Óli Stef og nátthrafnar á þingi

Ég hló pínkupons þegar ég var að lesa viðtalið við Óla Stef í sundsmokkinum (Sunnudagsmogganum). Á einni síðunni voru þrjár myndir af Óla: Óli fjórtán ára með XD í barminum. Óli tvítugur blaðamaður í NATÓ-ferð í New York. Óli á spjallfundi hjá Mogganum með Doddson sér við hlið. Það fer auðvitað enginn í grafgötur með hvar Óli á uppruna sinn í pólitík frekar en Mogginn sjálfur. 

Málið er samt flóknara en það eða réttara sagt maðurinn er flóknari. Eins og flestir vita er hann til dæmis fyrrum formaður Evrópusamtakanna. Umfram allt er hann gríðarlega klár gaur og nýtti sprikltímabilið á 24 stundum vel. Veit að hann mun gera flotta hluti með Moggann líka. Ekki síst af því honum tekst að draga nokkrar kanónur á borð við Ragnhildi Sverris og Kollu í hús með sér. Ein þeirra er Sindri bróðir minn sem dettur aftur inn á Moggann þegar hann kemur úr útskriftarferðinni sinni. Hann sér því um að halda uppi merkjum fjölskyldunnar í Moggahöllinni þetta sumarið.

Ég er annars farin að sofa. Ætli Össur sé ekki að kveikja á tölvunni. Í dag var hann að kvarta við mig yfir að missa næturfundina í þinginu útaf nýju þingskaparlögunum. Hvers eiga C-manneskjurnar á þingi að gjalda?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband