Próflestur vikunnar og maður vikunnar

Föstudagskvöld, próf á þriðjudaginn og einbeitingin gæti verið betri. Þá þarf að bíta á jaxlinn og horfa fram á við. Taumlaus gleði á dagskrá eftir próf. Og vinna auðvitað - en þar er nú oftar en ekki gleði. Próflokadinner með hressum stelpum, próflokapartý með hressum Ungum jafnaðarmönnum á laugardaginn eftir viku, eitthvað óákveðið flipp með Söndru vinkonu á þriðjudaginn,... Hákon sem bráðum kemur heim úr skólanum í Colorado átti þetta dásamlega komment hérna: „Í sumar verður þú svo dregin með í fjallgöngur með mér og Söndru, gegn vilja þínum ef það kemur til þess.“ Það verður aldeilis ekki gegn vilja mínum. Gott samt að vita af fólki sem myndi draga mig spriklandi og sparkandi ef til þess kæmi.

Nú þarf ég að reyna að gera eitthvað. Maður vikunnar á þessu bloggi er Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og stuðbolti, sem er afdráttarlaus um að ekki eigi að fara í eignarnám á Þjórsárbökkum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband