Reykjavík-Frankfurt-Tel Aviv

Það þarf að gera eitthvað í þessum gróðurhúsaáhrifum. Þó ekki væri nema af því ég er búin að vera í svitabaði á skrifstofunni minni undanfarna daga. Líka núna, þótt það sé ekki sól. Það er bara svo HEITT úti. Stóra viftan sem ég er með á fullu við opin glugga er eins og dropi í hafið. Og mér líður eins og á breytingaskeiðinu þrjátíu árum of snemma (kannski er ég bara læknisfræðilegt undur)

Og heyrðu, er ekki stelpan bara á leið til Ísraels&Palestínu í fyrramálið. Hér útskýri ég hvað við Eva Bjarna ætlum að gera þar. Ákveðið með mjög stuttum fyrirvara og með nettan hnút í maganum yfir hvort við myndum steypa okkur í skuldir langt upp fyrir haus. Þetta virðist þó ætla að bjargast ágætlega en ef fleiri vilja leggja til í samskotin þá bara skrifa mér í aps hjá hi.is ;) Erum búnar að halda frábært kvöld í undirbúningnum þar sem við fengum m.a. mjög áhugaverðar frásagnir krakka sem eru nýbúin að vera við hjálparstörf á Vesturbakkanum.

Það þarf engin gróðurhúsaáhrif til að það geti orðið óbærilega heitt í Miðausturlöndum (hugsum um hvernig það getur orðið þegar hitinn á jörðinni eykst...) og í gær átti ég í mestu vandræðum með að finna föt sem a) hylja mig og b) drepa mig ekki úr hita. Á tímabili var ég því að fara bara í síðu náttfötunum mínum. En við látum þetta reddast, eins og allt annað.

Ég verð að játa að það er mikil spenna í mér. Þótt svona "pólitísk skoðunarferð" sem er kannski lýsingin sem kemst næst því sem við verðum að gera, sé ekki hefðbundið frí, held ég að þetta verði frábær ferð. Enda fer ég með svo frábæru fólki að það er ekki séns á öðru. Vonandi kemst ég nær því að skilja deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafsins sem við heyrum svo oft um og hvernig það er að lifa daglega lífinu sínu þar.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Hey skvís, labbaðu á einhvern markað og keyptu þér gólfsítt mjög vítt pils. Það bjargar manni allveg í hitanum!

Ester (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband