Enskuslettur

Ég sletti ensku að ég held talsvert. Það er miður.

Þá er ég ekki bara að tala um dísesið frá því í gamla daga. Oft virðast flókin orð og hugtök verða fyrst til að rata fram á tungubroddinn á ensku. Þegar konan er farin að nota orðskrípi á borð við "refíneraður," þarf að gera eitthvað í málunum.

Það er nefnilega alls ekki töff að sletta ensku mikið. Stundum kann manni að finnast það fínt. En hugsið ykkur Þjóðverja að tala þýsku eða Japana að tala japönsku: "Jaja ich heiße Klaus, aber OH MY GOD, können wir das nicht..." / "Konnichiwa, genki desuka?! Nihon-jin desuka? YEAH RIGHT!"

Þegar ég fer til útlanda finnst mér yfirleitt megahallærislegt að heyra tungumál heimamanna talað með áberandi enskuslettum. Ég vil helst ekki svoleiðis mengun í menningunni sem ég er að kynnast. Og fæ aulahroll. 

Ætli sama eigi við um túrista sem koma til Íslands?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður skammast sín smá og sérstaklega þegar maður hittir enskumælandi fólk... eins og maður sé þvílík sleikja.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 01:24

2 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Hehe ég var að "díla" við tvo þjóðverja í vikunni sem sögðu mér það að "slangrið" í þýskalandi væri svo óheyrilega mikið að það væri í raun héraðsskipt. Þó þeir byggju bara 50km frá hvor öðrum þá ættu þeir í basli með að skilja hvorn annan.

Er undarlegt þó maður sé ekki alveg að "meika það" í þýskunni?????

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 30.6.2007 kl. 03:14

3 identicon

Þegar fólk hefur vald yfir slettunum er hægt að nota þær til að krydda - en ég held það sé ekki hæfileiki sem sé mikill hagnaður af því að rækta. Maður áttar sig einmitt á því hvað þetta er skelfilegt þegar maður heyrir vini sína sletta í kring um fólk sem maður þekkir minna. Bublan rofnar og sannleikurinn appears. Hrollr!

Kristleifur Daðason (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 12:44

4 identicon

Hm, gætir það verið að Hulda hérna fyrir ofan er að tala um mállýsku en ekki slangurýrði ?! Mér sýnist það,  það er nefnilega ekki auðvelt að skilja alla hérna heima í þýskalandi :) En þetta gengur samt og er þannig eiginlega bara spennandi að spjalla við fólkið um hitt og þetta fyrirbæri "á hina og þessa mállýsku". Og það egja nú flestir Þjóðverjar oh my god og allt þetta, það er ekki miklu öðruvísi en á Íslandi finnst mér.

En allavega mjög spennandi þetta þema! Mér finnst bara áberandi að enskuslettur eru notaðir fyrst og fremst af unglingnum á höfuðsborgasvæðinu miklu minna af eldra fólki á landsbyggðinni, en það er kannski ekkert nýtt. 

Jæja, "bæ" und "Tschüß" segir Þjóðverji :)

Pjóðverji (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 14:25

5 identicon

Japanska er nú hvort sem er orðin úttroðin af enskum orðum á borð við biru, conpyuta, sarariiman, sandoichi, hankachi, kurizumasu keeki o.s.fr.v. Sem og furðulegum samsettum enskum orðum og skamstöfunum eins og oeru eða OL (=office lady).

Þannig að hreintungustefna myndi, líklega, seint takast mjög vel ef hún yrði tekin upp meðal Japana.


Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 21:53

6 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Þetta síðasta er reyndar mjög vel athugað.

Orðið hreintungustefna vekur upp hugrenningatengsl hjá mér við fasisma. Líklega er ekki hægt að koma í veg fyrir að tungumál þróist og að í þau séu tekin upp orð annars staðar frá. En ég vil samt að fólk sé meðvitað um að halda upp á tungu mæðra/feðra/foreldra? af því þau eru svo mikill lykill!

Anna Pála Sverrisdóttir, 30.6.2007 kl. 22:36

7 identicon

Kannast við áhyggjur af eigin slettunotkun. Ég sletti óhugnalega mikið upp á dönsku. Veit ekki hvaðan það er komið.

Það sem mig langar samt mest að vita er um hvern notaðir þú orðið "refíneraður"???

Andrés (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 13:02

8 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Refíneraður hét nú raffíneraður hjá dömum fyrir miðja síðustu öld og átti við um þá sem voru smart og jafnvel fínt fölende! En kannski hafa þær stundum fengið bakþanka og reynt að útrýma dönskuslettunum sínum, reynt að vera vandaðar frekar en raffíneraðar...

Ég ólst upp við að foreldrar mínir leiðréttu mig ef ég sletti, talaði ekki málfræðilega rétt eða fór rangt með málshætti. Það var bara eitt af því sem var verið að kenna manni í dagsins önn og mér finnst sjálfsagt að fólk haldi því áfram.

Guðrún Helgadóttir, 3.7.2007 kl. 15:30

9 identicon

...er ekki málið að ,,fóta" þetta?

...spurning um að ,,taka móment..."

barbarainga. (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 16:35

10 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Held að ég tsjilli oft í staðinn fyrir að slaka á! 

Ég verð að valda Andrési vonbrigðum og upplýsa að ég notaði þetta orð um einhvern hlut eða lesefni en ekki manneskju. Man ekki einu sinni hvað. En það sem ég hugsaði fyrst var enska orðið refined

Hver gæti maðurinn annars verið sem yrði lýst með þessu orði? Mér dettur í hug Guffi, Guðfinnur Sigurvinsson.

Anna Pála Sverrisdóttir, 4.7.2007 kl. 01:13

11 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Og Barbara, ég held að ég ætli ekki að hætta að taka móment! Að minnsta kosti ekki ef Ferðafélagið Sápan er með í för. Þá heitir þetta líka barbaríska en ekki enska. Er ekki töff að sletta svo framandi tungumáli?

Anna Pála Sverrisdóttir, 4.7.2007 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband