Færsluflokkur: Bloggar
9.9.2006 | 00:56
Heimkomupartýið
helst vinsælu lélegu lögin. Hins vegar er ég komin með hugmynd að enn
betri teiti þegar ég kem heim: Kraftballöðugleði. Þar verða bara spiluð
valin lög sem einkennast af mikilli ást og örvæntingu og yfirdrifnum
hljóðfæraleik. Endilega bætið á lagalistann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2006 | 02:14
Dreymdi í nótt að ég væri í Taílandi
Miðvikudagur, fimmtudagur, föstudagur. Svo er ég lögð af stað í leiðangur. Hvern hefði grunað í upphafi sumars. Frumburðurinn er dæmdur til að heita Barbara, ÞÓTT það verði strákur. "Má bjóða þér í heimsreisu eftir þrjá mánuði?" hlýtur að vera, tja, besta spurning sem lögð hefur verið fyrir mig og hef ég þó heyrt þær nokkrar.
Það telst ekki með þegar Bjarnið vildi fá mig með sér út í fyrsta skipti. Það fannst mér þá arfaslök hugmynd. Ég vildi meina að drengurinn væri fáviti. Maður getur ekki alltaf haft rétt fyrir sér.
Til marks um hvað ég á fínan kæró: a) Hann varð brjálaður þegar ég velti upp hvort ég myndi fá matareitranir á flakkinu og horast. Rassinn á mér má nefnilega ALLS ekki minnka. Grey ég þarf að muna að borða osta og súkkulaði og drekka bjór. b) Bjarnið æpir upp yfir sig af gleði í hvert sinn sem ég stytti hárið á mér og afsannar þar með að strákar vilji bara krúttstelpur með sítt hár. (Að vísu ekki búinn að sjá mig eftir síðustu klippingu...)
Annars er þetta allt að smella: Passinn kominn úr kínverska sendiráðinu, með vegabréfsáritun án athugasemda vegna stuðnings míns við vissan leikfimihóp; komin með félagsskírteini í samtökum farfugla; farangur í alvarlegu skoðunarferli og peningamál a.m.k. þannig að ég þarf ekki að selja mömmu. Enda er hún vænsta skinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.9.2006 | 02:31
Ef leðurblaka kemur inn í herbergið, einfaldlega andið djúpt:
Muna að slökkva á nóttunni og hylja gluggana á kvöldin. "Should you forget and a bat enters the room by mistake, please do not panic! Calmly place a towel over the bat and release it outside or call for assistance."
Held maður hlyti að redda þessu. Textinn er úr ábendingum um hegðun atferli og framkomu í Kruger National Park í Suður-Afríku. Þar er manni líka bent á að gefa ekki bavíönunum að borða. Ennfremur er mjög mikilvægt að labba ekki um eftir myrkur nema með kyndil, til að passa sig á snákum og sporðdrekum. Í Kruger er hins vegar hægt að sjá allt það flottasta úr dýralífi Afríku. Ég hlakka mjög til að sjá fíla því þeim hef ég alltaf verið mjög hrifin af. Kannski verið repúblikani í fyrra lífi, endurfæðst og verið búin að sjá að mér?
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er íslensk náttúra grín í samanburði við þá Suður-Afrísku. Ég veit nú ekki með það, en fer þó með opnum huga og meðvituð um að það sem er mitt, er ekki endilega best.
Og þó. Hver vegur að heiman er vegurinn heim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2006 | 17:52
Val á hæstaréttardómurum
"... Fyrir lægju frumdrög að breytingum á dómstólakaflanum með mismunandi útfærslumöguleikum varðandi val á hæstaréttardómurum sem ET hefði tekið saman að beiðni vinnuhópsins..." (Úr fundargerð 16. fundar stjórnarskrárnefndar)
Haha. Ekki yrði ég hissa þótt vinur minn Eiríkur Tómasson hafi glott út í annað þegar honum var falið þetta verkefni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2006 | 16:27
Hef komist að niðurstöðu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2006 | 01:00
Ja hérna. Eru bara Íslendingar að horfa á Rockstar?
beinlínis með handafli. Ekki það að hann sé ekki mjög góður. Bara
athyglisvert að hann er á toppnum núna en í neðstu þremur tvær síðustu
vikur. Vá, þetta lætur mann bara halda að ekkert margir séu að horfa
eða kjósa annars staðar. Ha?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.8.2006 | 21:23
Fjölmiðlagleðikonur og annað gott fólk
Er ekki málið að ná sér í köfunarréttindi í t.d. Taílandi? Ég hef alltaf verið mjög spennt fyrir sportköfun.
Og talandi um. Hús Sportkafarafélagsins var vettvangur magnaðrar gleði á föstudagskvöldið. Að vísu ekki eitt sér, því þegar skráningar á Útihátíð fjölmiðlakvenna voru komnar fram úr öllum væntingum var húsið löngu sprungið utan af okkur. Því var brugðið á það ráð í panikkinu á föstudaginn að leigja tjald frá Seglagerðinni Ægi. Þegar tjaldinu hafði verið komið upp (með mínum berum höndum og einstakri verkkunnáttu) var þetta frábær partýaðstaða og mjög gott flæði milli tjalds, verandar og húss. Fullt af útikertum og útsýnið yfir Nauthólsvíkina settu punktinn yfir i-ið.
Rúmlega hundrað fjölmiðlakonur skemmtu sér konunglega og voru hver annarri skemmtilegri að tala við. Þið eruð magnaðar. Þar á ég ekki síst við skemmtinefndina en í henni voru Áslaug Skúla, nýskipaður vaktstjóri á fréttastofu RÚV, Lillý Valgerður trúnaðarmaður á NFS og Arna Schram þingfréttaritari Moggans og formaður Blaðamannafélagsins. Þær eru sérlega magnaðar og má þá sérstaklega nefna hér hvað Arna er mögnuð í bólinu.* And then me, óbreyttur veikgeðja hlutastarfsblaðamaður á fréttadeild Moggans! Ég er strax byrjuð að hlakka til á næsta ári.
Fréttir af fólki:
Magnús Már Guðmundsson félagi minn býður sig fram til embættis formanns UJ (á heimasíðu Samfó stendur reyndar að hann bjóði sig fram í fyrsta sæti -efast ekki um að Solla sé orðin hrædd). Kvennaskólapían Maggi Már var einu sinni gaurinn í næsta húsi. Nú er hann bara öðlingur. Hann á allan minn stuðning í því sem hann tekur sér fyrir hendur og þ.m.t. þessu.
Vigga vinkona kom heim frá París, sá og sigraði og rústaði prófi í stjórnskipunarrétti með glæsilegri einkunn. Til hamingju elskan, ég er eins og stolt mamma.
Sandra farin "heim" til Svíþjóðar ásamt Alexander Kóríander og farin að nema jarðfræði meðfram djass-sellóleiknum. Þeirra er auðvitað strax saknað.
*Hluti þessarar færslu er byggður á munnlegum heimildum, ekki reynslu höfundar
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.8.2006 | 18:41
Hefurðu pælt í af hverju við bönnum áfengisauglýsingar?
Ef einhver getur sagt mér eitthvað fræðilegt um áfengisauglýsingabann það er felst í 20.gr. áfengislaganna, þá má hinn sami endilega hafa samband. Stelpan er nefnilega að setjast niður í ritgerðaskrif.
Einnig ef einhver er með tips um eitthvað sniðugt til að gera í S-Afríku eftir þrjár vikur.
Þinn, Skrámur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.8.2006 | 20:40
Sumarprófasadisminn
Já, það er ekki mikið að gerast hér þessa dagana. Ég er sumarprófum, "having the time of my liiife.." Í gær var kröfuréttur 1, við skulum vona að það sem ég stagaðist á meðan ég labbaði í prófið: Aldrei aftur kröfuréttur 1, sé rétt! Fyrir þá sem ekki vita fjallar það fag um skuldir. Sé það rétt að ég hafi sloppið vil ég þakka foreldrum mínum fyrir genin og kvöldmatinn, og Eyvindi G. Gunnarssyni, AKA Egginu fyrir að vera hress og eiga flott jakkaföt og semja ekki ósanngjarnt próf. En maður veit aldrei hvort sexan datt eða fimm varð raunin, þar er langt á milli. Til fróðleiks gæti ég verið útskrifuð úr lagadeild núna fyrir þau skipti sem ég fékk fimm eða fimmkommafimm en ekki lágmarkseinkunnina sex. Ég hef aldrei mætt í próf í deildinni vel undirbúin, spurning að breyta til áður en ég útskrifast?
Á mánudaginn er svo einkamálaréttarfar. Margt á eftir að gerast. Ég ætla hins vegar að halda áfram að vera í góðu skapi og taka þetta þannig, helst. Það er ótrúlegt hvað má gera á stuttum tíma. En þegar ég hugsa um það, sumarprófamasókismi væri líklega heppilegri titill á þessa færslu. Það stuðlar samt ekki. Og þetta er ekki alslæmt.
Það styttist verulega í heimsreisu :))
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.8.2006 | 00:17
Þau hafa mánuð til að hætta þessu rugli
Ég var svo ánægð með hvað Bretar tóku hryðjuverkum síðasta árs af stóískri ró. Það var aðdáunarvert. Í staðinn fyrir að komast í það panikkástand sem hryðjuverkamenn vilja, var einfaldlega tekist á við erfitt ástand. Og það án þess að læsa fólk inni hjá sér og kenna því að teipa fyrir gluggana hjá sér.
Það sem við bara megum ekki gleyma, er að í hvert skipti sem við leggum lykkju á leið okkar vegna ótta, erum við að bregðast við nákvæmlega eins og hryðjuverkamenn vilja. Þetta íslenska orð yfir "terrorism," túlkar ekki alveg það sem ég vil segja. Enska orðið má hins vegar útleggja þannig: "The purpose of terrorism is to provoke terror." Þess vegna er mikilvægt að við látum ekki undan og skerðum borgaraleg réttindi - frelsið sem þeir sem stjórna "Stríðinu gegn hryðjuverkum" halda svo hátt á lofti.
Við Barbro leggjum af stað í heimsreisuna 11. september frá Heathrow. Flugið til S-Afríku er ellefu klukkutímar og ég reikna með að geta þá tekið með mér bók, linsuvökva, rakakrem og aðrar nauðsynjar.
Annars fannst mér athyglisverð sagan sem Stefán Pálsson sagði í Fréttum vikunnar á NFS í dag: 13. sept 2001 flaug hann Edinborg-London-Keflavík. Frá Edinborg mátti hann alls ekki hafa fartölvu í handfarangri, hún þurfti að fara í farangursrýminu af öryggisástæðum. Frá London hins vegar mátti hann alls ekki hafa fartölvu í farangursrýminu, hún þurfti að fara í handfarangri af öryggisástæðum.
Ófremdarástand sagt ríkja á Heathrow | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 14.8.2006 kl. 02:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)