27.7.2007 | 10:09
Þarna tókst þér það
Það eru mögnuð augnablik þegar maður les eitthvað og hugsar mér sér að þarna hafi höfundinum tekist að koma í orð eitthvað sem maður sjálfur hefur hugsað með sér en ekki náð svo vel utan um að geta orðað.
Las Bakþanka Davíðs Þórs frá 22. júlí
"Trú sem byggir á náungakærleik, auðmýkt og umburðarlyndi er ekki fíkn heldur einmitt fullkomin andstæða hennar á allan hátt. Trú sem sættir í stað þess að sundra er ekki sjúkdómur heldur einmitt lausn undan einhverju skelfilegasta meini sem herjað hefur á mannkynið."
Sjálf hef ég ekki verið í nánum tengslum við Almættið síðan ég var sjö ára í sumarbúðum (ætla ekki að hafa hér yfir klisjuna: Ég trúi á mínum eigin forsendum). En alltaf fundist að trú eins og Davíð lýsir geti ekki verið nema falleg og góð, hvað sem hún heitir. Og boðskapurinn um fyrirgefninguna er eitt það fallegasta sem ég veit, sama hvernig kristnum mönnum um heiminn hefur tekist að snúa upp á þá hendi.
Helsti gallinn við trúarbrögð eru auðvitað íhaldsemi stofnana í kringum þau. En að segja að trúarbrögð séu réttlæting fyrir stríðrekstri eða öðru rugli - ég veit ekki. Held það sé ekki svo einfalt.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Flott og takk fyrir tengilinn.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.7.2007 kl. 10:23
Flott færsla og ég sammála. Hver er svo kominn til með að segja að kirkjur og önnur tilbeiðsluhús séu á vegum almættisins?
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2007 kl. 13:56
Þessi grein hans Davíðs Þórs er fín lesning. Margir ættu að taka þetta sér til fyrirmyndar.
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir, 27.7.2007 kl. 14:25
Ertu þá að segja að þú hafir ekki frætt þig eða sett þig í sambandið við Almættið þrátt fyrir að bróðir þinn sé kristniboði í Eþíópíu?
Kirkjan er í rauninni ekkert annað fólkið sem í henni er, með öllum þeim breyskleika og vanköntum sem þeim fylgja!
Magnús V. Skúlason, 27.7.2007 kl. 15:49
Rétt hjá þér Magnús, það hef ég ekki gert. Ætli ég verði ekki að treysta á milligöngu Kristjáns og Helgu í þessum efnum ef á þarf að halda.
Hins vegar er ég sammála þessu seinna. Þarna tekst þér einmitt að orða nokkuð sem ég hefði viljað segja sjálf ;-)
Anna Pála Sverrisdóttir, 27.7.2007 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.