SUF: Tólf stig!

Þetta er bara alveg frábær hugmynd hjá Sambandi ungra framsóknarmanna. Við kjósum forseta í sumar og því ekki að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu í leiðinni, um hvort fara eigi í aðildarviðræður við ESB.

Sjálf ályktuðum við um daginn þess efnis að það sé ekkert því til fyrirstöðu að fara í aðildarviðræður til þess að það liggi bara í alvöru fyrir um hvað við erum að tala þegar kostir og gallar aðildar eru ræddir. Auðvitað þarf að skilgreina samningsmarkmið áður en það verður gert, eins og SUF fer fram á. 

SUF verður svo sannarlega bakkað upp af Ungum jafnaðarmönnum með þessa tillögu.


mbl.is SUF vill kosningar um hvort hefja eigi ESB viðræður í sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Anna Pála !

Hví; ættu Íslendingar, að leggjast hundflatir, undir þýzka trjónuhjálminn ? Til hvers var barist, eftir tæplega 7 alda niðurlægingu, okkar sögu (1262 - 1944), ef við ættum síðan, að gerast auðmjúkir þrælar, þessarrar samsteypu, sem stýrt er frá Brussel ? Þótt heiðarlegra væri, af Þjóðverjum, að hafa aðsetrið í Berlín, en þetta lítur betur út, fyrir þá, að nokkru.

Gleymdu svo ekki öðru; ESB eru þæg leiguþý bandarísku heimsvaldasinnanna, og svo mun enn verða, um langann aldur, Anna mín.

Okkur er nær; að efla tengslin við raunverulegar vinaþjóðir, eins og Rússa og önnur þau ríki, sem ekki láta stjórnast af fagurgalanum, frá Washington eða Brussel.

Láttu ekki Samfylkingar kratana eyðileggja trú þína, á land þitt og fólk, sem þeim er einkar lagið, svo víða.

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 13:30

2 identicon

Þú sérð Anna að við erum ekki að fást við skoðanaandstæðinga sem staðsettir eru á málefnalegum grunni. Árnesgoðinn er eitt dæmi og alls ekki það versta. Það er vonandi að ungliðar FUF og FUF komist að samkomulagi um skammstafanirnar en ungir frjáls og léttlyndir "stálu" skammstöfuninni. Gömlu FUF-urum gegnur gott til en fá ekki klapp á bakið frá formanni flokksins. Hann er reyndar í trúboði á Hundaeyjum. Hvernig væri að FUJ-arar stofnuðu til debatt um málið? Vonandi svara SUS-arar ekki því til að "málið sé ekki á dagskrá"! Fyrir nærri hálfri öld vorum við sífellt í kappræðum við hina ungliðanna, um allt land. kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 13:51

3 identicon

Þetta var afbragðsgóð hugmynd hjá SUF, en ég man ekki betur en að við höfum einhverntíman kosið flugvöllinn burt úr vatnsmýrinni líka?

 (ó)stjórnvöld virðast bara virða svona kosningar þegar þeim hentar. Forsætisráðherra segir okkur bara að slaka á, við reddumst á endanum er það ekki?

Þröstur Bragason (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 14:17

4 Smámynd: maddaman

Því miður virðist stjórnmálaflokkunum ekki takast að komast að neinni niðurstöðu varðandi ESB. Auðvitað eiga stjórnvöld að bera ábyrgð en ekki segja að svo mikilvæg mál séu ekki á dagskrá og komast hjá því að ræða þau. Því gæti farið svo að þjóðin þyrfti að krefjast þess að fá að taka ákvörðun um þetta mál! Það er enginn að tala um að ganga í ESB "no matter what" heldur eigi að fara í aðilarviðræður og meta út frá því hvort skynsamlegt og hagkvæmt sé fyrir Ísland að ganga í Evrópusambandið. Og að sjálfsögðu ætti að bera þann samning, ef samningar nást, undir þjóðina!

Bendi Gísla á að Ungir frjálslyndir (UF) eða Félag ungra frjálslyndra (FUF) eða hvað sem þetta er nú..  heitir víst núna Landssamband ungra frjálslyndra (LUF) sjá http://luf.blog.is/blog/luf/ 

Fyrsta Félag ungra framsóknarmanna var stofnað 1928 og hafa þau félögum um allt land alla tíð haft skammstöfunina FUF. 

maddaman, 19.3.2008 kl. 17:11

5 identicon

Hér er smá ábending ... það hefur ekki verið boðað til kosninga!

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 19.3.2008 kl. 20:36

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þetta er sannarlega djörf tillaga hjá SUF. Það er svona frumkvæði sem við viljum sjá hjá ungliðum allra flokka. Það má alveg gefa þeim 12 stig fyrir þessa tillögu. Umræðan þarf að fara fram í af fullum þunga og síðan þarf að meta kosti og galla inngöngu. Hrósið fá  nú framsóknarmenn.

Sigurður Þorsteinsson, 21.3.2008 kl. 07:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband