Viðhorfsvandamál hjá Steingrími

Hmm. Útvarpsfréttirnar í gangi í bakgrunninum hérna. Steingrímur Joð viðurkennir að stjórnarandstaðan sé bragðdauf. Hann segir að það sé af því ríkisstjórnin hafi lagt fram svo fá mál. Það sé svo lítið sem stjórnarandstaðan geti brugðist við.

Í þessu felst að Steingrími finnst að hlutverk stjórnarandstöðu sé ekki flóknara en að geta bara verið á móti. Með öðrum orðum, hún eigi að vera reaktíf; stjórnast af því sem ríkisstjórnin gerir en ekki próaktíf; sýna fólki fram á hvernig hún myndi gera hlutina.

Þetta er viðhorfsvandamál. Ef það væri rétt að ríkisstjórnin hefði lagt fram svona fá mál, ætti stjórnarandstaðan að hafa þeim mun betra tækifæri til að sýna af hverju hún ætti að ráða en ekki þeir sem gera það núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar var Steingrímur,staddur þegar ,,eftirlaunafrumvarpið var samþykkt´´jú hann var í nokkurra daga fjallgöngu og lét ekki ná í sig,hrappurinn sá.Hann á eftir að svara fyrir þettað,það sem hann sagði hjá Silfri Egils í dag var ekki að marka hjá honum.Sammála Viðari hér að ofan þettað með Samfylkinguna=litla Framsókn.

Númi (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 22:59

2 Smámynd: Ísleifur Egill Hjaltason

Hmm, ég veit ekki betur en að við höfum komið með margar tillögur í vetur hvernig mætti betur fara með hluti á þingi. T.d. höfum við skilað inn ályktun um hvernig eigi að bregðast við dómi mannréttindarnefndar SÞ. Ríkisstjórnin hefur hinsvegar haldið sig örugglega inni í fílabeinsturninum og neitað að gefa neitt um þennan dóm nema þá að hafna honum eins og örgustu þrjóskupúkar sem hlýða ekki alþjóðalögum.

Síðan má nefna efnahagsástandið sem ríkisstjórnin hefur ekki þorað að snerta við. Við töluðum fyrir frumvarpi á Alþingi sem er tíundað í myndbandi með Steingrími á youtube.

Ég átta mig ekki á því hvernig þú finnur út hér að ofan að Steingrímur vilji vera á móti öllu. Þvert á móti höfum við komið með tillögur og rétt fram sáttarhönd en það er erfitt að vekja ríkisstjórn í þyrnirósarsvefni. 

Ég ætla líka að vera ósammál Viðari Helga hér að ofan, ég tel Samfylkinguna vera góðan flokk, sérstaklega í grasrótinni. Gallinn er bara sá að með samstarfsflokki eins og sjálfstæðisflokknum kemur Samfylkingin aldrei sínum sjónarmiðum vel fram.

Ísleifur Egill Hjaltason, 31.5.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband