17.4.2006 | 19:44
Kosningaloforðin
Var stödd niðri í félagsherbergi Lögbergsins helga og sá frétt af þinginu, þar sem Jóhanna Sigurðardóttir snilli var að drulla yfir Framsókn fyrir að fylgja ekki eftir kosningaloforðum varðandi stöðu barna og ungmenna.
Það er mjög fyndið í ljósi þess að um tveimur tímum áður vorum við niðri í félagsherbergi (alltaf þar?) að velta fyrir okkur hvað hefði eiginlega orðið um "Ísland án fíkniefna árið 2000." Getur einhver sagt mér það?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sú herferð fer sko eftir tímatali Íslam. Nægur tími...
Strumpakveðjur :)
thorir (IP-tala skráð) 18.4.2006 kl. 01:20
Það kannski breytir engu en hér í Eþíópíu eru árið 1998 rétt hálfnað. Skemmtilegt blogg kæra systir, haltu áfram. Ps. ég segi það með þér, af hverju fær Sunna Mjöll páskaegg númer SJÖ??? Reyndar vaknaði ég klukkan hálffjögur í nótt með ógeðslegan moskítóbitakláða, fór óklæddur niður í stofu og borðaði tvo páskaegg frá Nóa númer eitt. Málsháttunum hef ég gleymt og týnt, en bragðið það lifir. Kær kveðja, Kristján Þór
Kristján Þór (IP-tala skráð) 18.4.2006 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.