Ég slapp, engar áhyggjur!

Hæ. Vildi bara láta vita - í kjölfar fjölda fyrirspurna frá vinum og ættingjum - að ég komst undan lögreglunni á hlaupum og faldi mig í mjólkurkælinum í Hagkaup. Jess.

En allavega. Er ennþá í hláturskasti þar sem ég fékk fréttina senda frá strák sem fannst fyndið að benda á að ég hefði greinilega komist undan.

Talandi um skrílslæti. Það verður partý á laugardaginn á 7-9-13 (skemmtistaðurinn á móti Sirkus á Klapparstígnum) fyrir þennan fjölda reiðra borgarbúa sem eru ósáttir við nýjan borgarstjórnarmeirihluta.

Og það eru kosningar til Stúdentaráðs! Það var kosið í dag og verður kosið á morgun og það er eins gott að allir sem vettlingi geta valdið og eru skráðir í HÍ, mæti og kjósi Röskvu sína. Áreiðanlegar heimildir herma að Valhöll fari hamförum í þágu Vöku, svo þetta verður alveg örugglega spennandi. 


mbl.is Skrílslæti í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Humm. Gæti verið að séu sömu eigendur. Þetta er allavega þar sem Spúúútnik var um tíma með búð. Allir mæta þangað á laugardaginn!

Anna Pála Sverrisdóttir, 6.2.2008 kl. 23:48

2 Smámynd: Fræðikona

Eina fólkið sem tengir Valhöll við betri fylkingu HÍ eru þið, undarlegt mjög!

Fræðikona, 7.2.2008 kl. 07:35

3 Smámynd: Fræðikona

Fræðikona, 7.2.2008 kl. 07:48

4 identicon

Sæl Anna.

Þegar ég sá þig fyrst í sjónvarpi komst þú ágætlega frá því og þóttist í sjá frambærilegan stjórnmálamann koma upp.  Það er því svona svipuð tilfinning og þegar Ástþór kom með tómatsósuna forðum að orðstír er eyðilagður á nokkrum mín.   Það er hin hliðin á þessum peningi því dómgreindarskorturinn er algjör.  Að ráðast á fulltrúa sem hafa meirihluta kjósenda á bak við sig og bera við að verið sé að brjóta á þér og öðrum á svipuðu þroskastigi.  Þú áttar þig einhvern tíma á þessu og þá og aðeins þá átt þú að biðja samferðarmenn þína afsökunar.   framferði.

Skúli (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 10:00

5 identicon

Er ég sú eina sem skil ekkert í athugasemd Skúla? Er þetta kannski færeyska?

Hildur (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 13:01

6 identicon

Nei Dharma, það er ekki ástæðan. Lestu innleggið hans aftur og athugaðu hvort þú sjáir eitthvað samhengi í því. Hjálpi þér allir heilagir ef þú gerir það ekki.

Hildur (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 14:53

7 identicon

Þessi stúdentapólitík er ömurlegur djókur.

Hildur (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 15:14

8 identicon

Slappiði af! Hún var að djóka! Hvar er húmorinn?

Kristín (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 17:09

9 identicon

Hvaða hvaða pirringur er þetta þú nafnlausi Þarma. Valhallar-Vökustaurar hafa alltaf fengi inni með hringingar og aðstöðu í Bolholti 1. Ég vann þar.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 17:13

10 identicon

Án þess að ætla nú að eyða mikið meiri tíma í þetta þá hefði mér þótt eðlilegra að þú svaraðir ummælum mínum Anna frekar en að láta krakkana sem voru með þér á pöllunum gera það?  Ábyrgð þeirra er ekki söm og þín.

Skúli (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 18:38

11 identicon

Áfram er hægt að spyrja. Hvað viltu næst? Húmor hjá hægrimanni? Yfirvegun hjá Sjálfstæðismanni?

Þetta er ekki svaravert.

Hildur (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 09:51

12 identicon

Það er gott Þarma að þekka söguna. Tónabær stendur ekki við Bolholt 1. Þú ert kannski ekki mikill staðreyndamaður Þarma en kíktu á þetta http://www.sus.is/item/70/catid/8  Annars er ekki slæmt að stjórna bingói og oft gert í góðgerðarskyni. Þú ættir að prufa það Þarma.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 11:53

13 Smámynd: Eva Kamilla Einarsdóttir

Hahahaha....þetta eru snilldarathugasemdir!!!

Eva Kamilla Einarsdóttir, 8.2.2008 kl. 12:17

14 identicon

Bingó í Tónabæ? Hahaha, ég sá þetta ekki. Hann er væntanlega að vísa í Bingó í Vinabæ, sem stendur við Skipholt.

Hann/hún Dharma klikkar ekki.

Hildur (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 13:16

15 Smámynd:

Þú varst frábær á pöllunum . Ættli það sé nú ekki Vilhjálmur og jafnvel Ólafur sem eiga að biðja íslendinga afsökunar en ekki þú.

, 9.2.2008 kl. 15:13

16 identicon

Úff... jæja..

Samfylkingin missti algjörlega mitt álit þegar það ákvað að taka þá afstöðu að setja inn stuðningsyfirlýsingu fyrir Röskvu.

Alveg hreint til skammar fyrir næststærsta stjórnmálaflokk landsins. Segja svo að valhallarmenn hafi verið í kringum Vöku. Anna Pála, steig ekki fæti inn í kosningamiðstöð Vöku og því vita það flestir að þetta er uppspuni hjá henni.

En já sorglegt að Samfylkingin hafi ákveðið að setja þessa yfirlýsingu inn á samfylkingin.is, og tekið hana síðan út með skottið á milli lappanna. Er hægt að treysta svona flokki, og þá spyr ég er Röskva ungliðahreyfing samfylkingarinnar, nei ég bara spyr

Berglind (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband