Sumarprófasadisminn

Já, það er ekki mikið að gerast hér þessa dagana. Ég er sumarprófum, "having the time of my liiife.." Í gær var kröfuréttur 1, við skulum vona að það sem ég stagaðist á meðan ég labbaði í prófið: Aldrei aftur kröfuréttur 1, sé rétt! Fyrir þá sem ekki vita fjallar það fag um skuldir. Sé það rétt að ég hafi sloppið vil ég þakka foreldrum mínum fyrir genin og kvöldmatinn, og Eyvindi G. Gunnarssyni, AKA Egginu fyrir að vera hress og eiga flott jakkaföt og semja ekki ósanngjarnt próf. En maður veit aldrei hvort sexan datt eða fimm varð raunin, þar er langt á milli. Til fróðleiks gæti ég verið útskrifuð úr lagadeild núna fyrir þau skipti sem ég fékk fimm eða fimmkommafimm en ekki lágmarkseinkunnina sex. Ég hef aldrei mætt í próf í deildinni vel undirbúin, spurning að breyta til áður en ég útskrifast? 

Á mánudaginn er svo einkamálaréttarfar. Margt á eftir að gerast. Ég ætla hins vegar að halda áfram að vera í góðu skapi og taka þetta þannig, helst. Það er ótrúlegt hvað má gera á stuttum tíma. En þegar ég hugsa um það, sumarprófamasókismi væri líklega heppilegri titill á þessa færslu. Það stuðlar samt ekki. Og þetta er ekki alslæmt.

Það styttist verulega í heimsreisu :)) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Já það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera í sumarprófum ;)"Ég ætla hins vegar að halda áfram að vera í góðu skapi" Þetta líst mér vel á því að ef að eitthvað eyðileggur fyrir okkur í prófum fyrir utan undirbúninginn sem við lögðum á okkur þá er það kvíði, fúlt skap og áhyggjur!

Mér líst vel á þig, láttu þér ganga vel :)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 19.8.2006 kl. 15:05

2 Smámynd: Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson

Anna mín. Maður á náttúrulega ekki að standa í svona vitleysu sem sumarpróf eru! Þau eru fyrir "annað" fólk, alveg eins og eldgos og flóð...Gott að þér gekk vel í kröööfunni samt.

Þorvaldur Heiðar Þorsteinsson, 19.8.2006 kl. 15:18

3 identicon

Hvað ertu eiginlega að meina. Sumarpróf eru BEST!

fyrrverandi formaður Seltjarnarnesdeildar Önnufélagsins (IP-tala skráð) 21.8.2006 kl. 08:42

4 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

hættu að kommenta á bloggið mitt og hringdu eða svaraðu póstinum mínum, lúði!

Anna Pála Sverrisdóttir, 21.8.2006 kl. 18:23

5 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

eða jú þú mátt líka kommenta hjá mér. mér finnst það gaman.

Anna Pála Sverrisdóttir, 21.8.2006 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband