JÁ!

Króatar komnir yfir hérna á fjórðu mínútu leiksins. Við erum gríðarlega hress með það. Ég fylgist reyndar illa með fótbolta venjulega en ég elska svona stórpartý eins og EM er. Búin að halda með Króötum frá því á EM ´96 ef ég man rétt. Beit í mig að það væri asnalegt að halda með "bræðrum okkar Dönum" eins og allir. Ég hef haldið tryggð við Króatíu síðan. Og ég var yfir mig ánægð að fá þessa mynd af okkur Braga með króatíska keppnisliðinu úti í Washington. Þau voru reyndar að keppa í lögfræði en fótboltatreyjurnar nýttust jafn vel við það.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra af öðrum aðdáanda Króatíu. Þeir eru með hörðustu vörn í Evrópu og ekki skemma búningarnir fyrir. Leiftrandi gott lið!

Jói Kjartans (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 16:33

2 Smámynd: Snooze

Deutschland, Deutschland über alles!

Snooze, 8.6.2008 kl. 18:07

3 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Hva... af hverju heldur þú ekki með "bræðrum okkar Dönum"? Til hamingju með sigurinn. Ég beit það í mig þegar ég var 6 ára að halda með Völsungi frá Húsavík. Í dag er ég 29, og geri það enn! (ég á enga ættingja á Húsavík, og flutti þaðan í burtu árið 1986). Það getur orðið erfitt fyrir þig að losna við Króatana.

Sindri Guðjónsson, 9.6.2008 kl. 03:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband