Já, við fengum gefna hækju um helgina

Helgin fór í Þing unga fólksins og partýstand. Auk þess að skreppa í Kolaportið með vestur-íslenskum frændum: Fyrrum háskólarektor Dennis Anderson og bókasafnandi bróður hans Jim. Var auðvitað þunn og þreytt klukkan ellefu á sunnudagsmorgni en það var samt gaman að hitta bræðurna. Dennis hefur að mig minnir komið átján sinnum til Íslands og ég hitti hann einmitt fyrir tólf árum með Ninu konunni hans sem er líka akademíker og helgaði starfsævina rannsóknum á stöðu kvenna. Þetta frábæra fólk leggur sig allt fram um að rækta tengslin við gamla landið og vill endilega, endilega fá mann í heimsókn. Segja ættingjana dreifða um allt í Kanada og lítið mál að redda sófagistingu. Jim bókasafnari er síðan í ágætis eftirlaunabissness í Kanada með bækur skrifaðar um eða af Vestur-Íslendingum - svona mikill er áhuginn þar.

Verð að viðurkenna að ég hafði mikla fordóma gagnvart Þingi unga fólksins. En það var miklu skemmtilegra en ég hélt og margt gott sem rataði í ályktanirnar. Mikil félagshyggjustemmning yfir vötnum sem varð til þess að SUSarar vildu mála sig upp sem kúgaðan minnihlutahóp, eins og varaformaður SUF benti á. Gaman að því. Ennþá meira gaman að hækjunni sem við í Samfylkingunni fengum frá Framsókn í tilefni ríkisstjórnarsamstarfsins. Líka að gjöf UVG til Framsóknar. Það var hann Svabbi félagi minn, Svavar Knútur í Hraun!, sem fór á kostum með flutningi á laginu Mengum Ísland og lýsingu á því hvernig vídjóið við það lag gæti verið. Meðal annars Valgerður og Halldór að hlaupa í sló-mó að hætti Strandvarða, með hjálma á hausnum (þó ekki í rauðum sundbolum). Til að bjarga börnunum á Reyðarfirði með uppblásnu hungurbumburnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var þetta notuð hækja?

Soffía (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 14:12

2 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Jújú, það fylgdi sögunni. Og ég þurfti einu sinni að bjóðast til að skila henni um helgina. En bara einu sinni og ég man ekki einu sinni útaf hverju.

Anna Pála Sverrisdóttir, 27.9.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband