Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Þarna tókst þér það

Það eru mögnuð augnablik þegar maður les eitthvað og hugsar mér sér að þarna hafi höfundinum tekist að koma í orð eitthvað sem maður sjálfur hefur hugsað með sér en ekki náð svo vel utan um að geta orðað.

Las Bakþanka Davíðs Þórs frá 22. júlí

"Trú sem byggir á náungakærleik, auðmýkt og umburðarlyndi er ekki fíkn heldur einmitt fullkomin andstæða hennar á allan hátt. Trú sem sættir í stað þess að sundra er ekki sjúkdómur heldur einmitt lausn undan einhverju skelfilegasta meini sem herjað hefur á mannkynið."

Sjálf hef ég ekki verið í nánum tengslum við Almættið síðan ég var sjö ára í sumarbúðum (ætla ekki að hafa hér yfir klisjuna: Ég trúi á mínum eigin forsendum). En alltaf fundist að trú eins og Davíð lýsir geti ekki verið nema falleg og góð, hvað sem hún heitir. Og boðskapurinn um fyrirgefninguna er eitt það fallegasta sem ég veit, sama hvernig kristnum mönnum um heiminn hefur tekist að snúa upp á þá hendi.

Helsti gallinn við trúarbrögð eru auðvitað íhaldsemi stofnana í kringum þau.  En að segja að trúarbrögð séu réttlæting fyrir stríðrekstri eða öðru rugli - ég veit ekki. Held það sé ekki svo einfalt.


Fyrir hjartaræturnar

Ég veit ekki með Guð. En það er eitthvað aðeins of frábært við þessa speki sem hékk uppi í gestamóttökunni á einshótelseyjunni á Fiji. 

21.12.06 068 
E.s. Önnur nálgun þegar lífið er fáviti, er "hakuna matata," eins og frægir félagar notuðu óspart í Konungi ljónanna (sem ég hef einmitt séð/heyrt í bakgrunninum á heimilinu svona áttatíu sinnum og endurnýjaði kynnin við um helgina). Helga mín var í Kenýja við læknisstörf og komst að því að fólk notar þetta í alvörunni, og það óspart. Hún segir frá upplifuninni hérna.


Eins og fiskur i vatni

Sund medal hakarla, balfor ad haetti hindua, paradisareyja og Mt. Everest er medal tess sem a dagana hefur drifid ad undanfornu. Ja, eg veit tad er langt sidan sidast -haettidi ad bogga mig :) Er lika komin med skirteini uppa kafararettindi nidur a 18 metra dypi i millitidinni svo eitthvad se nefnt.  

Nepal var, serstaklega eftir a ad hyggja, alveg otrulega ahugavert land ad fara til. Ad taka tad a stuttum tima reynir a, tvi eins og tetta er frabaert land er tad lika tridjaheimsland. Vegagerd og farartaeki i samraemi vid tad.  En tad er samt tess virdi ad keyra tjodveginn milli Kathmandu og Pokhara, hanga utan i snarbrottum fjollum, og horfa nidur ad anni sem rennur medfram veginum. Aldrei hefur ordid "lif-aed" talad jafn mikid til min og tar. Tad var folk alls stadar, ekki bara medfram anni, heldur uti i henni lika. Folk ad tvo tvott, folk ad bada sig, folk ad safna grjoti, folk ad gefa buffaloum ad drekka, folk ad veida ef eg sa rett... 

Tad er magnad hversu mikid ma gera a einum degi (tratt fyrir ad alls ekki se haegt ad hafa alla daga svoleidis.) Einn dagur i okunnu landi getur gefid manni eitthvad til ad hugsa um i margar vikur. A tessum eina degi getur einn klukkutimi farid i ad rolta upp ad hinduahofi. Og tad er ekki bara enn eitt hofid, heldur utfararstadur lika. Madur situr a arbakkanum hinu megin, reynir ad gera sig osynilegan en getur ekki annad en fylgst med. Myndavelin fer ekki hatt upp og madur dirfist ekki ad faera sig naer til ad na myndum af logunum -ekki hefdi eg viljad hafa turista vidstadda jardarfarirnar hja ommu og afa i vor. Tad hefdi verid blatt afram faranlegt. En i Kathmandu kipptu menn ser litid upp vid ta. Og Everest kippti ser litid upp vid okkur flugurnar sem sveimudum kringum kollinn a risanum.

"Aetli eg fari einhvern timann aftur hingad?" Er spurningin sem madur spyr sig tegar flugvelin tekst a loft og enn eitt landid liggur ad baki. Svarid er ovist og tad eina i stodunni er ad njota medan madur hefur.

----

Og nu er tad Thailand. Og eg eins og fiskur i vatni ef svo ma segja. Ekki bara nedansjavar. Hins vegar er litil paradisareyja med faum turistum og med allra bestu kofunaradstaedum i heimi ekkert mjog slaemt mal. "Open Water Diver Certificate" kostar mikla vinnu i boklegu og verklegu nami, en tad er ekki leidinlegt nam sem felur i ser ad vera 45 minutur i einu nedansjavar og lida eins og i risastoru fiskaburi. Med hakorlum og alles tegar komid var nidur a atjan metrana (ja eda eiginlega tuttugu, alveg ovart).

Bangkok. Nutimi. Austur hittir vestur. Andstaedur, ja. En tegar madur paelir i tvi, andstaedur eru lysandi fyrir marga stadi. Su lysing a ekki sidur vid um Tokyo sem er naesti afangastadur og einn af mjog faum a leidinni sem eg hef komid til adur. Tar hittist lika austur og vestur, gamalt og nytt. En lika a allt annan hatt en herna. 

Eg held ad vid Islendingar hofum ekki ad ollu leyti mjog motadar hugmyndir um Thailand. Finnst eins og kynlifsturismi og neikvaed vidhorf seu svolitid dominerandi, er tad kannski vitleysa? Allavega eru Thailendingar upp til hopa aedislegir, maturinn er godur og snyrtimennskan alls stadar i fyrirrumi. Oryggistilfinning. Endalaust haegt ad sja, gera, smakka, fara... Og versla. Va. Eg hef varla sed eins mikla verslunarmoguleika saman komna a einum stad og herna hinu megin vid gotuna. Tetta er bara alveg tryllt. Ef eg aetladi ad eyda, sem ad sjalfsogdu passar ekki inn i planid, myndi eg varla vita hvar aetti ad byrja.

Heimsklassahonnudir i hvada vorutegund sem er. Ferrari bill eda Bang & Olufsen graejur, MacBook fartolva eda Armani dressid. Hvad sem er i nokkrum verslunarmidstodvum.

Og yfir ollu vakir kongurinn sem er ekki bara miklu, miklu vinsaelli her heldur en i Nepal heldur nanast i gudatolu. 

 


"Madur hefur ekki mordingja fyrir konung" & munkurinn sem heldur med Chelsea

Eg er i godum gir. Baenagjord med buddhamunkum, bjordrykkja med hressum Breta, ovaentur sundsprettur eftir batsferd a vatninu herna, vaknad kl 04.30 i gonguferd um fjollin og hud sem vard eins og beikon i fjallaloftinu og solinni. Politiskar umraedur vid heimamann um konunginn, stjornina, maoistana og orettlaeti innflytjendaloggjafar i heiminum. Landid er Nepal, borgin er Pokhara. 

Helt tad aetti ekki ad vera haegt ad grillast i Nepal. Tad reyndist rangt en yfirleitt er vedrid alveg otrulega thaegilegt herna. Nuna adan var ad visu eins og monsoonregnid vildi gera eina lokatilraun til ad berja mann nidur af afli. Nog um vedrid, tad er leidinlegt umraeduefni. Tad vottar lika fyrir biturleika uti skyin sem hafa verid fyrir hinum rosalegu Annapurna-fjollum svo madur sa ekki glitta nema i einn tind i morgun. "Er eg a syru eda er tetta fjall?" spurdi Barbara tegar hun sa hann, svo langt langt fyrir ofan okkur og nalaeg fjoll var snaevi thakinn Annapurna II. To vorum vid i 1400 m haed. Ekki slaemir nagrannar.

Fyrir okkur gemsabladrandi pitsukynslodarbornin er tad einstok reynsla ad fa ad vera fluga a vegg vid baenagjord buddhamunka i klaustri her uppi i haedunum. Serstaklega i ljosi tess ad einu sinni aetladi eg ad verda buddhamunkur i stadinn fyrir ad fermast. Allavega. Allt i einu kom i ljos ad vid hofdum verid tarna i amk trja klukkutima, tar af tvo sitjandi uti i horni ad hlusta a baenasonglid. Munkarnir voru ungir og audvitad allir klaeddir skv kunstarinnar reglum. Setid var vid tvaer einfaldar radir af bordum sem leiddu upp ad sjalfum Buddha innst i stupunni (buddhahof). Og songlad. Tad sem kom a ovart: Jafn mikill salarfridur og faerdist yfir mann, var svo augljost ad munkarnir toku sig hreint ekki of alvarlega. Teir toludu kannski ekki saman en brostu sin a milli og einn togadi i eyrad a naesta svo litid bar a. Svo fellu teir i trans inni a milli. En tetta var einhvern veginn svo edlilegt, afslappad og jardbundid. Stelpa i throngum gallabuxum kom inn a medan, hneigdi sig fyrir Buddha og vinkadi i einn munkinn a leid ut. Ekkert mal.

A laugardogum spila munkarnir svo fotbolta og einn sem tekinn var tali, 19 ara gamall og aetlar alltaf ad vera munkur skv eigin vali, sagdist raunar halda med Chelsea. Hann vissi upp a har hvada leik teir aettu naest. Fotbolti og kok. Tetta er alls stadar.

Straetoferd um Pokhara er skemmtun og menningarupplifun ut af fyrir sig. Verd ad fa ad deila skilabodum a bol sem ungur madur klaeddist. "No job? No problem! No car? No problem! No money? No problem! Guess what? No date!!!" 

Og svo var tad mal malanna, politikin i Nepal. Astaedan fyrir hversu ferdamonnum hefur faekkad her. Leidsogumadur hvers nafns verdur ekki getid her, tratt fyrir ad hann upplysti reyndar ad stjornmala-, tjaningar- og fjolmidlafrelsi se ordid allt annad en fyrir nokkru sidan, raeddi frjalslega um stjornmalin. Enda fair ad hlusta uppi a fjollum. Hann sagdi, sem vissulega er rett, ad audvitad eigi maoistar ad fa ad bjoda fram til things eins og hver annar flokkur. Teir yrdu ta attundi flokkurinn a thingi. Tad sem var merkilegra og kom a ovart, er ad hann taldi ad yfir 50% Nepala stydji maoistana. "Af hverju ekki ad gefa teim taekifaeri? Vid erum med nuverandi stjorn og fyrir stuttu red konungurinn ollu. Nu tarf ad breyta tvi ad medan nokkrir Kathmandu-buar maka krokinn, a folkid i sveitunum ekki ad borda." Og hann var fljotur ad afgreida konginn, sem m.a. annars bannadi thingfundi og fleira hresst. "Madur hefur ekki mordingja fyrir konung." Svo morg voru tau ord.  

 


Taj Mahal slegid ut

Heldudi ad Taj Mahal vaeri eitthvad spes? Jaeja. Tad verdur ad vidurkennast ad liklega er byggingin i sjalfri ser ein su flottasta, eda jafnvel flottasta sem eg hef sed. Ad sja hana skipta litum i dogun kl sex ad morgni, var fallegt, fallegt, fallegt. En ein bygging verdur ekki tekin ut ur umhverfi og andrumslofti. Eg upplifdi ad sveiflast milli tess hvort tetta vaeri yfirmata romantiskur stadur, eilifur minnisvardi um ast a einni konu -eda bara ekkert serstaklega romantiskt og rosalegt kitsch.

Taj Mahal er nefnilega turistagildra krakkar minir. Og randyr tar ad auki. Tad bjargar einhverju ad ferdamennirnir eru jafnt indverskir og erlendir. En tad er bara ekki haegt ad fa neina yfirthyrmandi tilfinningu um leid og madur reynir ad troda ser fyrir framan feita Thjodverjann til ad taka myndir. Eg tala nu ekki um tegar madur var strax ordinn pirradur eftir ad beinlinis berja af ser rickshaw bilstjora og minjagripasala. Stadurinn faer samt plus fyrir vissa kyrrd sem sveif yfir votnum og ta serstaklega tegar opnadi og adur en allt fylltist. Borgin Agra sem hysir tessa perlu var allt annad en kyrrlat og eiginlega frekar leidinleg.

Nu. Taj Mahal var sidan slegid raekilega ut tetta sama kvold. Eftir ad hafa skodad Agra-virkid tadan sem Indlandi var eitt sinn stjornad (asamt hinum turistunum) var akvedid ad leigja bil med bilstjora og fara ut fyrir borgina asamt tveimur hressum strakum af hotelinu okkar. Ferdinni var heitid um 40 km ut fyrir Agra. Tar er "tynda borgin" Fatehpur Sikri og Jama Masjid moskan. Tynda borgin a ad vera adalmalid og a ser ahugaverda sogu. Meistaraverk hvad vardar arkitektur sem hofdinginn Akhbar let byggja ad mig minnir a sextandu old. Tar bjo hann til samfelag hugsuda af mismunandi truarbrogdum tar sem hann var vidsynn mjog og elskadi rokraedur. En eins og ferdafelaginn Lonely Planet upplysir: Borgin tjadist af gifurlegum vatnsskorti og eftir dauda Akhbars var jafnt borgin og frjalslyndu vidhorfin yfirgefin.

Nuna var fallegt ad koma i tessa eydiborg med adeins stoku turista a stangli og skoda t.d. Holl kristnu eiginkonunnar, Domugardinn, Laeknishusid, Stjornsysluhudid o.fl. Til marks um hvad menn leggja a sig fyrir nokkrar rupiur herna, baudst madur nokkur til ad stinga ser ut i vatnsbolid gegn borgun. Allt i einu var hann kominn a naerbuxurnar og Paul hinn kanadiski borgadi honum 60 kronur fyrir ad hlaupa ad bruninni og stinga ser um sjo-atta metra nidur a eiturgraenan vatnsflotinn. En fyrst eftir tetta var komid ad adalmalinu.

Eftir tyndu borgina var komid solsetur og vid heldum yfir i Jama Masjid (held hun heiti tad) moskuna. Sjalf moskan er litil, hvit marmarabygging en umhverfis er n.k. virki og risastort, steinlagt torg. Solseturslitirnir spegludust i raudbleiku sandsteinsveggjunum a virkinu. A torginu var folk, en tad voru ekki turistar. Vid vorum a mjog helgum stad i huga muslima og tannig var stemmningin. Inni i moskunni sjalfri er grof heilags manns sem Akbhar let byggja tetta kringum fyrir ad hafa gefid honum barn (to ekki bokstaflega). Tangad koma muslimar i pilagrimsfor, dreifa rosablodum yfir grofina og leggja litklaedi yfir. Svo faer madur thradarspotta til ad hengja i gluggana, sem eru ur utskornum marmara. Um leid og hnuturinn er bundinn hefur hver gestur eina osk. Hun a ad raetast. Eg get sagt ad eg kom sjalfri mer mjog a ovart en tad ma ekki upplysa hvers edlis tessi osk min er. Tad veit bara spamadurinn sjalfur sem geymir rauda thradinn minn asamt thusundum annarra. Og eg geymi med mer takklaeti fyrir ad hafa komid tarna.

 

 

 

 


Og tannig byrjar tetta allt saman:

Jaha! Ta er heimsreisan hafin. Her med verdur tetta ferdablogg fyrir Moggann minn.

Fyrsta stopp Cambridge, Englandi. Jafnframt eini afangastadurinn i Evropu. Annad kvold liggur leidin til Sudur-Afriku. Med i for er einn bakpoki fyrir tessa fjora manudi. Eg hef aldrei pakkad jafn litlu nidur, ekki einu sinni fyrir helgarferd til Akureyrar. Tad vissi eg ekki ad eg gaeti, prinsessan sjalf. Tad sem helst thyngir pokann er hengilas og kedja gegn stuldi.

Tad er alveg frabaert ad byrja i Cambridge. Sagan drypur audvitad ur hverjum turni og mann langar naestum ad setjast nidur og studera. En bara naestum. Mer lidur almennt vel i svona haskolabaejum. Thora systir hennar Barboru og Liz hennar vilja allt fyrir okkur og gera og gott ad stoppa her i knus adur en lengra er haldid. Vedrid i dag var tad sem vid kollum Mallorca vedur a Islandi! Namminamm.

Forum adan i aftansong i Great St. Mary's Church, agaetis veganesti ad setjast nidur og hugsa sma. Svo forum vid i batsferd a Cam anni sem borgin heitir eftir. Bjutiful i solinni. Afskaplega bjutiful skolastrakur stjakadi okkur afram, en song to ekki eins og i Feneyjum. Vinur hans beid svo faeris a einni bruanna ad hella vatni nidur a hann. Vid sigldum framhja 7 af 31 colleges. Herna virka colleges eins og heimavistirnar i Harry Potter bokunum. Sigldum m.a. framhja Trinity College sem er rikastur og Kalli prins laerdi i. Hann var i halfgerdu einkanami og enginn sat timana nema hann og lifvordurinn hans. Ad nami loknu sotti lifvordurinn um ad taka lokaprofin, sem hann fekk og gerdi og utskrifadist a endanum med betri einkunn en Kalli! Sa borgadi to brusann. Eg sa lika Darwin College tar sem Jana vinkona verdur i doktorsnami i eldfjallajardfraedi fra og med haustinu. Mjog adladandi.

Nu. Tad var god stemmning i anni, sumir voru i bat med leidsogumanni eins og vid en adrir hofdu leigt ser bat sjalfir. Menn stodu sig misvel i ad styra. Stundum var klessubilastemmning svo hvitvinid sulladist nidur hja hjonunum sem satu vid hlidina a okkur i romantik. Og tad for aldrei svo ad vid saejum ekki einhvern detta i dokkgraent djupid, beint a hausinn ofan ur batnum sinum. Haha.

Sudur-Afrika er mikid tilhlokkunarefni. Tangad tokum vid med okkur fullt af barnafotum fyrir hugsjonakonuna Ali sem er vinkona Thoru og Liz. Verdum komnar a tridjudagsmorguninn. -Tangad til naest.

E.S. Teir sem tekkja mig mega senda post i annapalas hja gmail.com og lata mig hafa addressu ef mer skyldi detta i hug ad senda postkort. Lofa to engu. Svo vil eg endilega fa komment fra ykkur herna fyrst eg fae ekki ad hitta ykkur. Lika fra ykkur sem lesid og kommentid aldrei. Eg veit hvar tid eigid heima!


Annars flokks ást

f_gaycouple.jpg

Sms samskipti. Ég: "Ertu búnad borda kvöldmat?" Ragnheiður: "Nei, er sko ad leika í fyrstu samkynhneigdu hryllingsmyndinni. Hvarta spá?" Ég: "Hahaha. Var svöng, er búin ad borda. En viltu fara á örstutt kaffihús um ellefuleytid?" Ég hef ekki heyrt í Ragnheiði síðan, og þetta var í fyrrakvöld. Spurning að athuga hvort einhver hafi dáið nýlega við tökur á blóðugu atriði í kvikmynd.

Er það annars öfga pólitísk ranghugsun að hlæja að tilhugsuninni um samkynhneigða hryllingsmynd? Eða bara eðlilegt að finnast fyndið að detta þetta í hug. Og skemmtilegt. Ég pant sjá myndina.

Ég datt inn á vef Alþingis í gær í þeim spennandi erindagjörðum að skoða nýju tollalögin og sjá hvernig refsiábyrgð er ákvörðuð í þeim. Gömlu lögin voru nefnilega vafasöm. Fór í staðinn að skoða nýleg þingskjöl og var forvitinn um hvar frumvarpið um réttarstöðu samkynhneigðra stæði. Á eftir að ræða það tvisvar og spurning hvort næst að klára það fyrir þinglok. Vonandi, af því virkileg framför felst í þessu frumvarpi að mjög mörgu leyti, t.d. hvað varðar skráningu sambúðar í þjóðskrá, ættleiðingar samkynhneigðra para og tæknifrjóvganir fyrir lesbíur.

En í nefndaráliti Allsherjarnefndar kemur fram að enn þora menn ekki að ganga alla leið í því að hjónaband er staðfesting á samlífi tveggja einstaklinga sem elska hvorn annan. Ekki endilega karls og konu. Um þetta atriði segir orðrétt: "Í frumvarpinu er ekki lagt til að lögum um staðfesta samvist verði breytt á þann veg að trúfélögum verði heimilað að staðfesta samvist. Engu að síður ræddi nefndin á fundum sínum um þann rétt þar sem í umsögnum og á fundum kom fram að einstök trúfélög hafa lýst yfir vilja til að fá heimild til þess."

Af hverju má ekki veita þessa heimild? Við erum að tala um heimild, ekki skyldu. Auðvitað er svo útskýrt, en ekki mjög skiljanlega finnst mér, af hverju þetta atriði fékk ekki náð fyrir augum nefndarmanna, nema Guðrúnar Ögmundsdóttur og Sigurðar Kára Kristjánssonar sem samþykktu með fyrirvara. Forvitin að vita hvaða fyrirvari það var. Til að réttlæta þessa höfnun, kemur svo fram í álitinu að lagaleg réttarstaða samkynhneigðra sé nú sambærileg við gagnkynhneigða. Sem er mjög gott. Mér finnst bara að félagsleg staða skipti jafn miklu máli. Að samkynhneigðir geti ekki gengið í heilagt hjónaband jafngildir því að segja að þeirra ást sé annars flokks. 
 


Nöttararnir á Filippseyjum

bloggmyndir.jpg

"Anna Pála, þú ert búin að sofa í fimmtán og hálfan tíma." Ég fór á fætur um klukkutíma seinna, klukkan eitt í dag. Veit ekki alveg hvað er að gerast en ég hef ítrekað sofið svona rosalega að undanförnu. Tengist kannski því að hafa minna að gera núna en undanfarin þrjú ár eða svo. Og ef svefninn getur losað mig við þetta ógeðs kvef úr lungunum og hor úr nefinu verð ég sátt. Svo dreymir mig gott rugl og tala reglulega og mikið upp úr svefni. Bjarnið segist þó ekki greina orðaskil nema einstaka upphrópanir á borð við JÁ! sem er eins gott. Hugmynd að hafa diktafóninn í gangi eina nótt og rannsaka málið sjálf, kannski kemst ég að einhverju nýju.

Annars var ég að horfa á fréttir og að sjálfsögðu, eins og ég bjóst við, eru nöttararnir á Filippseyjum jafn hressir og ávallt á föstudaginn langa. Fréttastofurnar sýndu blæðandi bök og öskrandi fólk sem var sjálfviljugt neglt á krossa. Athyglisvert að NFS varaði við myndunum en RÚV ekki við þeim sömu. Allavega, ég ætla að vera fordómafull og segja að ég skil ekki alveg tilganginn með þessum þjáningum. Tilgangurinn er að mér skilst að sýna fram á samlíðan með þjáningum Krists á krossinum og minnast fórnar hans. Sem er gott og gilt markmið. Það sem skilur að er Filippseyingarnir þjást en hverju breytir þeirra fórn? Til að komast nálægt áhrifum aðal píslarvottarins á heiminn, held ég að þeir ættu að finna upp á einhverju nýju. Píslarvætti er ekki raunverulegt nema þú færir raunverulega fórn. Og það er af nógu að taka í heiminum sem mætti fórna sér fyrir, rétt eins og fyrir tvö þúsund árum. En kannski er þetta þeirra leið til að komast nær Guði, hvað veit ég.

Talandi um nöttara. Til hamingju Ítalía, með að skipta um stjórn! Það hefði líka verið óhuggulegt til þess að hugsa að hægt sé að kaupa sér kosningu eins og Berlusconi reyndi leynt og ljóst að gera. Ástandið á Ítalíu sýnir okkur að vissulega er viturlegt að setja sér lög um eignarhald á fjölmiðlum, jafnvel þótt þau hafi verið illa fram sett á sínum tíma og hugsanlega ekki á réttum forsendum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband