Haustiđ í Peking

Ţađ er eitthvađ bogiđ viđ ađ vera hálfkalt í Sumarhöllinni.

*Ímyndiđ ykkur ađ slegiđ sé á risastóra málmgjalltrommu.* Viđ erum mćttar til Kína. (Án ţess ađ missa af fluginu.)

Persónulega eru ţađ viss tímamót ađ heimsćkja ţennan risa í austrinu. Ástćđan er sú ađ af einhverjum ástćđum hef ég í fortíđinni veriđ miklu minna spennt fyrir Kína en flestum öđrum löndum, ađ minnsta kosti ţeim sem viđ höfum heimsótt fram ađ ţessu. Ţađ er erfitt ađ segja til um hverju. Kannski hugsunin um fjölda án sérkenna? Líklega hefur "Beijing," í merkingunni kínversk stjórnvöld mikiđ ađ segja. Kúgunin á íbúum Tíbet, ofsótti Falun Gong leikifimihópurinn sem ég mótmćlti međ af heilum hug heima fyrir nokkrum árum... Og kannski ţađ versta af öllu: Hugsanalögreglan.

Viđ fyrstu sýn náđi Peking ekki sérstaklega vel til mín eftir mögnuđu Tókýó. En ţađ var líka í gegnum bílrúđu á leiđ frá flugvellinum, á degi ţar sem mengunin sýndi enga miskunn og allt var grátt. Auk ţess sem Anna Pála var ţunn og ţreytt eftir Japan Grand Finale.

Síđan ţá hef ég reynt ađ vinna bug á fordómunum. Og viti menn. Ţađ er fleira til í Peking en stjórnvöld og mannţröng.

Mannţröngin er vissulega til stađar en í henni eru, jú, einstaklingar. Mađurinn á hrađferđ sem gaf sér samt tíma til ađ beygja sig eftir lestarmiđanum mínum og brosa. Öldungurinn í Maó-búningnum međ allt sitt í pinklum og plastpokum í lestinni, vísast ađ flytja til borgarinnar eins og allir. Magadansmćrin á miđ-austurlenska stađnum í gćr sem seinna um kvöldiđ sást yfirgefa stađinn í ullarpeysu.

Og ţađ er orka í ţessari borg, ţví er ekki logiđ. Rosaleg ţensla. Á Torgi hins himneska friđar blakta tugir eldrauđra fána viđ hún og Maó horfir á međ vökulum, risastórum augum af hliđinu inn í Forbođnu borgina. En á torginu eru líka Ólympíufígúrurnar fyrir 2008 búnar ađ koma sér fyrir og veriđ er ađ fjölga í neđanjarđarlestakerfinu úr ţremur leiđum í ellefu. Hálf Forbođna borgin sést ekki fyrir stillösum en ţađ sem er komiđ úr andlitslyftingu lítur vel út.

Mitt í allri "allt ađ gerast" stemmningunni er Sumarhöllin á sínum stađ. Hún er svo ofsalega falleg.

Pekingöndin í fyrrakvöld var dásamleg. Dásamleg, dásamleg. Maturinn miklu betri en ég átti von á. Félagsskapurinn ekki verri. Viđ erum svo heppnar ađ tvćr yndislegar kínverskustúdínur hafa skotiđ yfir okkur íslensku skjólshúsi. Og tóku međ okkur íslenskt djamm í Peking í gćr ţar sem endađ var á Torginu ásamt svona ţrjú ţúsund Kínverjum ađ horfa á fánahyllingarathöfn viđ sólarupprás. Upplifun.

Og níu milljón reiđhjól.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ævintýralegt. Ég fæ alltaf gæsahúð þegar ég les færslurnar þínar. Lýsingarnar kitla allar manns langanir.

Eva (IP-tala skráđ) 6.11.2006 kl. 09:14

2 Smámynd: Kristján Haukur Magnússon

"There are nine million bicycles in Bejing", klassík. Enda er ábyggilega ómögulegt ađ komast ţarna um á bíl.

Kristján Haukur Magnússon, 8.11.2006 kl. 08:59

3 identicon

Ţađ er svo ótrúlegt ađ lesa pislana ţína elsku unginn minn og ekki skemmir ađ fá fréttir af yndislegum móttökum landa ţinna. Ţađ hefur veriđ notalegt fyrir ykkur ađ fá inni hjá svona frábćrum stelpum. Já, ţađ er gott ađ eiga góđa ađ   algjöra engla. Góđa ferđ áfram mömmusnúllur.

mamma (IP-tala skráđ) 8.11.2006 kl. 18:31

4 Smámynd: Inga Rós Antoníusdóttir

Já Beijing er mögnuđ. Man ađ mađur ćtlađi varla ađ ţora ađ labba yfir götuna fyrsta daginn ţar, enda 6 akreinar, ógrynni af bílum, 9 milljón hjól, 5000 rickshaw og kannski einstaka kjúklingar í kassa ;-)

Inga Rós Antoníusdóttir, 9.11.2006 kl. 12:48

5 identicon

Ég dett nú bara stundum hérna inn i vinnunni... og get ekki sagt annađ en ađ mig dreymir um heimsreisu núna, meira en nokkru sinni fyrr

Hugrún Tanja (IP-tala skráđ) 9.11.2006 kl. 14:22

6 identicon

ég hefði nú átt að ná að skila kveðju til stórvinkonu þinnar hennar Yuriko.. en í staðinn skila ég bara kveðju til Kína og vona þú sért að fara vel með þig.

Lára Lára (IP-tala skráđ) 10.11.2006 kl. 01:48

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband