Bleik og hvít orka

Verð bara að deila því með vinum og kunningjum nær og fjær hvað helgin á Akureyri var frábær. Mátti ekki á milli sjá hvort var betra, Bleik orka hjá Ungum jafnaðarmönnum á Akureyri á laugardaginn eða skíði í Hlíðarfjalli á sunnudaginn. Ég hafði ekki farið á skíði í tíu ár en kom sjálfri mér á óvart í færni og þetta var hreinn unaður.

Bleik orka var ráðstefna haldin í tilefni alþjóðabaráttudags kvenna 8. mars. Margir frábærir fyrirlesarar komu þarna inn og ég lærði heilmargt - og fylltist baráttuanda auðvitað. Okkar eigin magnaða Jóhanna Sigurðar, dr. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir frá IMG var með mjög fróðlegt erindi með allskonar tölfræði inn í eins og um launavæntingar ungra stelpna og stráka og hvernig við getum útrýmt kynbundnum launamun sem ríkisstjórn Samfó ætlar að minnka um helming hjá ríkinu. Punktur sem ég tengdi vel við hjá Guðbjörgu er að það vantar upplýsingar um hver eru meðallaun í stéttinni manns til að geta sett fram kröfur sjálfur þegar kemur út á vinnumarkaðinn. Ekki svo ofsalega langt í það hjá sjálfri mér, en samt ekki fyrr en á næsta ári.

Eva Bjarna, framkvæmdastjóri UJ var með frábært erindi um kynjajafnrétti fyrir og eftir fall kommúnismans í Austur-Evrópu þar sem punkturinn var m.a. að kerfisbreytingar skila okkur ekki því sem við erum að leita að ef viðhorfin breytast ekki í takt. Kristín Ástgeirs var flott að vanda og fór í sögu kynjajafnréttis á Íslandi, Kalli Matt fjallaði síðan m.a. um femínisma og Biblíuna og nýtt frumvarp um kynjað námsefni. 

Síðasta og besta erindið var síðan frá Önnu Júlíusdóttur fiskverkakonu sem fór á kostum við að vekja mann. Hún gagnrýndi meðal annars hvernig mótvægisaðgerðir vegna þorskkvótaskerðingar hafa ekki gagnast nægilega þeim sem þarfnast þeirra mest - fiskverkakonum sem hafa misst vinnuna. Síðast en ekki síst brýndi hún okkur í því hvernig við allar - og öll - þurfum að standa saman í jafnréttisbaráttunni. Baráttan snýst ekki bara um fjölda kvenna í stjórnum fyrirtækja, eins og það er mikilvægt mál. Við þurfum að berjast hver fyrir aðra og það á jafnmikið við um fiskverkakonurnar og stjórnarkonurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk sömuleiðis. Þyrfti helst að birta a.m.k. útdrátt úr erindunum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.3.2008 kl. 09:31

2 Smámynd: Þórhildur Helga Þorleifsdóttir

Lá heima í ælu og leiðindum.....komst hvorki í bleika né hvíta orku, fúlt ;(

Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 12.3.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband