Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
11.7.2006 | 15:36
Þarna er ég að fara
Yfir eitt hundrað látnir í sprengingum í Mumbai á Indlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.7.2006 | 01:49
Halló
Ég vil koma einu á framfæri sem mér finnst alveg afspyrnu hallærislegt. Var að vesenast inni á vísi.is um daginn og datt niður á að lesa grein eftir Völu Bjarna sem oft er með mjög góða punkta. Allavega. Vinstra megin á síðunni sést yfirlit yfir alla fasta penna Fréttablaðsins. Af þeim eru listaðir 25 karlar og 6 konur. Konur semsagt 19.4% fastra penna. Ég veit að margir þessara penna skrifa ekki fyrir blaðið lengur. En í "uppsöfnuðum skrifum," eins og uppsöfnuðu áhorfi speglast samt raunveruleiki. Veit einhver hver þessi hlutföll eru núna?
Nú veit ég mjög vel að fjölmiðlar landsins eru allir frekar hallærislegir í jafnréttismálum og minn er þar síst undanskilinn, hvað varðar t.d. kynjahlutföll á ritstjórn og í ekki síst í stjórnunarstöðum. Hef þó tröllatrú á að það lagist á næstu árum skv. nýlegri stefnubreytingu. Styrmi virðist full alvara með þetta, sbr: "Við eigum að hætta að leita að útskýringum og afsökunum og einfaldlega gera eitthvað í þessum málum." Ég er mjög ánægð með þessa afstöðu og bíð spennt.
Fréttablaðið virðist að mörgu leyti vera að koma til og í fljótu bragði myndi ég segja að þar standi jafnréttismálin best af fjölmiðlum landsins. Tvær konur af þremur fréttastjórum til dæmis. Spennandi að sjá hver verður látin/n fylla skarð Sigurjóns, er ekki Arndís Þorgeirsdóttir vel að því komin?
Að sjálfsögðu er svo ekki hægt að ráða konu sem aðalritstjóra á neinu þessara blaða.
6.7.2006 | 18:00
Maður heldur að maður sé svo fullorðinn
2.7.2006 | 20:43
Ég er femínisti...
... Ég má segja karlrembulega brandara. Annars er latastelpan.is voða skemmtilegt vefrit. Líka voða skemmtileg mynd af voða skemmtilegri stelpu efst á þeirri síðu eins og stendur.
Og af hverju í andsk get ég ekki gert línka lengur inni í textanum? Vill einhver svara því!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.6.2006 | 18:49
Ég er það sem ég er
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.6.2006 | 11:08
Fyrir áhugafólk um háskólamál / framtíð Íslands
Ég vil vekja athygli á eftirfarandi. Viðtalið birtist á miðopnu Morgunblaðsins í dag. Hér erum við að tala um fólk sem hafnaði prófessorstöðum við Stanford. Miklar og góðar pælingar hjá þessu eldhressa pari.
Vísindamenn flýja hnignandi bandarískt rannsóknasamfélag
"Ættuð að horfa til Singapúr og byggja á hugvitinu"
Hjónin Nancy Jenkins og Neil Copeland eru meðal færustu vísindamanna heims á sviði lífvísinda. Þau hafa nú ákveðið að flytjast búferlum til Singapúr þar sem þau telja rannsóknum sínum betri framtíð búna en í Bandaríkjunum. Anna Pála Sverrisdóttir spurði af hverju.
22.6.2006 | 19:37
Víst viltu lesa um breytingar á skattkerfinu
Ég er hress með að heyra að ASÍ og ríkisstjórnin hafi náð samkomulagi.
Í fyrsta lagi eru breytingarnar skref í rétta átt með skattkerfið að mínu mati (og Guðna Ágústssonar skv kvöldfréttum RÚV). Skattleysismörkin voru komin út úr kortinu og því engan veginn réttlætanlegt að lækka tekjuskattsprósentuna áður en þau voru hækkuð. Aldursmörk barnabóta eru færð úr 16 í 18 ár, sem speglar raunveruleikann mun betur. Og vaxtabæturnar sem menn tókust svo heiftarlega á um í þinglok, verða leiðréttar. Manni dettur bara í hug gamli skólasöngur MH-inga: "... Að byggja réttlátt þjóðfélag!"
Í öðru lagi vona ég að þetta þýði að kjarasamningar náist og böndum verði komið á verðbólguna. Ég vil endilega ekki að krónan haldi áfram að veikjast og fyrirsjáanlegur framfærslukostnaður okkar Barböru í haust, haldi áfram að hækka í íslenskum krónum talið. Maður vill nú ekki borga sextíukall fyrir máltíð sem gæti kostað fimmtíu krónur.
Spennandi verður að sjá hvort Geir heldur fast við sinn keip með að lækka tekjuskattinn um a.m.k. eitt prósent. Ekki til þess fallið að slá á verðbólguna en það er svona þegar menn lofa stórt. Mér fannst athyglisvert það sem hann sagði í fréttunum, eitthvað á þá leið að ríkisstjórnin VÆRI að standa við skattalækkunarloforð því sömu fjárhæðir færu í þessar breytingar og þær sem stóðu til. Ekki beinlínis það sem flestir höfðu séð fyrir sér held ég. Er það kannski bara rétt eftir allt að Sjálfstæðisflokkurinn sé stærsti jafnaðarmannaflokkur Norðurlandanna?
Samkomulagi náð um kjarasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2006 | 22:33
Á leið í heimsreisu
Þá er það opinbert. Fyrir svona hálftíma síðan, finnst mér a.m.k., ákvað hún Barbara snillíngur að bjóða mér í heimsreisu. Kortéri seinna var ég búin að segja já, en ekki hvað. Síðan þá hef ég gengið um í Teletubbies stemmningu og hlakka alveg ofsalega til. Löngu kominn tími á mig. Ég klára svo skólann á vorönn. Sé þann möguleika í stöðunni að geta þá jafnvel setið á rassinum í meira en fimm mínútur í einu og einbeitt mér að námi. Það væri tilbreyting.
Ferðaplanið er á teikniborðinu núna, eins og Ísland. Sem stendur er líklegast að við byrjum í Suður-Afríku eða jafnvel Bombay. Og þaðan út um allt. Fyrst verður flogið til London og þaðan eigum við fimmtán flugferðir sem nú er verið að púsla saman. Hún Anna nafna mín á Ferðaskrifstofu Íslands situr sveitt við að uppfylla óskir okkar, almættið veri með henni.
Einhvern tímann var Barbara maður dagsins á þessu bloggi. Ætli hún verði ekki gerð að heiðursmanni næstu mánaða núna. Ég efast ekki um að við verðum magnaðir ferðafélagar og munum rata í endalaus ævintýri. Sem er gott. Mjög gott. Það er ekki öllum gefið að vera traustsins verðir og um leið ávísun á endalaust stuð, en Barbara stendur undir þessu og gott betur.
Þess má geta að af einhverjum ástæðum get ég ekki linkað á hana, en bloggið hennar Barböru ásamt sérlega fallegri lýsingu á mér (varð bara hlýtt í hjartanu) er að finna hér: www.barbara.blog.is
20.6.2006 | 18:30
Versta byrjun á deginum
Djöfull hata ég að sofa yfir mig.
Eftir hádegi var mér náðarsamlega tjáð að það væri ennþá skrifað á ennið á mér "Yfirsof." Eftir að hafa vaknað með andfælum í morgun, einum og hálfum tíma seinna en áætlanir stóðu til, er ég varla ennþá búin að jafna mig. Dagurinn byrjar einhvern veginn aldrei.
Hann varð samt ágætur hingað til. Gærkvöldið var sérlega skemmtilegt, fyrri hlutinn á Pressukvöldi um blaðamenn og skoðanir þeirra. Þurfti reyndar að fara þegar umræður voru að komast á flug, til mikilvægs fundar við vissar tilvonandi þungaviktarkonur í þessu samfélagi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)