Samkynhneigð særir blygðunarkennd 42%

1GB-b-Indland-Nepal-Japan 347Ég fór óvænt á Útvarp Sögu í dag til að viðra skoðanir mínar í n.k. útvarpspistli. Gaman að því bara en nokkuð mikil ögrun að þurfa að tala í tuttugu mínútur í beinni svona uppúr sjálfri mér.

Datt inn á heimasíðu stöðvarinnar til að leita að heimilisfanginu og rakst þá á athyglisverða skoðanakönnun. Eftir að ég hafði smellt á Nei - samkynhneigð særir ekki blygðunarkennd mína, birtust niðurstöðurnar. Þegar þetta er skrifað hafa 225 manns kosið og telja rúmlega 42% að samkynhneigð særi blygðunarkennd þeirra.

Þessi staðreynd vakti mikla lukku hér í Lögbergi þar sem ég sit í próflestri. Búið að hlæja mikið. Samt grátbroslegt - veit ekki alveg hvað ég á að segja. Gott kannski að fólk sé heiðarlegt með hvað það hugsar. Ef þetta væri Gallup-könnun myndi ég síðan vilja sjá hvort það væri fylgni við að vilja t.d. banna samkynhneigðum að giftast eða ættleiða börn.

 

Myndin er tekin í Katmandú. Þar má ekki vera hommi en karlmenn mega hins vegar leiðast. Þetta særði ekki blygðunarkennd mína.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

42% þeirra sem kusu í þessari könnun særa blygðunarkennd mína, ég blygðast mín fyrir að teljast til sömu tegundar...

Halli (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahahahhaha, snilld!

Guðríður Haraldsdóttir, 7.5.2008 kl. 00:32

3 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Blygðast mín fyrir að tilheyra þjóð þar sem 42% telja að samkynhneigð særi blygðunarkennd sína. 

Baldur Gautur Baldursson, 7.5.2008 kl. 07:44

4 identicon

Sorglegt

DoctorE (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 07:50

5 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Róleg, róleg. Þetta er ÚTVARP SAGA, sjáðu til. Sú útvarpsstöð er vægast sagt sér á parti. Ég sef alla vega óleg yfir öllu sem frá henni kemur

Ragnhildur Sverrisdóttir, 7.5.2008 kl. 09:04

6 identicon

Heil og sæl 

Þessar niðurstöður segja meira um hlustendur Sögu en íslensku þjóðina enda ekkert að marka svona kannanir með sjálfvalin úrtök. Í nýlegum rannsóknum kemur allt annað viðhorf fram. Í European Social Survey (2005) eru 88% Íslendinga sammála þeirri fullyrðingu að „Samkynhneigðir ættu að geta haga lífi sínu eins og þeir sjálfir kjósa“ og í Íslensku kosningarannsókninni (2007) voru um 80% sammála því að „...að samkynhneigðir eigi að hafi sama rétt og aðrir til að ættleiða börn“.

Kv. Einar Mar

Einar Mar Þórðarson (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 10:00

7 identicon

Kommon .... Útvarp Saga ... á hana hlusta bara örykjar og fylgismenn Frjálslyndaflokksins.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 10:14

8 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

HT... þú hlýtur að vera fífl. Fæstir FF liðar eru hómófóbískir og ég tel að langsamlega flestir okkar hlusti sjaldnast á ÚS þegar hlustað er á útvarp...

Þetta er dapurlegt, en þetta segir samt ekki neitt. Skoðanakannanir eins og þessi eru ómarktækar. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 7.5.2008 kl. 11:23

9 Smámynd: halkatla

það eru ákveðnar hliðar á samkynhneygð og gagnkynhneygð sem særa mína blygðunarkennd, það deilist ákaflega jafnt. Ég hefði sagt "já þetta særir mig" í skoðanakönnun um hvorn hópinn sem er

halkatla, 7.5.2008 kl. 11:36

10 Smámynd: Steinn Hafliðason

Mér finnst þessar niðurstöður mjög áhugaverðar og þætti fróðlegt að sjá samanburð milli kynja og milli landa. Þó að þetta sé ekki marktæk könnun þá finnst mér athyglisvert að samkynhneigð skuli særa blygðunarkennd fólks, hafði ekki hugsað út í þetta sjálfur.

Þetta er áhugavert út frá þeirri staðreynd að fólk hefur skoðun á þessu máli en það þarf að skilgreina betur hvað það er sem særir blygðunarkenndina og hvað blygðunarkennd er í huga fólks varðandi samkynhneigð. Þannig væri hægt að komast betur að því hvað það er sem kemur upp í huga fólks þegar samkynhneigð kemur þeim fyrir sjónir og hugsanlega væri hægt að nota þær niðurstöður til að slá á hræðslu og fordóma þjóðfélagsins.

Mér finnst kommentið þitt Anna Karen varpa skemmtilegu ljósi á þessa umræðu. Þegar maður fer að hugsa um þetta dýpra get ég sagt að kynhneigð særi blygðunarkennd mína

Steinn Hafliðason, 7.5.2008 kl. 13:26

11 identicon

Fyndið að sjá þessa mynd. Ég var í Delhi um daginn þar leiðast karlmenn á sama hátt. Hins vegar er það illa séð ef fólk af gagnstæðu kyni leiddust saman hendur sína. Það særir hins vegar ekki blyðgunarkennd mína.

Steinar (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 14:49

12 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Ég fæ alltaf kjánahroll þegar fólk fer að tala "blygðunarkenndir" þetta hugtak er bara heimskulegt. Getur einhver skilgreint það fyrir mig?

Ari Björn Sigurðsson, 7.5.2008 kl. 15:51

13 identicon

Útvarp Saga er mjög sérstakt fyrirfæri í íslenskum fjölmiðlaheimi en mér finnst of djúpt í árina tekið að á hana hlusti bara öryrkjar og fylgismenn Frjálslynda flokksins. Hins vegar grasserar þar hómófóbía og mjög einkennileg túlkun á Biblíunni. Inn á milli má væntanlega finna ágæta þætti en kristnu öfgarnir og fordómarnir gegn samkynhneigð gerir það að verkum að það er ekki kveikt á þeirri stöð á mínu heimili. Enda er svo margt áhugavert og skemmtilegt á öllum hinum stöðvunum. Frekar hlusta ég á Útvarp Latabæ en þessa lágkúru. Áfram Latibær

Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 16:09

14 Smámynd: Höskuldur Sæmundsson

Það að taka mark á skoðanakönnun Útvarps Sögu er álíka eins og að segja að skoðanakannanir á FoxNews sjónvarpsstöðinni séu ákaflega traustvekjandi.  Enda báðar stöðvar alþekktar fyrir að vera "Fair and Balanced". 

Ekki það að ég sé að líkja Sögu við Fox...

Höskuldur Sæmundsson, 7.5.2008 kl. 16:17

15 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Í rauninni segir þessi gjörningur, að láta sé detta í hug að setja þessa skoðanakönnun á vefinn, allt sem segja þarf um þessa útvarpsstöð

Ari Björn Sigurðsson, 7.5.2008 kl. 16:36

16 Smámynd: Einar Steinsson

Fyrir utan það að sæmilega glúrinn tölvumaður getur breitt úrslitum í svona vefkönnunum mjög auðveldlega. Bara að búa til einfalda skipanaskrá og tölvan þín fer að kjósa aftur og aftur þrátt fyrir að það eigi ekki að vera hægt. Líka hægt að gera það handvirkt, gengur bara hægar.

Einar Steinsson, 7.5.2008 kl. 18:08

17 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Allt rétt - svona netkannanir eru ómarktækastar í heimi! Athyglisvert engu að síður og í besta falli fínn brandari :)

Anna Pála Sverrisdóttir, 7.5.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband