24.5.2008 | 16:40
Ég fíla ekki makaleysið
Já nei, þetta er ekki einkamálaauglýsing fyrir sjálfa mig. En spurningin um makalaus partý kom aðeins við sögu í gær þegar risa Vefritspartý var í uppsiglingu. Ég tilkynnti maka eins úr pennahópnum að hún myndi að sjálfsögðu mæta í partýið. Skárra væri það nú. Kannski var ég ekki alveg hlutlaus því hún Anna er vinkona mín sem ég vildi endilega fá í partýið. En ég stend samt við þetta prinsipp. Makalaus partý eru asnaleg. Lífsförunautarnir eiga að vera með. Kynnast heimi maka síns og gagnkvæmt.
Ég átti pistil í Fréttablaðinu í gær. Ég ætla að segja þetta eins oft og á þarf að halda: Bræður og systur, verið velkomin til Íslands!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er nú alveg makalaust hjá þér góan ;) en ég er alveg sammála þér,- bæði með maka og og BRÆÐUR OG SYSTUR- VERIÐ VELKOMIN TIL ÍSLANDS
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 24.5.2008 kl. 22:30
Frábær pistill hjá þér elsku vinkona, tek heilshugar undir orð þín!
Er hittingur ekki annars on á þri.? :)
Vigga (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.