögum frá Háskólanum í Lundi. Rannsóknarstaða við Raoul Wallenberg stofnunina þar í bæ er líka með flottari störfum. Fyrir utan að maður hatar nú ekki að vera í Lundi.
Bloggar | Breytt 20.6.2006 kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
27.4.2006 | 02:54
Stór á sex komma eitthvað sekúndum
Maður dagsins sem nú er að hefjast er Valdi vinur. Þessi mynd var tekin af okkur við mjög gott tækifæri. Ég hafði skömmu áður lent í nettri andnauð vegna mikils metnaðar í drykkjukeppni. Það var síðasta keppnisgreinin ásamt ræðukeppni á Orator-Mágus deginum (laganema-viðskiptafræðinemakeppni. Plebbi plebbason.) Erfiðið borgaði sig samt. Eftir að úrslit dagsins voru tilkynnt dansaði ég uppi á borði og var í alla staði óþolandi. Svo skáluðum við Valdi og fleiri í bjór í þessum bikar. Við bikarinn fórum í bæinn saman og ég drakk úr honum eina þrjá bjóra með góðra manna aðstoð.
Bjór er góður. Valdi er góður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
25.4.2006 | 20:35
Knnnnús
Mér líður eins og síma í hleðslu þegar ég er knúsuð.
Það er svo gott. Ég vildi að við værum duglegri við það hér á klakanum. Sjálf kenni ég uppeldinu um áhuga minn á knúsi. Heima hjá mér þykir mjög náttúrulegt að knúsast. En ég hef fengið misjöfn viðbrögð þegar ég reyni óforsvarendis að knúsa fólk og þá sérstaklega ef ég hef ekki þekkt viðkomandi lengi eða náið. Hafið bara í huga að hér er ekki um óeðli að ræða eða kynferðislegan áhuga.
Endilega knúsið mig sem oftast, þá líður mér betur. Þegar ég var ung og í framboði fyrir Röskvu í fyrsta sinn minnist ég þess að hafa planað stofnun Snertiþarfarfélagsins ásamt félögum mínum Grétari og Hrafni. Þar var ekki um óeðli að ræða. Ekki vitlaus hugmynd, maður hefur nú verið í ýmsum vafasömum félögum í gegnum tíðina. En það er efni í aðra færslu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)