1.8.2008 | 18:11
Reykjavík-Frankfurt-Tel Aviv
Það þarf að gera eitthvað í þessum gróðurhúsaáhrifum. Þó ekki væri nema af því ég er búin að vera í svitabaði á skrifstofunni minni undanfarna daga. Líka núna, þótt það sé ekki sól. Það er bara svo HEITT úti. Stóra viftan sem ég er með á fullu við opin glugga er eins og dropi í hafið. Og mér líður eins og á breytingaskeiðinu þrjátíu árum of snemma (kannski er ég bara læknisfræðilegt undur)
Og heyrðu, er ekki stelpan bara á leið til Ísraels&Palestínu í fyrramálið. Hér útskýri ég hvað við Eva Bjarna ætlum að gera þar. Ákveðið með mjög stuttum fyrirvara og með nettan hnút í maganum yfir hvort við myndum steypa okkur í skuldir langt upp fyrir haus. Þetta virðist þó ætla að bjargast ágætlega en ef fleiri vilja leggja til í samskotin þá bara skrifa mér í aps hjá hi.is ;) Erum búnar að halda frábært kvöld í undirbúningnum þar sem við fengum m.a. mjög áhugaverðar frásagnir krakka sem eru nýbúin að vera við hjálparstörf á Vesturbakkanum.
Það þarf engin gróðurhúsaáhrif til að það geti orðið óbærilega heitt í Miðausturlöndum (hugsum um hvernig það getur orðið þegar hitinn á jörðinni eykst...) og í gær átti ég í mestu vandræðum með að finna föt sem a) hylja mig og b) drepa mig ekki úr hita. Á tímabili var ég því að fara bara í síðu náttfötunum mínum. En við látum þetta reddast, eins og allt annað.
Ég verð að játa að það er mikil spenna í mér. Þótt svona "pólitísk skoðunarferð" sem er kannski lýsingin sem kemst næst því sem við verðum að gera, sé ekki hefðbundið frí, held ég að þetta verði frábær ferð. Enda fer ég með svo frábæru fólki að það er ekki séns á öðru. Vonandi kemst ég nær því að skilja deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafsins sem við heyrum svo oft um og hvernig það er að lifa daglega lífinu sínu þar.
9.7.2008 | 17:58
Ég hef fulla trú á Birni Bjarnasyni
Það standa öll rök til þess að Paul Ramses fái dvalarleyfi hér á Íslandi. Hann hefur sérstök tengsl við landið og mannúðarástæður standa til þess að leyfa honum að vera. Auk þess ber íslenska ríkið skyldur gagnvart barninu hans nýfædda á grundvelli Barnasáttmála SÞ sem við höfum fullgilt og þær skyldur fela í sér að vera ekki skilinn frá foreldrum sínum án þeirra vilja.
Björn Bjarnason hefur fengið á sig háværa gagnrýni varðandi þetta mál. Líklega er nokkuð til í því sem félagi minn úr Sjálfstæðisflokknum sagði: Björn er eins og geislavirkur - hann má ekkert gera án þess að allt verði brjálað. Sjálf hef ég nú oft verið mjög ósammála honum. Ég vil hins vegar rifja upp að hann var til dæmis ekki sammála aðgerðum þáverandi dómsmálaráðherra og lögreglu þegar Falun Gong leikfimihópurinn kom hingað fyrir nokkrum árum og sætti valdníðslu í boði íslenska ríkisins.
Og eins og Björn benti sjálfur á, hafði hann ekkert um afgreiðslu málsins hans Pauls Ramses hjá Útlendingastofnun að segja og vissi raunar ekki af því. Hann fær það fyrst núna til meðferðar. Ég hef fulla trú á að hann afgreiði þetta mál á grundvelli þeirra mjög sérstöku aðstæðna sem eru upp í því og tryggi Paul Ramses og fjölskyldu hans öryggi meðal vina sinna á Íslandi.
Kæru skilað til dómsmálaráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.6.2008 | 14:46
Þórunn snilli, álverin og femínisminn
Finnland biður kærlega að heilsa öllum! Á milli fundahalda hér á þingi Ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum, tókum við smá tíma í að vera í sambandi við fólkið okkar á Íslandi og koma saman ályktun um álver og ráðherra. Vona að allir hafi séð þetta allt í fréttum. Við erum ferlega ánægð með Þórunni.
Ég þarf að láta staðar numið hér og halda áfram á þinginu. Einar góðar fréttir bara: Áðan vorum við að samþykkja ályktanir og meðal annars eina frá okkur í UJ sem fjallar um jafnrétti kynjanna. FNSU sem eru þessi samtök ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum og nú líka Eystrasaltsríkjanna, skilgreina sig núna sem femínísk samtök. Það þurfti að taka smá umræðu um þetta og sitt sýndist hverjum en á endanum var mikill meirihluti fyrir tillögunni. Við erum ofsalega hress með að hafa náð þessu fram!!
---
Gerði smá hlé til að taka símtal við Útvarp Sögu áðan. Ægilega hressir strákar sem hringdu. Ég rak m.a. bankaráð Seðlabankans í þessu símtali þar sem það hefði engan trúverðugleika og ef þetta væri fyrirtækisstjórn væri löngu búið að henda öllum út. En það er víst önnur umræða.
Nú þarf ég að hlusta á einn fyrirlestur og svo verður farið í sánuna. Knús til allra.
Umhverfisráðherra vill ekki fleiri álver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.6.2008 | 01:39
Montblogg
1. Landsliðið vann Slóveníu í fótbolta í dag! Ég var þar með hideous/æðislegan bulluhatt ásamt fríðu föruneyti. Fraubært.
2. Ég á svo flott systkini. Kristján stóribróðir, Helga Vilborg mágkona og krakkarnir að gera góða hluti í Eþíópíunni. Nú eru þau að flytja frá höfuðborginni Addis og lengst út í sveit, í allt aðrar aðstæður en í borginni. Hugsa mikið til þeirra og litlu snillinganna fjögurra. Það VAR svo gaman að vera með þeim í fríinu hérna heima síðasta sumar. Nú. Sindri kláraði sjö áfanga í vor og útskrifaðist um daginn sem BS í iðnaðarverkfræði, 21 árs gamalt barnið. Gaman að sjá hvað hann fer að gera eftir sumardjobbið á Mogganum. Jæja. Sunna Mjöll kláraði grunnskólann með magnaðar einkunnir og fékk verðlaun frá menntaráði Reykjavíkur fyrir félagsþroska á sama tíma. MH fær heiðurinn af að mennta þennan snilling. Æfir handbolta, æfir fótbolta, vinnur eins og hestur og á frábæra vini og kærasta. Eins gott að við Sindri stöndum okkur jafn vel í makavalinu.
E.S: Hákon ætlar mögulega að draga mig í fjallgöngu klukkan níu í fyrramálið. Hvernig væri þá að fara að leggja sig.
E.E.S. Í þessu bloggi var meðvitað ekki fjallað um Króatíuleikinn í gærkvöldi.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2008 | 16:15
JÁ!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.6.2008 | 23:05
Hún segir/hún segir um Guantánamo
Það getur náttúrulega ekki klikkað að hrúga saman fjögur eða fimm hundruð hressum konum á einum fallegum stað. Ég átti semsagt frábæra helgi sem byrjaði á Tengslaneti kvenna á Bifröst á fimmtudaginn og var síðan eytt í faðmi Ungra jafnaðarmanna útí sveit.
Tengslanetið var sama snilldin og fyrir tveimur árum. Judith Resnik flutti stórkostlegan fyrirlestur á föstudagsmorguninn - svo partýþreytan frá kvöldinu áður hvarf eins og dögg fyrir sólu. Þessi kona sem var útnefnd fremsti fræðimaðurinn 2008 af ameríska lögmannafélaginu, kallaði fyrirlesturinn sinn "Justice in Jeopardy" og þótt hún færi yfir vítt svið var sérstaklega athyglisvert hvernig hún gjörsamlega hraunaði yfir mannréttindabrot Bandaríkjastjórnar í Guantánamo. Skemmtilegt tvist í þessu er að á nákvæmlega sama tíma var Condoleezza Rice í Höfða að reyna að telja Ingibjörgu Sólrúnu trú um að í Guantánamo séu reknar sumarbúðir fyrir fullorðna.
28.5.2008 | 01:14
Kál fyrir einstæðinga!
Um daginn var í fréttum að Íslendingar hendi rosalegu miklu af salati og káli. Ég þarf iðulega að gera einmitt það. Þetta er sóun. En það er heldur ekki raunhæft að ætla sér að klára heila fjölskyldupakkningu þegar maður býr með sjálfum sér og borðar iðulega einhvers staðar annars staðar en heima hjá sér.
Kál í minni umbúðum, danke! Já og ýmislegt fleira þegar ég hugsa um það. Hvað með að stofna búð sem selur bara vöru í einstaklingsvænum umbúðum? Mjólk í hálfslítersfernum, einn þriðja af brauði,..
26.5.2008 | 23:50
Óli Stef og nátthrafnar á þingi
Ég hló pínkupons þegar ég var að lesa viðtalið við Óla Stef í sundsmokkinum (Sunnudagsmogganum). Á einni síðunni voru þrjár myndir af Óla: Óli fjórtán ára með XD í barminum. Óli tvítugur blaðamaður í NATÓ-ferð í New York. Óli á spjallfundi hjá Mogganum með Doddson sér við hlið. Það fer auðvitað enginn í grafgötur með hvar Óli á uppruna sinn í pólitík frekar en Mogginn sjálfur.
Málið er samt flóknara en það eða réttara sagt maðurinn er flóknari. Eins og flestir vita er hann til dæmis fyrrum formaður Evrópusamtakanna. Umfram allt er hann gríðarlega klár gaur og nýtti sprikltímabilið á 24 stundum vel. Veit að hann mun gera flotta hluti með Moggann líka. Ekki síst af því honum tekst að draga nokkrar kanónur á borð við Ragnhildi Sverris og Kollu í hús með sér. Ein þeirra er Sindri bróðir minn sem dettur aftur inn á Moggann þegar hann kemur úr útskriftarferðinni sinni. Hann sér því um að halda uppi merkjum fjölskyldunnar í Moggahöllinni þetta sumarið.
Ég er annars farin að sofa. Ætli Össur sé ekki að kveikja á tölvunni. Í dag var hann að kvarta við mig yfir að missa næturfundina í þinginu útaf nýju þingskaparlögunum. Hvers eiga C-manneskjurnar á þingi að gjalda?
25.5.2008 | 18:36
Viðhorfsvandamál hjá Steingrími
Hmm. Útvarpsfréttirnar í gangi í bakgrunninum hérna. Steingrímur Joð viðurkennir að stjórnarandstaðan sé bragðdauf. Hann segir að það sé af því ríkisstjórnin hafi lagt fram svo fá mál. Það sé svo lítið sem stjórnarandstaðan geti brugðist við.
Í þessu felst að Steingrími finnst að hlutverk stjórnarandstöðu sé ekki flóknara en að geta bara verið á móti. Með öðrum orðum, hún eigi að vera reaktíf; stjórnast af því sem ríkisstjórnin gerir en ekki próaktíf; sýna fólki fram á hvernig hún myndi gera hlutina.
Þetta er viðhorfsvandamál. Ef það væri rétt að ríkisstjórnin hefði lagt fram svona fá mál, ætti stjórnarandstaðan að hafa þeim mun betra tækifæri til að sýna af hverju hún ætti að ráða en ekki þeir sem gera það núna.
24.5.2008 | 16:40
Ég fíla ekki makaleysið
Já nei, þetta er ekki einkamálaauglýsing fyrir sjálfa mig. En spurningin um makalaus partý kom aðeins við sögu í gær þegar risa Vefritspartý var í uppsiglingu. Ég tilkynnti maka eins úr pennahópnum að hún myndi að sjálfsögðu mæta í partýið. Skárra væri það nú. Kannski var ég ekki alveg hlutlaus því hún Anna er vinkona mín sem ég vildi endilega fá í partýið. En ég stend samt við þetta prinsipp. Makalaus partý eru asnaleg. Lífsförunautarnir eiga að vera með. Kynnast heimi maka síns og gagnkvæmt.
Ég átti pistil í Fréttablaðinu í gær. Ég ætla að segja þetta eins oft og á þarf að halda: Bræður og systur, verið velkomin til Íslands!