Takið þátt í keppninni, skækjur! - "Sjaldan er ein bólan stök" - "Þekking er blekking - álver alls staðar"

Nú þegar má telja innlegg í málshátta- og slagorðakeppnina miklu, í hundruðum og keppendur í tugum. 

Ritstjórnin hefur nokkrar áhyggjur af hlut kvenna í keppninni en hyggst þó ekki setja kynjakvóta á þátttöku, heldur treystir því að kvenkynið sé enn að hugsa málið og komi með ódauðlegar tillögur áður en skilafrestur rennur út, kl átjánhundruð annað kvöld.

Dómnefnd keppninnar hefur svo af því nokkrar áhyggjur að vegna bágborins andlegs og líkamlegs ástands / anna við að fagna próflokum á morgun, geti það tafist eitthvað að tilkynna úrslitin og gerir hér um það fyrirvara. Enda mikið verk fyrir höndum.

Annars hafa fæstir keppendanna nýtt sér færi á að endurtitla þetta blogg, sbr. 6.gr. keppnisreglna, vek athygli á henni.

Tillögur skilast eftir sem áður í kommentakerfið við síðustu færslu og er stefnan sett á metfjölda kommenta á þessum bloggvef. Lifið heil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Ekki er jakki frakki nema síður sé"...gamall, en varð að fá að fylgja með:)

Ég tek annars áskorun um að vera með...að sjálfsögðu:) :

"Æ sér þjór til þynnku"

...ég treysti því auðvitað að sigurinn sé í höfn þótt framlögin verði ekki fleiri:)

Spurning með nafnið á bloggið. Kannski "Oft hefur falleg hneta fúinn Bjarna (rímar bara, ekkert skot sko:P)" eða "Prinsessa í dulargervi" eða "Ef ég sé með hamborgarahattinn..."

Já hamborgarahatturinn var það heillin =)



Hrund (IP-tala skráð) 14.5.2006 kl. 20:48

2 identicon

Einn gamall og stolinn í tilefni kosninga:

Betra er að sofa hjá en sitja hjá

(Annars er ég að hugsa...)

Sandra Ósk (IP-tala skráð) 15.5.2006 kl. 09:24

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Bara að kvitta fyrir mig. Mér fynst Önnupálublogg bara fínt nafn en gangi þér vel með nafnaleitina. Jórunn

Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.5.2006 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband