Ljóð í kröfurétti og flugumenn

Það er gott að geta lífgað upp á lesturinn -eða bara daginn- með einföldum leiðum.

Ljóð dagsins á ljóð.is er ein. Erla Elíasar á flott innlegg í dag. Ég var aðeins að velta fyrir mér túlkun á því áður en ég hélt áfram að lesa um skaðabótareglur fasteignakaupalaganna. Þess má geta að Erla hefur líka skrifað mjög skemmtilega pistla á Vefritið.

Og Eva átti þar góða pælingu um daginn, um afstæði frelsishugtaksins.

 

Annars hefur mér tekist að koma tveimur nánum flugumönnum* í minn stað á Mogganum í sumar. Geri aðrir betur, miðað við hversu margir þreyttu blaðamannaprófið. Ég er stolt af ykkur og ekki síður ánægð fyrir hönd Mogga míns. 

 

 

* Þeim er ekki ætlað að vinna blaðinu mein á nokkurn hátt en eru flugumenn í þeim skilningi að leka í mig upplýsingum um partý og annað mikilvægt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brissó B. Johannsson

takk fyrir pulluna og kóka kapítalism, it'sa næææææææs

Brissó B. Johannsson, 2.4.2007 kl. 13:29

2 identicon

ansi ertu sniðug:)

Hrund (IP-tala skráð) 6.4.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband