Neytendahornið

Salatbar Hagkaupa í Kringlunni er góður. Ég var sjúk í hann í fyrrasumar. Eftir að mozzarella-kúlurnar hættu að sjást þar er þó ekki jafnlangt ferðalag á sig leggjandi.

Í gær vantaði hins vegar salat í salatbarinn. Endilega laga það.

---

skjaldarmerkiNú. Ég er alls ekki að spauga með hvatningu minni til Ragnhildar að bjóða sig fram til forseta. Mér finnst að hún eigi að hætta að frábiðja sér athyglina, þótt ég skilji það sjónarhorn vel. 

Af því nú ætla ég að höfða til baráttumanneskjunnar í henni. Ég held að það verði gríðarsterk innkoma í baráttu samkynhneigðra á heimsvísu, þegar alþjóðapressan fer að slá því upp að forseti Íslands og konan hennar séu væntanlegar í opinberar heimsóknir hingað og þangað. Fyrst duttu mér í hug lönd á borð við Indland eða Sádí-Arabíu. En líklega þarf ekki að fara lengra en til nágrannalandanna, s.s. Bandaríkjanna utan Kaliforníu og NY, til þess að það þyki óvenjulegt eða óhugsandi að forsetinn sé lesbía.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl,

Ég styð þína hvatningu til Ragnhildar og er algjörlega sammála þér að hún er skarpgáfuð og væri verðugur fulltrúi þjóðarinnar. En mér finnst það ekkert hafa með kynhneigð hennar að gera og ætti það ekki að vera aðalmálið þótt það sé enginn launung. Ragnhildur er flott kona, punktur.

kveðja Hildur

Hildur (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 11:02

2 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Það var rétt.

Anna Pála Sverrisdóttir, 18.7.2007 kl. 11:21

3 identicon

Það verður bara að hefja baráttuna fyrir Ragnhildi án hennar!

Hún er fædd í þetta starf..

Leifur (IP-tala skráð) 18.7.2007 kl. 15:17

4 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Sendi þér bros og hlátur inn í daginn, eigðu góðan dag.

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 21.7.2007 kl. 15:13

5 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Þetta var nú með fallegustu kommentum sem ég hef fengið. Meira svona.

Anna Pála Sverrisdóttir, 21.7.2007 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband