Takk Reykvíkingar

Takk Reykvíkingar fyrir að vera frábærir í dag! Fyrir að mæta í ráðhúsið, klappa og stappa og láta vita að það sem gerðist í ráðhúsinu í dag var skandall. Fólkið á pöllunum sýndi í verki það sem 75% Reykvíkinga eru reiðir yfir. Atburðirnir í ráðhúsinu í dag, sem skipta máli, eru nefnilega auðvitað ekki það sem gerðist á pöllunum heldur það sem var að gerast niðri í fundarsalnum. Ég var ánægð með mótmælin. Þetta gekk allt vel fyrir sig og á endanum gengum við fylktu liði saman út úr húsinu.

Ungliðahreyfingar Tjarnarkvartettsins áttu góða samvinnu um að boða okkar fólk á svæðið, en vænst þótti mér um að meðal þeirra mörg hundruð manna sem lögðu leið sína að ráðhúsinu, var alls konar fólk; gamalt og ungt; fólk sem lætur ekki bjóða sér ruglið  sem átti sér stað í dag. 

Mörg hundruð manns komu í ráðhúsið; það flæddi fólk frá anddyrinu inn og upp alla stigana og inná ráðhúspallana á þriðju hæð og allt um kring. Krafan var skýr: "Hættið við myndun nýs, óstarfhæfs meirihluta!"

Því miður fór það ekki þannig. Við völdum er tekinn meirihluti sem var myndaður á kolröngum forsendum, meira að segja á milli aðilanna sem mynda hann. Og spurningin er: Eru Sjálfstæðismenn stoltir af sínu fólki í borginni í dag? Ég held að fæstir þeirra geti svarað því játandi, eins og fylgishrunið hjá þeim sýnir. Fremst á málefnaskránni er að flugvöllurinn fari hvergi úr miðbænum - það segir Ólafur á meðan Vilhjálmur þvertekur fyrir að það sé rétt. 

Jæja, takk aftur fyrir í dag öll. Þetta er orðinn langur dagur.

--- 

Svo er ég ánægð með þennan hérna, bloggandi maður útí bæ: "Jú, ég skrapp niður í ráðhús í hádeginu,  þetta var glæsilegur ungur hópur af fólki sem vogaði sér að mótmæla spillingu og gjaldþroti Sjálfstæðismanna í Reykjavík.  Ég fór nú ekki inn í salinn, komst ekki, en ég var ánægður með unga fólkið.  Einu sinni var ég ungur, núna er ég sextíu..."


mbl.is Hávær mótmæli í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elís Pétur Elísson

Merkileg hringavitleisa sem er ad gerast a tessu landi. Alveg hreynt otrulegt ad tessum nyja meirihlura skuli detta tetta i hug tar sem eru adeins nokkrir manudir sidan tessi meirihluti fell og ta er bara um ad gera ad leita ad eitthverjum undanvillingi og bjoda honum goda stodu til ad ganga i lidid, allger skandall.

Eg aetla ad vona ad sjalfstadisflokkurinn verdi aminntur hvernig hann er ad haga ser i naestu kostningum.

 Og Thrymur tetta er jafn marktaek skodanakonnun og taer eru vanalera og veikleikamerki ad reyna ad rengja taer ef tar henta ekki i tad og tad skiptid.

Eg helld ad tad se oumdeilanlegt ad tessi meirihluti sem myndadur var i dag hefur ekki filgi borgarbua og ekki einusinni nagjanlegt filgi innan sinna eigin flokka.

Elís Pétur Elísson, 24.1.2008 kl. 23:00

2 identicon

Tvær spurningar. 

  1. Er reglan sú að það er svíðirðileg valdníðsla í annað hvert skipti sem einn fýlupúki hverfur frá meirihlutanum?
  2. Ef það þegar minnihluti (borgarfulltrúi með nokkur þúsund atkvæði á bak við sig) flýr vegna málefnaágreinings(REI/Málefnasamningur/Laugavegur) frá starfandi minnihluta telst vera svíðvirðileg valdníðsla hvernig stendur þá á því að Svandís og Dagur tóku Birni Inga fagnandi?

Bíð spenntur svara. 

Kalli (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 23:03

3 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

Takk fyrir mjög svo eftirminnilegan dag. Heyrði í aldraðri frænku minni sem taldi sig hafa séð mig bregða fyrir í imbanum. Ég gerðist þó ekki það frægur að komast á pallana. Hún var afar sátt með mótmælin. Gaf nýja meirihlutanum þrjár vikur. Í framhaldinu verður stjórnarkreppa að hennar sögn.

p.s. Þyrmur Sveinsson bendir hér á einkar upplýsandi staðreynd: Skoðanakannanir og kosningar eru ekki það sama!

Magnús Már Guðmundsson, 24.1.2008 kl. 23:40

4 identicon

Þetta var ekkert öðruvísi en þegar tjarnarkvartettinn var myndaður. Menn eru í þvílíkri þversögn við sjálfan sig að hálfa væri nóg.

 Annars er ég ekki hrifinn af þessu valdabrölti, óþarfi samt að tala um 75% á móti, þarsem þetta var fréttablaðið sem tók könnunina og það hagræðir sannleikanum sér í vil,til að skapa múgæsing og fréttir fyrir sjálft sig.

 Og svo þessi sýning þarna á pöllunum hjá ungliðahreyfingu vinstri grænna. Þetta va bara mesta bíó sem ég hef á ævi minni litið. Þessir ungliðar ættu að skamma sín. Mér fannst ótrúlegt að pallarnir hafi ekki verið rýmdir fyrr.

Jaki (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 00:08

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

„Hver, sem hindrar það, að löglegur mannfundur sé haldinn, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári, eða fangelsi allt að 2 árum, ef miklar sakir eru, einkum ef ofríki eða ógnun í framferði hefur verið viðhaft. Raski nokkur fundarfriði á lögboðnum samkomum um opinber málefni með háreysti eða uppivöðslu, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum.“

Þannig hljóðar 1. og 2. málsgrein 122. greinar almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Það er nokkuð ljóst að skrílslæti ungra vinstrimanna í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær fimmtudag voru í það minnsta brot gegn annarri málsgreininni og hugsanlega þeirri fyrstu líka.

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.1.2008 kl. 00:22

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Síðast þegar ég vissi var Anna Pála að læra lög...

Hjörtur J. Guðmundsson, 25.1.2008 kl. 00:22

7 identicon

Ég sá stutt viðtal í Kastljósi við eldri konu sem sagði eitthvað á þá leið að vegna þess að hún hafi ekki hrópa og öskrað hafi einhverjir úr ungliðahópnum kallað hana fasista, eða spurt hvort hún væri það. Konunni var auðsjáanlega illa brugðið. Vilja ekki þeir ungliðar sem áttu orðaskipti við konuna gefa sig fram og biðja hana afsökunar opinberlega? Það er ólíðandi að unglingar hegði sér einsog skepnur við eldra fólk og sérstaklega er það nöturlegt þegar um er að ræða hóp ungmenna sem kenna sig við ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna. Þessi kona veit greinilega meira um merkingu orðsins "fasisti" heldur þeir unglingar sem svo kæruleyislega kasta því fram sem hverju öðru fúkyrði. Þessi kona var e.t.v. barn eða unglingur sjálf þegar hryllingur fasismans var að eiga sér stað í Evrópu. Ungliðar bæta hvorki lýðræðið né siðferði stjórnmálanna með svona framkomu. Þeir sem báru ábyrgð á þessari framkomu skyldu gefa sig fram opinberlega og biðja þessa konu afsökunar. Annars skyldu þeir hinir sömu snúa sér að öðru en stjórnmálum.

friðrik erlings (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 08:57

8 identicon

Þvílíkur dónaskapur sem átti sér stað þarna!

Soffía (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 08:59

9 identicon

Auðvitað er rétturinn til mótmæla er einn af hornsteinum lýðræðisins. En þetta voru bara skrílslæti af verstu sort, og urðu þau minni eftir sem mótmæltu, en þau sem mótmælt var. Skammist ykkar, og þú sérstaklega. 

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 09:41

10 identicon

Þið tókuð upp mótmælamerki 68 kynslóðarinnar. Ekki slæmt það. Kveðja frá Akureyri þar sem veður og stjórnmál eru á lygnum slóðum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 10:29

11 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Af hverju spyr enginn um raunverulegar ástæður þess, hvers vegna Sjálfstæðismenn haga sér einsog siðlausir gangsterar með fullu samþykki og blessun Geirs Haarde? Og hvar er Ingibjörg Sólrún Bjarnason?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 25.1.2008 kl. 10:35

12 identicon

Skrílslæti er eina orðið yfir þessa "pallaskemmtun" ungbarnahreyfinganna sem að þessu stóðu og bæði Degi og Svandísi til minnkunnar að hafa ekki reynt að biðja fólk um að hætta þessu þegar þau tvö stóðu í ræðustól. Ótrúlegt hvað mörgum finnst sem lýðræðið eigi bara að virka á þeirra eigin forsendum.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 11:33

13 Smámynd: Elvar Atli Konráðsson

Ég held að að flestum sé sama þó einhverjir krakkar séu að hafa sig að kjánum í sjónvarpinu, finnst það ekkert til að stæla sig af og öllum sem tóku þátt í því til skammar.

Elvar Atli Konráðsson, 25.1.2008 kl. 16:55

14 identicon

Líklega eru commentin ekki fleiri á þessari síðu ykkar málsstað í hag þar sem fæstir kunna að reikna ruslpóstvörnina, hafa jafnvel ekki hugmynd um hvað orðið "summa" þýðir. Jæja, varðandi könnunina, þá var hún ansi vel tímasett fyrir ykkar hóp enda menn þreyttari á hringlandahættinum heldur en flokkunum sjálfum.  Þetta endurspeglast kannski helst í 60% stuðningi við veru flugvallarins í Vatnsmýrinni, nokkru sem fyrrverandi meirihlutinn ætlaði ekki að styðja.  Hvað varðar þessar undirskriftir þá held ég að fleiri hafi skrifað undir minningarsíður og meðmæli gegn lausasölu bjórs og léttvíns á skemmri tíma en ég vil einnig benda á að það var enginn meðmælalisti með þessum breytingum í gangi á sama tíma.  Gaman hefði verið að sjá niðurstöður hans.  Réttilega var svo greint frá því að þeir sem sátu pallana með látum voru svo meðlimir ungliðahreyfinganna og fátt sem kemur á óvart að þar skuli tapsárni vera kveikjan að óeirðunum.  Þeir sem sátu þarna undir "merkjum" nýja meirihlutans voru svo kurteis að haga sér og líklega til marks um þroskamuninn á hópunum tveimur. Kæmi mér ekki á óvart að innan við helmingur þeirra sem mótmælti hafi einu sinni haft kosningarétt.

Funi (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 17:21

15 identicon

Sorglegt að sjá hvernig þessi mótmæli snerust upp í skrílslæti og dónaskap.

Tek undir með G.L.F. Missti því miður mikið álit á þér eftir þetta og viðtalið við þig. Ef þetta er það sem koma skal í hvert skipti sem fólk er óánægt þá segi ég Guð forði okkur frá því að hrapa niður á slíkt plan.

Einar Örn Einarsson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 18:39

16 identicon

Mér varð flökurt að sjá þessa vitleysinga uppá pöllum. Ættu að skammast sín og þú sérstaklega. Spurning um að eyða tíma sínum í eitthvað annað en skítkast, þvílíkt uppeldi sem þú hefur fengið.

Stefán Bjarna (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 18:43

17 identicon

Sá þig í sjónvarpinu og get ekki annað sagt að ú hafir skemmt þér mjög vel. Enda hasar eitthvað fyrir þig. Þú ljómaðir öll eins og eitthvað stórkostlegt hafi skeð. Gaman Gaman. Sá svipað í Kaupmannahöfn um daginn þegar unglingarnir voru að mótmæla einhverju ungdómshúsi. Gaman Gaman. Læti og ærstl og við komumt öll í sjónvarpið. Sé nýja Birnu Þórðar í þér og hlakka til að sjá þig draga með henni leðurhommana í næstu Gay-stoltsgöngu.

gaflarinn (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 18:55

18 identicon

Það var ekkert skrítið að síðast meirihluti hafi sprungið. Hann var byggður kolröngum forsemdum hann var byggður á spillingu og valdagræðgi nokkurra manneskja, ekki málefnum og hugsjónum, en það er það sem pólitík á að ganga út á. Þið eruð á móti málefnum og hugsjónum og styðjið spillingu og popúlisma vinstriflokkanna, hugsjónir ykkar snúast út á níðast á fólki, þið sýnduð borgarfulltrúum(vinstri og hægri) og örðum þarna mikla óvirðingu. Þú og þessi hópur sem æptuð úr ykkur lungun voruð þjóðfélagi okkar til skammar. Þið voruð að eyðileggja málefnalegan málstað ykkur með þessu.
 

Bjöggi (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 19:31

19 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Ég held að fólk ætti að staldra aðeins við, setja sig í spor Ólafs og spyrja sig þeirrar spurningar hvort það hefði bein í nefinu til þess að standa undir sömu svívirðingum og hann. Hann hefur sýnt það og sannað nú þegar eftir gærdaginn að hann er sterkur. Hann ætlar sér góða hluti. Í Guðs bænum gefið manninum tækifæri og vinnufrið. Látið af þessum nornaveiðum! Dæmið hann svo eftir verkum hans í mars 2009.

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 25.1.2008 kl. 19:50

20 Smámynd: Benna

Er hjartanlega sammála þér, hrósaði einmitt fólkinu á blogginu mínu, tími til kominn að fólk láti í sér heyra og hætti að láta allt yfir sig ganga....og að vísa í einhver lög að þetta sé bannað með lögum er fáránlegt við búum við lýðræði og okkur er frjálst að mótmæla og láta í okkkur heyra þegar við erum ósátt og það eru 75% borgarbúa ósáttir .....eina fólkið með viti...þeir sem eru fylgjandi eru sjálfsagt sjallabörn og foreldrar sorglegt að sjá hvað það er orðið fámennur hópur.

Benna, 25.1.2008 kl. 21:14

21 Smámynd: halkatla

það er óhugnanlegt að sjá suma fasistana vaða hér uppi á blogginu þínu Anna Pála, svo virðist sem tilgangurinn hjá þeim sé að letja fólk frá því að mótmæla þegar spilling er viðhöfð og harkalega fram gengið í að sölsa undir sig völd. Það að það gerist á svona áberandi siðlausan hátt er vitaskuld dropinn sem fyllir mælinn hjá flestum, en því miður alls ekki öllum. Ég þakka virkilega fyrir að 75% borgarbúa (sennilega landsins líka) eru ekki á því að kyngja þessu þegjandi og hljóðalaust. Núverandi ástand er ekkert annað en skrílræði og ef þetta opnar ekki augu einhvers fólks þá veit ég ekki hvaða von er til staðar fyrir lýðræðið á Íslandi.

halkatla, 25.1.2008 kl. 22:06

22 identicon

Skil ekki hvernig þú dirfist að ákalla REYKVÍKINGA í heild sinni fyrir þennan skrípaleik sem átti sér stað í gær.  Að nokkrir tugir illa uppallinna unglinga hafi mætt og öskrað sig hása af einvherjum óskiljanlegum upphrópunum í garð hins nýja meirihluta.  Er það hið nýja lýðræði?  Já, þið genguð fylgtu liði út úr ráðhúsinu, NEI ykkur var hent út úr ráðhúsinu, vegna þess að þessi skríll gat ekki hegðað sér eins og fullorðnar manneskjur.  Hvað áttu eiginlega við með því að mörg hundruð manns hafi verið í ráðhúsinu?  Þetta voru nokkrir tugir manns sem létu ófriðlega og gerðu sig að fífli, maður fékk svona kjánahroll að horfa á þessa uppákomu í sjónvarpinu.  Held það þurfi ekki stærðfræðing til að átta sig á því að það eru 15 LÝÐRÆÐISLEGA kjörnir fulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur og það þarf 8 til að mynda meirihluta.  Einhverjar skoðanakannanir á vefnum þar sem allir geta kosið gefa enga mynd af raunveruleikanum.  Ég var ekki sáttur þegar fyrri meirihluti sprakk, en sætti mig við það því að svona er nú lýðræðið.  MEIRIHLUTINN RÆÐUR.

Lúðvík Þráinsson (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 23:15

23 Smámynd: Páll Einarsson

Ég set bara báða þumla upp fyrir ungu og kraftmyklu fólki !

Við eigum að láta í okkur heyrast enda virðist íslenska þjóðarsálin vera kúguð og of sjálfsmeðvituð til þess að standa í lappirnar og garga öðru hvoru !

Lyfi byltingin !

Páll Einarsson, 26.1.2008 kl. 00:00

24 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það ljóta við þessi "mótmæli" var að þau beindust að því að brjóta einn mann niður, Ólaf F.Magnússon. Þið vissuð það kannski ekki sjálf en þau sem "gáfu veiðileyfið" vissu það. Er það stórmannlegt?.

Gömul kona sem vildi ekki öskra og æpa í Ráðhúsinu sagði í Kastljósinu í gær að þið hafið kallað hana "fasista" fyrir vilið. Er það stórmannlegt?

Sennilega eruð þið heppin að það var siðmenntaður meirihluti að taka við sem gerði ekki mál úr uppákomunni. Lesið lögin áður en þið "fórnnið ykkur" næst fyrir "foringjana"...

Vilborg Traustadóttir, 26.1.2008 kl. 00:27

25 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

....fyrir vikið....

Vilborg Traustadóttir, 26.1.2008 kl. 00:29

26 Smámynd: Theódór Norðkvist

Lætin í nokkrum óróaseggjum eyðilögðu annars ágætis mótmæli og vörpuðu rýrð á góðan og réttlátan málstað, þ.e.a.s. að mótmæla valdaráni sem einkenndist af svikum, lygum og baktjaldamakki.

Það hefði verið betra ef þetta unga hugsjónafólk hefði skipulagt hópinn betur og brýnt það við mótmælendur að fara ekki það langt að þeir gæfu valdaræningjunum tilefni til að beita valdi og koma í veg fyrir að borgarstóri og hans lið þyrftu að skipta ránfsfengnum í dagsljósinu.

Sennilega skrifast það að miklu leyti á æsku og reynsluleysi ungliðahreyfinganna. En unga fólkið á heiður skilið fyrir að sýna að þeim stendur ekki á sama um samfélagið sem þau munu síðar meir bera uppi.

Theódór Norðkvist, 26.1.2008 kl. 00:43

27 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég var svo ánægð þegar ég heyrði í vinnunni frá mótmælunum.  Þá óskaði ég að ég vildi ég hefði vitað af þessu, þá væri ég þarna.  Var svo ánægð að einhver segði eitthvað, að einhver kæmi fram og segði að yfirgangur og dónaskapur líðst ekki.

Svo heyrði ég svo slæmar sögur, hvernig mótmælin hefðu farið fram.  Persónulegar árásir á fólk sem bara sat þarna, úthrópanir og köll sem komu að engu gagni og meir að segja ofbeldi af einhverju tagi.  Þá varð ég bara leið.  Alltaf þurfa fáir að skemma góða hluti.  Það er ekki hægt að réttlæta hegðun af því einhver annar hegða sér sí eða svona.  Ég vona að þessar sögur séu flestar rangar, en því miður lítur ekki út fyrir það. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 26.1.2008 kl. 01:26

28 identicon

Ja, ég er nú bara nokkuð stoltur af þessari landhreinsun, þó Villi Þ. sé oft fullmikill Samfylkingargaur eða Vinstri grænn á köflum (eða alltaf).

Núna er búið að bjarga götumynd Laugarvegar, Flugvellinum og búið að lækka skatta.

Svo er líka búið að snúa á holdgerfi spillingar á Íslandi, borgarfulltrúa Framsóknar.

Annars finnst mér fáránlegt að talað sé um að lýðræðinu sé nauðgað með þessum breytingum.

Ef menn telji fulltrúalýðræði lýðræðislegt á annað borð, þá er ekkert ólýðræðislegt við þetta, og hlýtur að teljast fullsæmandi miðað við aðfarir holdgerfis spillingar á Íslandi síðastliðið haust.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stjórnmálamenn gera eitthvað sem gengur gegn vilja almennings skv skoðannakönnunum.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 04:28

29 identicon

Það er allgjör óþarfi að vera með persónuárásir á Önnu Pálu hérna og hvað þá fjölskyldu hennar, samanber til dæmis uppeldisskot Stefáns Bjarna og fleiri. Þó hún hafi skipulagt þessi mótmæli ásamt öðrum þá getur hún ekki stjórnað hvað aðrir segja og gera.

Ester (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 11:40

30 identicon

Er stolt af öllum þeim sem lögðu leið sína í mótmælin...

Sjálfstæðiflokkurinn heldur að þeir geti gert allt sem þeim sýnist, því þeir hafa traðkað á þjóðinni svo lengi.

En fólk er bara búið að fá nóg af flokknum og lætur ekki yfirgang þeirra stjórna sér lengur.

Til hamingju Reykvíkingar með mótmælin í dag...

P.S

Í sambandi við að taka ekki mark á skoðunarkönnun Fréttablaðsins er hlægileg. Sjálfstæðismenn taka ótrúlega mikið mark á henni þegar könnunin er í þeirra hag. Þá er ekki mikið grenjað yfir því að hún sé ekki marktæk....

Þessir blessuðu sjálfstæðismenn

Berglind (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 12:46

31 identicon

Áfram Anna Pála

Inga (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 12:49

32 Smámynd: halkatla

það eru allskyns slúðurssögur í gangi um það sem gerðist á mótmælunum, allir vinstri menn eru hengdir vegna eins eða tveggja krakkafífla sem tengjast þeim ekki neitt svo sannað sé. Hver er t.d þessi gamla kona sem kölluð var fasisti t.d? Er hún flokksbundin og þá hvar? Ekki gat ég séð að fólkið sem mætt var á mótmælin væri eins blóðþyrst og fáránlegt einsog sífellt er tönnlast á, þetta var venjulegt fólk úr öllum flokkum og líklega öllum skólum. Hvað með það? Þetta fólk er miklu siðaðra en fólkið sem er að taka við borginni undir Villa.... 

halkatla, 26.1.2008 kl. 15:38

33 identicon

Takk, Anna

"Þú ert ekki fokking borgarstjóri"

Nú hafa Heimdellingar nóg af myndefni til að sýna þroska og ást vinstrimanna á málefnalegri umræði í kosningunum 2010. 

Gunnar Dofri Ólafsson (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 16:00

34 identicon

Ótrúlegt hvað fólk reynir alltaf af gera lítið úr þeim sem þora að standa upp og láta í sér heyra. Mörg hundruð manns mættu í Ráðhúsið. Einn maður kallar "Þú ert ekki fokking borgarstjóri" og eldri kona segist hafa verið kölluð fasisti. Sé það rétt þá er það vissulega dapurt en eigum við að hengja alla þá sem mættu í ráðhúsið og stimpla þá óþroskaða unglinga af því að örfáar hræður gengu yfir strikið?

Sjálfur komst ég ekki nálægt pöllunum því ég mætti seint og allt var fullt af fólki. Fólk á öllum aldri, af báðum kynjum og öllum stærðum og gerðum. Unga fólkið í meirihluta þó. Það er eins og fólk ætli að gera lítið úr mótmælunum með því að reyna að halda því fram að þeir sem létu í sér heyra séu einfaldlega "óþroskaðir" unglingar. Það eru ótrúlega slök rök og ég spyr mig jafnframt síðan hvenær atkvæði og skoðanir unga fólksins vegi minna en þeirra eldri.

Vonandi halda Reykvíkingar áfram að láta í sér heyra.

Margeir (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 21:25

35 identicon

Mér finnst fróðlegt að vita hvernig laganeminn Anna Pála túlkar framkvæmd lýðræðis í landi. Er það lýðræði að hrópa niður ákvarðanir meirihluta lýðræðiskjörinnar borgarstjórnar? Er það lýðræðislegt að væna lýðræðislega kjörna borgarfulltrúa að vera ekki heilir á geði og réttlæta aðför að þeim undir því yfirskyni? Minnir á gamla Gúlagið! Hvernig dettur Önnu Pálu, laganema í mastersnámi, síðan í hug að auglýsa lögbrot sem hún hefur framið og varðar töluverðri refsingu, eftir því sem mér skilst? Er hægt að treysta Önnu Pálu, sem kannski stefnir á að verða dómari, að dæma í annarra manna sök með þetta viðhorf til lögbrota?

Marta Guðrún Blöndal (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 21:34

36 identicon

Til hamingju með mótmælin Anna Pála. Mig langaði all svakalega að koma suður og vera með.... og ekki til að koma fram í sjónvarpi heldur til að fá að segja mína skoðun á þessum blekkingarvef og hreinu broti á íbúum Reykjavíkur. Það að íhaldsmenn segi að þetta sé ekkert öðruvísi en þegar "tjarnarkvartettinn" tók við borginni í október er það vitlausasta sem ég hef heyrt! Vilhjálmur var búinn kominn í strand og hans eigið fólk ekki parhrifið. Get ekki láð Birni Inga að vilja ekki vera í þeim félagsskap lengur. Núna er hins vegar ekki um neinn MÁLEFNAÁGREINING að ræða. Hélt að það væru hugsjónir og málefni sem pólitík snerist mikið um, en ekki að kaupa og selja borgarstjórastólinn... stólinn sem sjálfstæðið ræður bara ekki við.

Góðar kveðjur suður, Herdís

Herdís Björk (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 21:34

37 identicon

HAHAHAHAHA! Lýðræðislega kjörnum HVAÐ??? Er nýja valdaránsklíkan nú allt í einu orðin lýðræðislega kjörin?? Ja ég er nokkuð viss um að það yrði aldrei ef kosið yrði núna. Vilhjálmur hrökklaðist frá völdum, var kannski lýðræðislega kjörinn áður en hann reyndi að ræna borgarbúa, held að kjósendum hans hafi reyndar fækkað aðeins síðan þá, en það er kannski misskilningur í mér. En auðvitað má ekki minnast á slíkt, né að láta í sér heyra þegar manni er stórlega misboðið. Þegar fólk var beðið að hætta frammíköllum þá hætti það.

Fólk sem stendur fyrir valdaráni og misnotkun á almannafé eins og þessi félagsskapur gerði verður að vera tilbúið til að taka gagnrýni rétt eins og allir aðrir.

Eða er íhaldið yfir gagnrýni hafið??

Herdís (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 21:43

38 identicon

Herdís, Biddu Önnu Pálu að lesa fyrir þig kosningalögin og útskýra fyrir þér hvernig lýðræði virkar á Íslandi. Borgarstjórnin sem nú situr var lýðræðislega kjörin, það var hins vegar ekki skríllinn sem lét öllum illum látum á pöllunum í ráðhúsinu, enda endurspeglar hann bara viðhorf þeirra sem boðuðu til mótmælanna en ekki allra Reykvíkinga eins og Anna Pála virðist halda miðað við hvernig hún talar á blogginu sínu.

Marta Guðrún Blöndal (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 22:13

39 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Anna þessi gamla kona sagði þetta sjálf í viðtali í fréttunum.  mér finnst mjög ótrúlegt að hún sé að ljúga. En segi það aftur eitthvað varð og verður að segja.  Mér finnst bara leiðinlegt að sjá alla umræðuna snúast um þetta í stað þess sem skiptir máli.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 27.1.2008 kl. 11:57

40 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég get ekki annað en verið stolltur af þessu, loksins lét fólk í sér heyra. Hvað ætli þeir sem blaðra bara útí horni gera ef fólk færi að mótmæla eins og t.d. frakkar ? svo skrifaði Tigercopper  á einu blogginu meðal annar þetta:

Þessi svokölluðu skrílslæti í Ráðhúsi Reykjavíkur þegar borgarstjóraskiptin áttu sér stað, eru í mínum augum einu mögulegu mótmælin sem hægt er að nota til að tekið sé eftir því að einhver sé að mótmæla í raun og veru. Þá er ég kannski með það í huga að með því að láta almennilega í sér heyra dugar og það er sannarlega tekið eftir því. Aftur á móti eru t.d. undirskriftalistar að því er virðist ekki til eins eða neins, eins og t.d. sá sem innihélt hvað - 6000 undirskriftir - hvar er hann. Honum var ekki einu sinni sýnd sú virðing að einhver úr hópi þeirra sem var verið að mótmæla tæki á móti honum. Það voru allir svo uppteknir í valdagræðgi sinni og stólastuldi að engin hafði minnsta áhuga á að taka við þeim sem voru að reyna að mótmæla í ró og friðsemd, einmitt þeirri ró - "þvísemengintekureftir" - sem valdabröltararnir einmitt væla hæst um að sé "rétta" leiðin til að mótmæla. 

Þetta segir allt sem segja þar um þessi mótmæli, punktur og basta !

Sævar Einarsson, 27.1.2008 kl. 12:55

41 Smámynd: Fannar frá Rifi

Þetta er mjög einfalt. Það er kosið á fjögura ára fresti. fulltrúarnir hafa þessi fjögur ár til þess að vinna saman. Ef þeir geta ekki unnið saman eða unnið með öðrum þá eiga þeir að hætta og hleypa að næstu mönnum og konum á listanum. Ekki fara fílu og krefjast þess að lögum og stjórnarskrá sé breytt til þess að uppfylla duttlungar þeirra.

Ef Dagur og Svandís telja að það eiga að boða til kosninga þá eru þau greinilega ekki hæf eða geta allavega ekki unnið með öðrum og þá eiga þau að segja af sér og leyfa næstu einstaklingum að reyna að vinna að málefnum borgarinnar.

Lýðræði, Lög og Stjórnarskrá. Eru lög og stjórnarskrá alveg ómartæk og ómerkileg og eiga ekki við þegar vinstri menn eru fúlir? 

Til þess að það sé lýðræða þá þarf lög til að halda því. Að reyna að beita ofbeldi í hvernig mynd sem er, er ekki lýðræði. Þetta hefur þó vafist fyrir mörgum vinstri mönnum sem telja Stalín og Maó hafa veirð útverði mannréttinda og lýðræðis.

Ef það er vísað til Frakklands þá er hérna svar: Frakkar mótmæla því að þeim er kennt að með ofbeldi er hægt að fá sínu framgengt. Menn mótmæla og beita ofbeldi og valdi og fá sínu fram og aðrir gefa eftir. Bendi á að franska byltinginn endaði með blóði og síðar einveldi í áratugi. árangur? 

Fannar frá Rifi, 27.1.2008 kl. 14:42

42 Smámynd: Jason

hahaha ert þú þessi geðveika sem var í beinni útsendingu um daginn frá ráðhúsinu - get a grip on yourself

Jason, 27.1.2008 kl. 16:13

43 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Anna Pála Sverrisdóttir, 27.1.2008 kl. 16:41

44 identicon

Hvernig var það... voru einhverjir Reykvíkingar sem skrifuðu undir þessa mótmælalista?  Frétti af þeim í Garðabæ og Hafnarfirði.  Væri ekki réttara að svona listar væru a.m.k. undirritaðir í því bæjarfélagi sem umræðan snerist um?

 Það er nú naumast lýðræðið Anna! Og þú næstum lögfræðiútskrifuð!

Funi (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 23:49

45 identicon

Þetta var þér til skammar og síður en svo eitthvað til að hreykja sér af.  Einhvern daginn muntu sjá það sjálf.  Vonandi.

Lilja (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 02:32

46 identicon

Sjá þessi heimskulegu komment íhaldsdurganna sem þola ekki mótmæli af því að þeir vilja skilyrðislausa þrælslund almennings!

Hildur (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 09:56

47 identicon

Þetta er nú meira ruglið og varla svaravert. Hverjir eru það helst sem orga undan mótmælum? Nú auðvitað íhaldsmenn. Þú ert blindur ef þú sérð það ekki sjálfur.

Hildur (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 14:12

48 identicon

Hverjir eru það sem byðja um auknar lagasetningar og hertari reglur. Jú það eru vinstri menn. Vinstri menn vilja að ríkið hugsi fyrir fólkið, fólk má ekki hafa sjáflstæðar skoðanir eða vera öðruvísi og fara sínar eigin leiðir. Allt þarf að fara eftir fyrirfram ákveðinni braut sem ríkið býr til.

Svo held ég að flestum hægrimönnum sé sama um mótmælin sem slík.  Hægri menn hvetja liðsmenn sína til að mótmæla þegar þeir eru ekki sammála eitthverju, við gerðum það í sumar, þá vorum við að berjast fyrir frelsi einstaklingsins og persónuvernd, en vinstrimenn eru á móti svoleiðis og hafa reynt að skíta mótmælin okkar út, sem voru mjög friðsamleg og táknræn og fengu mikla umræðu sem er enn í gangi í dag. 

Reyndar er það fyndið að vinstri menn þykjast vera rétthafar hluta eins og að mótmæla, tala um lýðræði eða félagsmál. Það er búið að búa til eitthverja skrítna mynd af hægrimönnum í hausnum á ykkur. Svona skrítna mynd eins og við myndum sjá allt vinstri fólkið í lopapeysum, með skítugt hár, í skrítnum fötum að reykja hass. Reyndar var stór hluti ykkar þannig niðri í ráðhúsi fyrir helgi.  

Hægri menn hafa oft mótmælt og mjög oft með góðum árangri þar sem málefnaleg rök virka betur en skrílslæti. Mótmæli vinstriskrílsins bar mikin vott um vanhugsuð mótmæli þar sem fólk æddi út og öskraði án þess að vita afhverju. Fólk gat ekki sýnt öðrum mótmælendum virðingu og ekki háttvirtum borgarfulltrúm sem þau kölluðu illum nöfnum.

Núna ætla ég að vera jafn málefnalegur og mótmælendurnir í ráðhúsinu; Anna Pála þú ert bara geðveik tussa..... vá þetta var næstum jafn málefnalegt og mótmælin í ráhúsinu. 

Já svo held ég að það sé bara sönnun á því að þessi meirihluti er sterkari en fráfarandi þar sem núverandi meirihluti er búin að gera meia á þessum nokkrum dögum en BDSM gerði á 100 dögum. Svo er líka fyndið að BDSM vilji meina að núvernadi meirhluti standi völtum fótum, á meðan fráfarandi meirihluti er sá veikasti í sögu Íslands, gátu bara starfað saman í 100 daga. BDSM á aldrei eftir að taka að splundra núverandi meirihluta eins og sjáfstæðismönnum tókst að splundra BDSM samstarfinu, þó það taki meira en 100 daga. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 15:30

49 identicon

Góðan daginn! Það er greinilegt að sannleikanum er hver sárreiðastur!

Hildur (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 16:39

50 Smámynd: Jóhann Steinar Guðmundsson

Mér fannst þetta vera skömmustuleg mótmæli. Fékk kjánahroll.

Finnst nú samt að það hefði mátt kynna eitthvað ferskara til teiks en Vilhjálm sem borgarstjóra. Hvað með eitthvað af þessum glæsipíum í XD sem án efa væri mun betri kostur en Villi vinstri.

Ekki skemmir fyrir ykkur vinstrafólki hvað fréttastofurnar eru gríðarlega vinstrisinnaðar.

Má ég spyrja? Hvernig myndi vinstrisinnað fólk (þar á meðal fréttastofurnar) bregðast við ef einhver mundi dirfast að gera svæsið grín af Svandísi Svavars og veikindum hennar ef einhver væru.

Ef Svandís eða bara Dagur B. væru kominn úr nákvæmlega eins veikindafríi og Ólafur F. myndi ENGINN spyrja að því hvort viðkomandi væri hæf/ur til að gegna embætti. Það yrði allt brjálað.

Þið hefðuð betur haldið ykkur heima en að mæta í þessi kjánalegu mótmæli.

Jóhann Steinar Guðmundsson, 28.1.2008 kl. 19:40

51 Smámynd: Höskuldur Sæmundsson

Mér finnst alltaf jafn gaman þegar fólk vill meina að fréttastofurnar séu vinstrisinnaðar.  Er verið að gantast?  Það þarf nú ekki að vera sérstaklega flokksbundinn til að sjá að það á nú varla við rök að styðjast.  Oftast í hina áttina ef eitthvað er.  Eini flokkurinn sem virðist ekki eiga sér málsvara á fréttastofum landsins er kannski Framsóknarflokkurinn...

Staðreynd málsins er sú að fólkið nýtti sér lýðræðið, málfrelsið og svo frv. til þess að láta skoðun sína í ljós.  Ef ekki þegar verið er að skipa nýjan borgarstjóra, hvenær þá? 

Vissulega er ekki til framdráttar að nota fúkyrði í frammíköllum, en sem betur fer var það nú (horfði á í sjónvarpi en var ekki á pöllum NB.) einangrað tilfelli og ekki hægt að kalla þetta "skríl" út frá einum, tveimur einstaklingum.  

Því segi ég:  Bravó!  Akkúratt það sem þurfti.   

Að lokum vildi ég segja að það er alveg merkilegt að engin skuli hafa gert ráð fyrir spurningum um heilsufar manna þegar engin er varamaðurinn.  Dettur fólki virkilega í hug að þeir sem eru að fara að gegna einu valdamesta embætti þjóðarinnar séu hafnir yfir naflaskoðun fjölmiðla?  Eða á hún bara við þegar kemur að Magna og hans fjölskyldulífi?  Maður sem telur sig geta gengt þessu embætti þarf að sjálfsögðu að hafa nægjanlega breytt bak til þess að taka gagnrýni og (ó)maklegum árásum, ´serstaklega í ljósi þess hvernig þetta bar að. 

Öllum þætti sjálfsagt t.d. í Bandaríkjunum að velta sér upp úr heilsufari forsetaframbjóðandanna.  Að gera það ekki væri líklegast óábyrgt.  annað eins er nú gert varðandi ungfrúnna Spears og hennar vanda og Mogginn lepur orðrétt í þýðingum upp.  Er það þá ekki siðlaust líka?  Eða er eitthvað öðruvísi við Bandaríkin?  Maður spyr sig hvar standardinn eigi eiginlega að vera. 

Annars er nú eiginlega engin að velta sér upp úr heilsufari Ólafs F. nema Styrmir á mogganum, smbr. þessa grein hérna: 

http://finnurvilhjalmsson.blogspot.com/2008/01/styrmir-br-til-strmann.html

En mótmælin voru bara ljómandi, hvað sem öðru líður...

Höskuldur Sæmundsson, 29.1.2008 kl. 01:40

52 identicon

Hér láta menn eins og mörg hundruð mans hafi mætt og mótmælt sannleikurinn er nú sá að þetta voru um hundrað mans í ráðhúsinu og hluti af því voru sjálfstæðismenn. Ég var á staðnum og þekki vel til þess hvað margir geta troðið sér í litla sali enda stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík og þar þekkja menn þrengslin betur en aðrir menn.

Annars er gaman að geta þess að þarna voru nemendur úr MH og Kvennó sem skipuðu sér framarlega í flokk skrílslátaflokkanna. Tvær konur á þrítugsaldri veitust að ungri ólétri stúlku því þær töldu hana hafa mætt fyrr til að taka sæti frá þeim og skítkast og ruddaskapur einkenndu  þessi skrílslæti. Anna Pála þú ættir að skammast þín fyrir að standa fyrir svona uppákomum. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 08:56

53 identicon

Mig langaði að auki að kommenta á þetta: Staðreynd málsins er sú að fólkið nýtti sér lýðræðið, málfrelsið og svo frv. til þess að láta skoðun sína í ljós.  Ef ekki þegar verið er að skipa nýjan borgarstjóra, hvenær þá?"

Enginn einstaklingur var að nýta sér lýðræði sitt til að mótmæla enda kemur lýðræði mótmælum ekkert við. Mótmælendur geta heldur ekki falið sig bakvið tjáningarfrelsi því eins og með öll grunndvallarréttindi þ.e. frelsi frá einhverju, þá eru því settar ákveðnar skorður. Þær skorður eru önnur grunndvallarréttindi. Alltaf gaman að sjá alræðishyggjufólk (vinstrimenn) reyna fyrir sér í hugtökum um frelsi.

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 09:01

54 identicon

Þessi skrif Vilhjálms eru óborganleg, það er greinilegt að hann þarf að læra að anda með nefinu.

Hildur (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 09:36

55 Smámynd: Höskuldur Sæmundsson

Það er nú einmitt partur að lýðræðissamfélagi sá réttur sem fólk hefur að andmæla, til að tjá skoðanir sínar.  Blessunarlega búum við ekki í Sovét fortíðar þar sem slíkt var nú víst ekki upp á marga fiska. 

Það að meiga mótmæla einhverju, það ER lýðræði... 

Höskuldur Sæmundsson, 29.1.2008 kl. 09:59

56 identicon

Þeir sem telja fjölmiðlana draga taum vinstrimanna og mótmælenda lesa greinilega aldrei leiðara dagblaðanna...!

Hildur (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 13:09

57 identicon

Vilhjálmur Andri var nú í KF Nörd, Hildur. Ég held hann viti hvað hann syngur.

Pétur (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 16:31

58 identicon

Látið ekki slá ykkur út af laginu þó hægri pressar kastar hnífasettum að ykkur. Skildi brugðið héðan. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 16:54

59 identicon

Þetta er eina vopni sem vinsti menn hafa, það er að styðja vitleysuna í hvort örðu.. "já krakkar, stöndum saman" og svo er það að tala illa og ómálefnalega um hærimenn, kalla þá ljótum nöfnum. Afhverju eiga vinstrimenn alltaf svona erfitt með að styðja mál sitt með rökum ????

Bjöggi (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 14:03

60 identicon

Bjöggi, hjálpi þér allir heilagir ef þú getur ekki skilið þá einföldu lógík að fólk kýs að nota rétt sinn til að mótmæla þegar borgaryfirvöld hafa gengið svona fram af því!

Hildur (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband