Við erum ekkert hrokafull, við erum bara best!

blobloblo blo FLUTT Í VESTURBÆINN. Bloblo blo blo bloblo GREINARGERÐ Í MÁLFLUTNINGSKEPPNI, blobloblo SMÁSTRESS. Blobloblobloblo...

Ókei, nenni ekki heillri færslu svona en fannst þetta megafyndinn skets í áramótaskaupinu. Aðrir toppar voru t.d. skátarnir á Akureyri að banna börnum aðgang að barnaballi og margir fleiri sem ég hló upphátt að. Allir hins vegar sammála um að LOST-pælingin hafi verið tæp.

---

Og ég er flutt í Vesturbæinn minn á ný eftir þriggja mánaða framhjáhald með 101. Lindargatan var raunar frábær staður. En eftir tvö ár á Reynimelnum var Vestrið orðið mér kært, næstum því þannig að í brjóstinu væru farnar að bærast tilfinningar til KR þar sem ég horfði á völlinn af svölunum hjá mér og gekk iðulega kringum hann í göngutúrum. Í ljósi þess í hvaða húsi ég bý núna held ég að mér sé varla stætt á öðru en að temja mér að halda með "þessu liði"...

Barbara hefur kennt mér nokkra nytsamlega frasa, sbr þann í fyrirsögninni!

---

Það var bilað að gera hjá UJ í kringum jólin. Bæði kjaftur og partý. Fyrst kom stönt föstudaginn fyrir jól þar sem við höfðum gefið ríkisstjórninni jólasveinanöfn og afhentum jólaóskalista með ósk fyrir hvern þeirra. Hugsað sem góðlátlegt grín (ok kannski ekki allslaust við brodd) og hafði Valgerður Sverris t.a.m. húmor fyrir málinu: "og það að kenna glæsilegan menntamálaráðherrann við stúf er hreinn kvikindisskapur."

Svo kom þetta frábæra mál með Þorstein Davíðsson upp. Maður mátti varla vera að því að standa í Þorláksmessustressinu því við vorum svo mikið að koma út ályktun um málið. Fannst þetta nett leiðinlegt gagnvart Þorsteini sjálfum svona í aðdraganda jóla. Ekki víst að hann hafi ákveðið þetta sjálfur. Kannski var honum bara gerður Bjarnargreiði?

Að lokum héldum við heitt feitt partý þann 29. Elstu menn mundu ekki eftir svona mannmörgu og góðu partýi hjá UJ. Þurfti fyrir vikið að fara alltof snemma úr eldheitri afmælisgleði þessarar elskuðu konu en við náðum að bæta það upp að hluta með gæðastund í sushi fyrr um daginn.

--- 

Gleðilegt ár öll nær og fjær. Fyrir fólkið mitt sem ég er ekki búin að geta óskað gleðilegs árs: Mér þykir vænt um ykkur.

---

Nú þarf ég að halda áfram að undirbúa greinargerðina... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Blogg brandarinn var vel heppnaður og skaupið almennt.

Það er samt svolítið fyndið að hlusta á menn væla undan blogginu og einhverjir þola ekki að komin er svona gott tæki fyrir borgarana að láta sína rödd heyrast. Það sem mér finnst best við bloggið er þegar bloggarar ítrekað skúbba fréttamiðlunum sem eru steinsofandi oft og lepja bara upp það sem meginstraumsmiðlar heimsins segja, þor og dugur er eitthvað sem þekkist varla í fréttamennsku hér á landi orðið. Bloggarar þora þó allavegana oft að tala tæpitungulaust um mál sem fréttastofur þora ekki...eða geta ekki fjallað um...sem er náttúrulega bara frábært.

Georg P Sveinbjörnsson, 6.1.2008 kl. 14:00

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Gleðilegt árið 2008

Katrín Ósk Adamsdóttir, 6.1.2008 kl. 19:34

3 identicon

Gleðilegt ár mín kæra.

Gunnar Örn (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 20:52

4 identicon

Elska þig (líka!)

Sjáumst vonandi á laugardaginn ;)

er með íslenska gsm...!

Kossar frá DK

Sanders (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband