Færsluflokkur: Ferðalög
23.11.2006 | 23:30
Asía yfirgefin & Jólasveinninn tryllir lýðinn í Sydney
Ég hefði getað bloggað úr flugvél í fyrrinótt. Flugvélinni á leið frá síðasta Asíulandi ferðarinnar. Bravó fyrir Singapore Air, besta flugfélagi heims skv. lesendum Condé Nast Traveller. Og bravó fyrir borginni sem við flugum til. Bestu borg heims skv. sömu lesendum. Sydney lofar nokkuð góðu.
Rökum nóttum í Singapore var eytt í kompaníi fjögurra karlmanna. Í tíu gluggalausum fermetrum. Backpackers Cozy Corner er ekkert ofsalega kósý en vel staðsett og mjög ódýrt. Vantaði pínu upp á hreinlæti og öryggi, en hver er að velta sér upp úr svoleiðis.
Sérlega smart að labba af þessum líklega ódýrasta gististað borgarinnar á dýrustu hótelin í kokkteila. En það er víst lélegur túristi sem heimsækir Singapore án þess að fara í Singapore Sling á Long barnum á Raffles hótelinu þar sem sá drykkur var fundinn upp.
Pínulítil eyja. Engar náttúruauðlindir. En eitt þróaðasta og metnaðarfyllsta ríki heims. Asíuland með sterka innviði samfélags, öfluga heilsugæslu og eitt besta menntakerfi sem finnst. Ýmsir hlutar Asíu, nýlendutími undir breskri stjórn og nútími í einum hrærigraut. Singapore gerir mann forvitinn. Hvernig virkar þetta land? Lítill fugl hefur hvíslað því að metnaðarfull stjórnvöld (með sama flokk við stjórnvölinn frá lýðveldisstofnun fyrir ekki svo mörgum áratugum...) réttlæti átroðslu á stjórnmálalegum og borgaralegum réttindum að einhverju marki. Allir hafa náttúrulega heyrt um himinháar sektir fyrir að henda rusli á götuna eða reykja á vitlausum stöðum. En borgin er líka óaðfinnanlega hrein. Og tilfinningin að fólki líði almennt vel. Lesa meira um stjórnmálin og stjórnkerfið þegar tími gefst til.
Og það var gaman að sjá metnaðinn. Singapore er ekki fjölmennt land/borg. En leik- og tónlistarhúsið þeirra við sjávarsíðuna, umdeilt og kostnaðarsamt, var algjör perla. Þótt ekki gæfist tími til að sjá eða heyra að þessu sinni var gaman að skoða "Esplanade"að innan og utan. Mannlífið beintengt með hönnunar- og súkkulaðibúðum, kaffihúsum o.fl. Fullkomið bókasafn helgað leikhúsi, tónlist og kvikmyndum fléttað inn í og nóg af listaskólastúdentum að læra þar. Verið að byggja yfir listaháskóla þarna nálægt ef maður sá rétt. Hugsað stórt.
Fyrst við erum að ræða borgarskipulag. Stundum er amast við að útlendingar myndi sjálfstæð samfélög innan þess sem þeir búa í. En ef til verða hverfi sem heita Little India og Chinatown, þá set ég a.m.k. báða þumla á loft. Í Singapore renna þessi hverfi vel saman við aðra borgarhluta. En þau gefa borginni svo mikinn aukreitis lit og bragð.
Í Singapore var verið að jólaskreyta. Í Japan í byrjun mánaðarins var komið jóladót í margar búðir. Og í gærkvöldi (nú er miðnætti á Íslandi og klukkan að verða tíu hér) var kveikt á aðaljólatrénu í Sidney. Ástralir búa sig undir sumarjól og mættu á torgið að syngja Heims um ból í stuttermabol með jólasveinahúfu. Löggan tók sig ekki alvarlegar en að mæta með jólasveinahatta og setja hreindýrshorn á hestana sína. Hvað ætlar lögreglan í Reykjavík að gera þegar norska jólatréð kemur? Eða er það komið?
Og Asía að baki eftir tveggja mánaða flakk. Svipmyndir í hausnum. Karlmenn að leiðast í Indlandi. Gulur litur um allt í Taílandi af því kóngurinn fæddist á mánudegi og gulur er mánudagslitur. Kínverjar sem velta sér ekki upp úr kurteisisveseni og troða sér fram fyrir í öllum röðum -maður kemst inn í þetta smám saman. Japanir sem eru duglegastir og vinnusamastir en detta líka rosalega í það öðru hvoru -kannski mótvægi og hljómar eins og þjóð sem maður þekkir ágætlega. Nepalinn í fyrirframákveðna hjónabandinu sem skildi ekki alveg hvernig deitmenningin virkar á Íslandi -en hafði leyft syni sínum að giftast af ást. Og Singapore-búar sem deyja ekki ráðalausir og sólarstrandarlausir og flytja bara inn sand og planta pálmatrjám til að búa til skemmtiferðaeyju.
Ferðalög | Breytt 24.11.2006 kl. 13:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.11.2006 | 16:51
Lífið í bakpokanum
Eftir að hafa tekið endalaust við og orðið fyrir áhrifum er þetta fullkomna tilgangsleysi bara fínt. Svolítið erfitt samt. Í rauninni enn ein áskorunin að vera svona mikið að gera ekkert. En þetta eru bara fimm dagar. Ferðafélagið ákvað að splæsa í mun betri gistingu en venjulega en eyða í ekkert annað (og herja út afslátt af herbergisverðinu). Því er borðað meira en þýsku túristarnir í rosalega morgunmatnum.
Og maður situr og reynir að melta Kína og aðra áfangastaði. Gaman að bera saman þessi nágrannalönd sem við höfum verið að flakka um. Eftir Kínadvölina trúir maður sögunum um stórveldi tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Allt komið mun lengra en í Indlandi, a.m.k. svona almennt séð þótt enn sé langt í Japan. Þenslan gríðarleg í borgunum en hún er líka augljós í mörgum fleiri borgum Asíu, þ.á.m. í Indlandi. Að sitja á 54. hæð í fjórða hæsta turni heims í Sjanghæ, var eins og að spila Sim City tölvuleikinn. Maður bókstaflega horfði á nýja byggð spretta upp. Unnið allan sólarhringinn að virtist.
Mikill lúxus að þurfa ekki að pakka farangrinum í nokkra daga. Kínatúrinn til Xi´an og Sjanghæ var unaður að því leyti að snillingarnir okkar í Peking geymdu bakpokana á meðan svo byrðarnar voru minni. Hildur og Fanney eiga miklar þakkir skildar fyrir að skapa heimili að heiman í nokkra daga svona inni í miðri ferð. Takk fyrir alla hlýjuna stelpur -og skemmtunina!
Annars ber maður heimili sitt á herðunum þessa mánuðina ( og eitthvað örlítið þar að auki, hmm). Heimilið tekur í og það er leiðinlegt að pakka því saman. Það veitir ferðamannahrægömmum hvatningu til að hjóla í mann með dollaramerki í augum. AB lögmenn láta samt ekki rugla í sér. Takk og bless vinur.
En það er svo gaman að flytja heimilið á næsta stað. Svo mikið frelsi. Ekkert á dagskrá nema vera, sjá, hlusta, skynja. Tala ef maður er heppinn. Reyna að komast nálægt því að lifa lífinu eins og fólkið sjálft á staðnum og skilja hvernig það hugsar. Þegar allt kemur til alls mun meira virði en öll rosalegu hofin og aðrir minnisvarðar. Þess vegna saknaði maður þess í Kína að ná aldrei að spjalla almennilega við lókalinn. Erfitt að nálgast fólk í fjöldanum og enskukunnáttan er ekki upp á marga fiska.
Það er hins vegar misskilningur að það sé alveg ómögulegt að ferðast um Kína eða önnur fjarlæg lönd af því enginn tali þar ensku eða allt sé svo framandi að einhverju öðru leyti. Framandi, jú, en það kemur ekki í veg fyrir upplifun. Þetta er bara land eins og hvert annað og það er bara þjóð sem býr þar eins og hver önnur. Hún er lengra í burtu en Evrópumenn og Kanar en það er gaman að kynnast henni. Stundum þarf að hugsa svolítið til að bjarga sér eða gera sig skiljanlegan en það er bara hluti af gríninu. Hvenær annars fær maður færi á að leika vekjaraklukku í búðinni? Þetta bjargast alltaf.
Í huganum hefur heimurinn minnkað og stækkað. Stækkað, af því möguleikarnir eru óendanlegir og hvert land er ólíkt því við hliðina þótt maður hafi átt til að samsama fjarlæg nágrannalönd hverju öðru. Minnkað, af því það er ekki svona langt að fara hinu megin á hnöttinn. Bara aðeins lengra flug, en skiptir litlu ef maður er kominn í vélina á annað borð. Og vitiði bara hvað, það býr venjulegt fólk þar. "Og hjörtum mannanna svipar saman/ í Súdan og Grímsnesinu."
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2006 | 01:04
Merkasti fornleifafundur tuttugustu aldarinnar
Alþjóðavæðingin á sér mörg andlit. Eitt þeirra getur verið tvær íslenskar stelpur að dansa við Neun und Neunzig Luftballoon á mexíkönskum klúbbi í Shanghai. Uppi á barborðinu.
Brátt kemur að leiðarlokum í Kína. Skrýtið til þess að hugsa sem og þess að í gær höfðum við verið á ferðalagi í tvo heila mánuði. Líklega má segja að fyrirhuguð fimm daga hvíld á Bali komi sterk inn. Áður en það verður þarf að fljúga í gegnum singapore og alls verða flugin orðin átján talsins þegar lagst verður niður á Bali. Held að við séum búnar að ganga okkur til húðar í bili.
Segja má að íslenskt uppáhaldsskáld hafi átt orðið hér í Kína. "Undan ferðamannsins fæti valt steinn úr stað," orti hann. "-Og steinninn hélt áfram að velta, veistu það... Og sjö þúsund árum síðar komst þú, komst þú." Það er afskaplega sérstakt að skoða áþreifanlega hluti sem í alvörunni eru um fimm þúsund ára gamlir.
En það er ekki allt gamalt hér í Kína. Síður en svo. Landið er ennþá þróaðra og miklu dýrara en ég hafði átt von á. Fimm þúsund ára hlutirnir voru á Shanghai safninu. Mitt á milli skýjakljúfanna og art deco bygginganna sem gætu næstum verið hvar sem er í heiminum. Shanghai er skemmtileg. Og allt, allt öðruvísi en Peking. Eins og einhver benti á; þetta eru Washington og New York.
Hin gamla höfuðborg Kína, Xi'an, er líka á hraðri leið til framtíðar en ennþá mátti sjá aðeins inn í fortíðina þar. Starbucks var ekki lengra komið en vera að byggja á aðaltorginu. Miðborgin ennþá múruð inn. Og utan við borgina "merkasti fornleifafundur tuttugustu aldarinnar," terracotta hermennirnir. Hverjir vita hvað það er? Held að Íslendingar þekki ekki vel til þessara nýju stórvina okkar Barböru. En þeir eru flottir.
Eins og Kínamúrinn. Sumar túristagildrur eru bara þess virði. Fórum á Kínamúrinn um leið og leiðtogar flestra Afríkuríkja sem mættu hingað á Beijing Summit og fengu lánsloforð hjá Kínverjunum og svona. Sniðugu Kínverjar. Við skildum samt ekki alveg af hverju allt í einu var orðið bráðnauðsynlegt að senda okkur niður af Múrnum í rennibraut. Svo kom það í ljós -HITT merkilega fólkið hafði mætt á meðan við vorum að dóla okkur aftur niðureftir. Reyndar búnar að hita vel upp í brattanum, því jú, Kínamúrinn er þó nokkuð torfær!
Aðalsportið á Múrnum þennan dag var að taka mynd með okkur kríthvítu Vesturlandabúunum. Fyrirsætur í auglýsingum hérn a eru oftast eins og þær séu yfirlýstar á myndum, svo hvítar eru þær og þykja flottar. Á meðan nota Íslendingar brúnkukrem. Gaman að þessu.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 03:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.11.2006 | 18:13
Haustið í Peking
Það er eitthvað bogið við að vera hálfkalt í Sumarhöllinni.
*Ímyndið ykkur að slegið sé á risastóra málmgjalltrommu.* Við erum mættar til Kína. (Án þess að missa af fluginu.)
Persónulega eru það viss tímamót að heimsækja þennan risa í austrinu. Ástæðan er sú að af einhverjum ástæðum hef ég í fortíðinni verið miklu minna spennt fyrir Kína en flestum öðrum löndum, að minnsta kosti þeim sem við höfum heimsótt fram að þessu. Það er erfitt að segja til um hverju. Kannski hugsunin um fjölda án sérkenna? Líklega hefur "Beijing," í merkingunni kínversk stjórnvöld mikið að segja. Kúgunin á íbúum Tíbet, ofsótti Falun Gong leikifimihópurinn sem ég mótmælti með af heilum hug heima fyrir nokkrum árum... Og kannski það versta af öllu: Hugsanalögreglan.
Við fyrstu sýn náði Peking ekki sérstaklega vel til mín eftir mögnuðu Tókýó. En það var líka í gegnum bílrúðu á leið frá flugvellinum, á degi þar sem mengunin sýndi enga miskunn og allt var grátt. Auk þess sem Anna Pála var þunn og þreytt eftir Japan Grand Finale.
Síðan þá hef ég reynt að vinna bug á fordómunum. Og viti menn. Það er fleira til í Peking en stjórnvöld og mannþröng.
Mannþröngin er vissulega til staðar en í henni eru, jú, einstaklingar. Maðurinn á hraðferð sem gaf sér samt tíma til að beygja sig eftir lestarmiðanum mínum og brosa. Öldungurinn í Maó-búningnum með allt sitt í pinklum og plastpokum í lestinni, vísast að flytja til borgarinnar eins og allir. Magadansmærin á mið-austurlenska staðnum í gær sem seinna um kvöldið sást yfirgefa staðinn í ullarpeysu.
Og það er orka í þessari borg, því er ekki logið. Rosaleg þensla. Á Torgi hins himneska friðar blakta tugir eldrauðra fána við hún og Maó horfir á með vökulum, risastórum augum af hliðinu inn í Forboðnu borgina. En á torginu eru líka Ólympíufígúrurnar fyrir 2008 búnar að koma sér fyrir og verið er að fjölga í neðanjarðarlestakerfinu úr þremur leiðum í ellefu. Hálf Forboðna borgin sést ekki fyrir stillösum en það sem er komið úr andlitslyftingu lítur vel út.
Mitt í allri "allt að gerast" stemmningunni er Sumarhöllin á sínum stað. Hún er svo ofsalega falleg.
Pekingöndin í fyrrakvöld var dásamleg. Dásamleg, dásamleg. Maturinn miklu betri en ég átti von á. Félagsskapurinn ekki verri. Við erum svo heppnar að tvær yndislegar kínverskustúdínur hafa skotið yfir okkur íslensku skjólshúsi. Og tóku með okkur íslenskt djamm í Peking í gær þar sem endað var á Torginu ásamt svona þrjú þúsund Kínverjum að horfa á fánahyllingarathöfn við sólarupprás. Upplifun.
Og níu milljón reiðhjól.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.11.2006 | 17:53
Eeeldhressar af djamminu i Tokyo
Tad aetti ad vera skylda fyrir alla ad profa karoki i Japan. Til ad toppa tad er mjoog fint ad skreppa a hverfiskrana i godu hverfi i midborginni og fa ser trja netta adur en madur krassar heima hja hressustu djammkonu Japans.
Svo er voda fint ad eiga flug til Peking nokkrum klukkutimum seinna. Tetta gaeti ordid eitthvad skrautlegt. Eg vona ad eg turfi ekki ad blogga a eftir til ad tilkynna ad vid hofum misst af fluginu.
Tad er sorglegt ad fara fra Japan tvi tad hefur verid svo ofsalega gaman. Enda ekki vid odru ad buast i landi sem hefur upp a svona margt ad bjoda og ta serstaklega gott folk.
Tad er lika skrytid ad vera a svona framandi stad en taka bara eina lest og lida mest eins og a Islandi i allri ferdinni -hveralykt, eldfjoll og heitar uppsprettur. Japonsku jardbodin -onsen, eru snilldin ein.
Madur fer ad sjalfsogdu ekki i Harajuku hverfid i Tokyo an tess ad fjarfesta i eins og einum mjog surum fylgihlut. Ad tessu sinni bleikur bill, sem raunar er handtaska. Hann hefur hlotid nafnid Mari, i hofudid a henni Mariko sem finnst islenskt "brennirin" gott og gaeti drukkid okkur undir bordid ef hun vildi. Eins og hun benti to a herna adan: "En eg er ekki bill!"
Takk kaerlega fyrir tetta. Adal tilgangur tessarar faerslu hlytur ad vera ad bidja ad heilsa ollum sem eru i skolanum heima tegar tetta er skrifad og vid vorum ad skrida heim af djamminu.
We Are the Champions.
Ferðalög | Breytt 2.11.2006 kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.10.2006 | 17:00
"Bara i Japan!" -Tetta er allt svo bjutiful..
Eg elska Japan. Elska tad. Japanir eru svo surir i hausnum. I engu odru landi a madur jafn morg svona augnablik: "Va. Hvergi annars stadar!" Meira ad segja einfold klosettferd er upplifun herna. Menn eru alltaf bunir ad hugsa einu skrefi lengra.
Bara i Japan 1: Love Hotel Hill. Fyrir lostafull por sem bua i pinulitlum ibudum med foreldrum sinum langt fram eftir aldri. Haegt er ad kaupa bara "rest" a hotelinu i nokkra klukkutima. Veit ekki hversu mikid folk er ad hvila sig i alvoru. Sum hotelin bjoda upp a ad sja myndir af ollum herbergjunum i anddyrinu og sum eru temmilega kinky. Svo labba hamingjusom por ut eins og fatt se sjalfsagdara.
Bara i Japan 2: Klosett a kaffihusi bydur upp a sotthreinsun ad sjalfsogdu og liklegt er ad a klosettinu seu margir takkar, svo madur getur skolad a ser rassinn og svona ef a tarf ad halda. Ekki lagt i tad ennta. Svo er spilud tonlist inni, eda klosettid byrjar ad bua til hljod um leid og tu sest svo folk fyrir utan heyri nu alveg orugglega ekki hvad madur er ad gera. Og svo framvegis.
Bara i Japan 3: Gullni kukurinn. A leid i hofin fraegu i Asakusa hverfinu er tessi magnada bygging sem heitir sama og japanski bjorinn; Asahi. Raunar er lika til dagblad med sama nafni en ordid tydir morgunsol ad mer skilst. Fraegur arkitekt hannadi bygginguna, tori ekki ad fara med nafnid ef tad reynist rangt hja mer. Ofan a hana atti ad fara risastor gullhudadur n.k. eldslogi. Tetta gekk ekki upp verkfraedilega. A endanum turfti ad leggja eldtunguna a hlidina. Nu er tetta kallad Golden Poop.
Bara i Japan 4: Ekki halda ad allt sem er Bara i Japan tengist klosettum eda kynlifi sbr lid 1-3. Vorukynningar a fornum vegi med folki i buningum ad kalla med roddum eins og i teiknimyndum, ljosaskilti i skrilljonasta veldi vid tad sem madur tekkir, og og og.
Merkilegt: Island var i frettum i Japan fyrir nokkru. Tad totti stortfrett herna tegar Bandarikjaher yfirgaf pleisid, enda alls ekki allir Japanir sattir vid veru tess sama hers herlendis. Man ad utanrikisraduneytid sem eg skodadi fyrir tveimur arum, notadi mjog mjog mikid plass undir Bandarikjaskrifstofuna.
Japanir kunna ad lifa i fjoldanum. Tegar eg kom til Japan (hitt landid sem eg hef komid til i tessari ferd fyrir utan bna) i fyrsta skipti hafdi eg miklar ahyggjur af innilokunarkennd med ollu tessu folki. En nei. Tu labbar yfir torgid i Shibuya, sem er mannmargt og skemmtilegt hverfi i Tokyo, og svona trju tusund adrir labba yfir torgid um leid. Og enginn rekst utan i tig. Allir ad taka tillit. Og ad athuga hvort tad se ekki orugglega allt i lagi med tig og hvort tu vitir hvert tu ert ad fara.
Fyrir ta sem fila ad studera mannlifid er Tokyo edal. Nokkrar skemmtilegar typur eru skjaldbokukonurnar -pinulitlar gamlar konur med hufur eins og skjaldbokur i teiknimyndum, flissandi skolastelpurnar, Louis Vuitton konurnar og bissnesskallarnir -serstaklega ef teir eru fullir. Og allir, ungir sem gamlir i simanum ad senda sms, tolvupost, leika ser eda allt hitt sem tu getur gert.
Nu. Er ekki konan bara stodd i heimahusi tegar tetta er skrifad. Slikt hefur ekki gerst sidan i Cambridge, Englandi, saellar minningar og Bloemfontein, S-Afriku i bodi okunnugra. Storvinkona min Yuriko Shibayama, meistaranemi i skandinaviskum fraedum og fjolskylda hennar bua i utborg Tokyo, Yokohama. Tau fara med okkur Barboru eins og fordekrada krakka. Alveg afsloppud samt, en vilja sumse allt fyrir okkur gera. Pabbi hennar Yuriko er efni i sjalfstaeda mannlysingu.
"Japanskir morgnar mjukri birtu stafa," orti gott skald eitt sinn a islensku. A morgun og hinn reynir a ta fullyrdingu...
Goda nott.
E.s. Eg er eins og barn a jolum tegar eg fae "komment ad heiman." Tad gildir jafnt um okunnuga og ommu mina!
E.e.s. Japanski maturinn er svo godur. Hugsa ser ad lenda heima hja listakokki.
25.10.2006 | 21:20
I surum svefngalsa a leid til Tokyo
Hver tarf kynlif tegar hann getur fengid ser einn Singha bjor og farid svo i
ilmkjarnanudd? -Ekki ordin kynsvelt eda neitt. Og ja. Kona i Chinatown sagdi
mig lika Princess Di i utliti. Tydir tad ad eg turfi ad smella mer i klippingu? En i alvoru talad, er nudd ekki med tvi allra besta sem tessi heimur hefur ad bjoda? Tad var hamark afsloppunarinnar ad geta hugsad "Allt
i lagi tott klukkutima aromatherapy timinn klarist einhvern timann a eftir.
Eg fer hvort sem er i klukkutima fotadekur strax a eftir!" Sem liklega hefdi
kostad mig aleiguna heima.
Annars er taeplega ordid haegt ad tala um aleigu. Ferdalog kosta alltaf.
Muna tad. Lika tegar madur reynir ad spara og londin eru odyrari en heima.
Audvitad vill madur versla sma af tvi sem ekki faest a Islandi, Finna gjafir
handa kruttbollunum sinum heima o.sv.frv. Og alls konar kostnadur fellur til
sem madur hefur ekki endilega hugmyndaflug i.
Talandi um hugmyndaflug. Eg held ad hofudid a mer se ordid i surara lagi.
Klukkan er ad verda fjogur. Nott. Er a nyja flugvellinum i Bangkok, tvi her
var akvedid ad eyda nottinni, sbr. www.sleepinginairports.com -Alltaf ad
spara. Madur borgar ekki SEX hundrud kronur fyrir triggja tima svefn a
hotelinu. Ekkert rugl.
Nu er madur semsagt ad kvedja klaedskiptingana og allt hitt frabaera folkid
i Thailandi. Bangkok er taegileg borg og ju, eins og fram hefur komid, mikid
haegt og versla og svoleidis. Bioin eru mognud, Skytrain lestin flott. En
tad er ekki haegt ad segja ad borgin se serlega falleg. Fegurdin liggur i
andrumsloftinu. Gljaandi skyjakljufar og fjarmalamidstodvar. Og i naesta
husi er fataekrahverfi. Tannig er Bangkok. Oskiljanlegt net af gotum og
otrulega litid fyrirfram plonud uppbygging. Tad er lika sjarmerandi.
En eg meina, tad er ekki endalaust haegt ad skoda budir og
markadi. Chinatown herna er mjog skemmtilegur. En tar er LIKA malid ad
versla. Versla, versla,versla. Tegar buid er ad kikja a helstu hof og adra skemmtilega stadi ma
segja ad komid se nog i bili. Eins og tad var magnad ad fara i heimsokn til
silkigerdarfjolskyldunnar etc. Kominn timi a Tokyo!
Sayonara..
E.s. Elskulegur ungur madur hringdi i mig fyrir Bjorn Bjarnason. Her med vil
eg bidja alla sem vinna i profkjorum ad taka okkur Barboru Ingu
Albertsdottur ut af ollum hringilistum. Tad er of dyrt fyrir baedi okkur og
ykkur. Talandi um politikina. Oska Andra Ottars til hamingju med ad vera
ordinn framkvaemdastjori Sjallalallanna & hlakka til ad sja hann med
tverslaufuna! Ennfremur vil eg segja felogum minum i ritstjorn Vefritsins hvad eg er ofsalega stolt.
Eg er lika afskaplega stolt af krokkunum sem halda IceMUN radstefnuna i ar.
Malthingid tengt henni er i dag og eg veit vel hvada stress og skemmtun
fylgir tvi og tessu ollu. Goda skemmtun!
Ad sidustu tarf eg ad koma tvi a framfaeri ad her med er eg a ferdalagi med
konu sem hefur haskolagradu i logfraedi, tott sama megi enn ekki segja um
sjalfa mig. Til hamingju elsku Barbara min sem verdur ADAL tegar a
vinnumarkadinn kemur. Tveggja manna utskriftarpartyid a Diplomat Bar, Conrad
Hotel, Bangkok verdur vonandi eftirminnilegt.
Ferðalög | Breytt 27.10.2006 kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2006 | 05:54
Bangkok
Stadurinn er Bangkok, nanar tiltekid bakid a mer sem statt er i borginni. A bakinu a mer stendur kona...
Eg hata ekki ta tilhugsun ad eiga aftur pantadan tima i hefbundid tailenskt nudd i kvold. Bangkok er ljufa lifid. Jak hin taelenska, skolasystir kaerrar fraenku fra Koben og SAS-madurinn Axel, syndu meistaratakta i gestrisni. Hun spurdi hvort vid hefdum hitt marga homma i borginni. Okkur rak ekki minni til tess. Vid nanari athugun. Teir eru ut um allt. Og veita frabaera thjonustu. Tetta er Thailand. Allir bara afslappadir yfir jafn sjalfsogdum hlut og samkynhneigd sem to er tad alls ekki tar sem vid hofum verid hingad til.
Tegar eg paeli i tvi, maetti naestum segja ad Thailand se OF audvelt. Allt gengur svo vel og allir svo tilbunir ad hjalpa ad madur er bara ekki vanur tessu lengur. Engar rosalegar askoranir. Svo paeli eg adeins lengra en tetta. Nu er eg a leidinni ut. Eg hef ekki hugmynd um hvernig vid aetlum ad skipuleggja turisma dagsins. Ad rata i Bangkok er med staerri askorunum tessarar ferdar.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 05:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.10.2006 | 17:22
Eins og fiskur i vatni
Sund medal hakarla, balfor ad haetti hindua, paradisareyja og Mt. Everest er medal tess sem a dagana hefur drifid ad undanfornu. Ja, eg veit tad er langt sidan sidast -haettidi ad bogga mig :) Er lika komin med skirteini uppa kafararettindi nidur a 18 metra dypi i millitidinni svo eitthvad se nefnt.
Nepal var, serstaklega eftir a ad hyggja, alveg otrulega ahugavert land ad fara til. Ad taka tad a stuttum tima reynir a, tvi eins og tetta er frabaert land er tad lika tridjaheimsland. Vegagerd og farartaeki i samraemi vid tad. En tad er samt tess virdi ad keyra tjodveginn milli Kathmandu og Pokhara, hanga utan i snarbrottum fjollum, og horfa nidur ad anni sem rennur medfram veginum. Aldrei hefur ordid "lif-aed" talad jafn mikid til min og tar. Tad var folk alls stadar, ekki bara medfram anni, heldur uti i henni lika. Folk ad tvo tvott, folk ad bada sig, folk ad safna grjoti, folk ad gefa buffaloum ad drekka, folk ad veida ef eg sa rett...
Tad er magnad hversu mikid ma gera a einum degi (tratt fyrir ad alls ekki se haegt ad hafa alla daga svoleidis.) Einn dagur i okunnu landi getur gefid manni eitthvad til ad hugsa um i margar vikur. A tessum eina degi getur einn klukkutimi farid i ad rolta upp ad hinduahofi. Og tad er ekki bara enn eitt hofid, heldur utfararstadur lika. Madur situr a arbakkanum hinu megin, reynir ad gera sig osynilegan en getur ekki annad en fylgst med. Myndavelin fer ekki hatt upp og madur dirfist ekki ad faera sig naer til ad na myndum af logunum -ekki hefdi eg viljad hafa turista vidstadda jardarfarirnar hja ommu og afa i vor. Tad hefdi verid blatt afram faranlegt. En i Kathmandu kipptu menn ser litid upp vid ta. Og Everest kippti ser litid upp vid okkur flugurnar sem sveimudum kringum kollinn a risanum.
"Aetli eg fari einhvern timann aftur hingad?" Er spurningin sem madur spyr sig tegar flugvelin tekst a loft og enn eitt landid liggur ad baki. Svarid er ovist og tad eina i stodunni er ad njota medan madur hefur.
----
Og nu er tad Thailand. Og eg eins og fiskur i vatni ef svo ma segja. Ekki bara nedansjavar. Hins vegar er litil paradisareyja med faum turistum og med allra bestu kofunaradstaedum i heimi ekkert mjog slaemt mal. "Open Water Diver Certificate" kostar mikla vinnu i boklegu og verklegu nami, en tad er ekki leidinlegt nam sem felur i ser ad vera 45 minutur i einu nedansjavar og lida eins og i risastoru fiskaburi. Med hakorlum og alles tegar komid var nidur a atjan metrana (ja eda eiginlega tuttugu, alveg ovart).
Bangkok. Nutimi. Austur hittir vestur. Andstaedur, ja. En tegar madur paelir i tvi, andstaedur eru lysandi fyrir marga stadi. Su lysing a ekki sidur vid um Tokyo sem er naesti afangastadur og einn af mjog faum a leidinni sem eg hef komid til adur. Tar hittist lika austur og vestur, gamalt og nytt. En lika a allt annan hatt en herna.
Eg held ad vid Islendingar hofum ekki ad ollu leyti mjog motadar hugmyndir um Thailand. Finnst eins og kynlifsturismi og neikvaed vidhorf seu svolitid dominerandi, er tad kannski vitleysa? Allavega eru Thailendingar upp til hopa aedislegir, maturinn er godur og snyrtimennskan alls stadar i fyrirrumi. Oryggistilfinning. Endalaust haegt ad sja, gera, smakka, fara... Og versla. Va. Eg hef varla sed eins mikla verslunarmoguleika saman komna a einum stad og herna hinu megin vid gotuna. Tetta er bara alveg tryllt. Ef eg aetladi ad eyda, sem ad sjalfsogdu passar ekki inn i planid, myndi eg varla vita hvar aetti ad byrja.
Heimsklassahonnudir i hvada vorutegund sem er. Ferrari bill eda Bang & Olufsen graejur, MacBook fartolva eda Armani dressid. Hvad sem er i nokkrum verslunarmidstodvum.
Og yfir ollu vakir kongurinn sem er ekki bara miklu, miklu vinsaelli her heldur en i Nepal heldur nanast i gudatolu.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.10.2006 | 14:53
"Madur hefur ekki mordingja fyrir konung" & munkurinn sem heldur med Chelsea
Eg er i godum gir. Baenagjord med buddhamunkum, bjordrykkja med hressum Breta, ovaentur sundsprettur eftir batsferd a vatninu herna, vaknad kl 04.30 i gonguferd um fjollin og hud sem vard eins og beikon i fjallaloftinu og solinni. Politiskar umraedur vid heimamann um konunginn, stjornina, maoistana og orettlaeti innflytjendaloggjafar i heiminum. Landid er Nepal, borgin er Pokhara.
Helt tad aetti ekki ad vera haegt ad grillast i Nepal. Tad reyndist rangt en yfirleitt er vedrid alveg otrulega thaegilegt herna. Nuna adan var ad visu eins og monsoonregnid vildi gera eina lokatilraun til ad berja mann nidur af afli. Nog um vedrid, tad er leidinlegt umraeduefni. Tad vottar lika fyrir biturleika uti skyin sem hafa verid fyrir hinum rosalegu Annapurna-fjollum svo madur sa ekki glitta nema i einn tind i morgun. "Er eg a syru eda er tetta fjall?" spurdi Barbara tegar hun sa hann, svo langt langt fyrir ofan okkur og nalaeg fjoll var snaevi thakinn Annapurna II. To vorum vid i 1400 m haed. Ekki slaemir nagrannar.
Fyrir okkur gemsabladrandi pitsukynslodarbornin er tad einstok reynsla ad fa ad vera fluga a vegg vid baenagjord buddhamunka i klaustri her uppi i haedunum. Serstaklega i ljosi tess ad einu sinni aetladi eg ad verda buddhamunkur i stadinn fyrir ad fermast. Allavega. Allt i einu kom i ljos ad vid hofdum verid tarna i amk trja klukkutima, tar af tvo sitjandi uti i horni ad hlusta a baenasonglid. Munkarnir voru ungir og audvitad allir klaeddir skv kunstarinnar reglum. Setid var vid tvaer einfaldar radir af bordum sem leiddu upp ad sjalfum Buddha innst i stupunni (buddhahof). Og songlad. Tad sem kom a ovart: Jafn mikill salarfridur og faerdist yfir mann, var svo augljost ad munkarnir toku sig hreint ekki of alvarlega. Teir toludu kannski ekki saman en brostu sin a milli og einn togadi i eyrad a naesta svo litid bar a. Svo fellu teir i trans inni a milli. En tetta var einhvern veginn svo edlilegt, afslappad og jardbundid. Stelpa i throngum gallabuxum kom inn a medan, hneigdi sig fyrir Buddha og vinkadi i einn munkinn a leid ut. Ekkert mal.
A laugardogum spila munkarnir svo fotbolta og einn sem tekinn var tali, 19 ara gamall og aetlar alltaf ad vera munkur skv eigin vali, sagdist raunar halda med Chelsea. Hann vissi upp a har hvada leik teir aettu naest. Fotbolti og kok. Tetta er alls stadar.
Straetoferd um Pokhara er skemmtun og menningarupplifun ut af fyrir sig. Verd ad fa ad deila skilabodum a bol sem ungur madur klaeddist. "No job? No problem! No car? No problem! No money? No problem! Guess what? No date!!!"
Og svo var tad mal malanna, politikin i Nepal. Astaedan fyrir hversu ferdamonnum hefur faekkad her. Leidsogumadur hvers nafns verdur ekki getid her, tratt fyrir ad hann upplysti reyndar ad stjornmala-, tjaningar- og fjolmidlafrelsi se ordid allt annad en fyrir nokkru sidan, raeddi frjalslega um stjornmalin. Enda fair ad hlusta uppi a fjollum. Hann sagdi, sem vissulega er rett, ad audvitad eigi maoistar ad fa ad bjoda fram til things eins og hver annar flokkur. Teir yrdu ta attundi flokkurinn a thingi. Tad sem var merkilegra og kom a ovart, er ad hann taldi ad yfir 50% Nepala stydji maoistana. "Af hverju ekki ad gefa teim taekifaeri? Vid erum med nuverandi stjorn og fyrir stuttu red konungurinn ollu. Nu tarf ad breyta tvi ad medan nokkrir Kathmandu-buar maka krokinn, a folkid i sveitunum ekki ad borda." Og hann var fljotur ad afgreida konginn, sem m.a. annars bannadi thingfundi og fleira hresst. "Madur hefur ekki mordingja fyrir konung." Svo morg voru tau ord.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)