17.4.2006 | 03:33
Oft má lyf af eitri brugga
Ég fékk páskaegg nr SJÖ. Manni verður bara hugsað til svöngu barnanna í útlöndum. Með sammara. Orðið sammari í mínum orðaforða er stytting á tvennu: Sammari=samviskubit. Sammari=samfylkingarmaður. Ræðst af samhengi hvort er átt við hverju sinni, sbr "Ég er með sammara."
En um páskaeggið. Ég skelli skuldinni á hnattvæðinguna. Við hjónaleysin brugðum okkur í Krónuna laugardag fyrir páska, með páskaegg og fleira á innkaupalistanum. Einu Nóa-eggin sem til voru í bú ..ðinni voru númer sjö. Við nenntum ekki að labba í Bónhaus eða gera óhagkvæm kaup í Nóatúni svo við hreinlega NEYDDUMST til að fjárfesta í skrímslinu sem var bara til í fantasíum þegar ég var lítil. Ég ætlaði að segja frá þessum undrum og stórmerkjum yfir páskalambinu fyrr í kvöld en í ljós kom að litla skrímslið systir mín fékk LÍKA páskaegg nr. sjö. Svei. Ég hélt ég ætti skynsama foreldra.
Málshátturinn minn í ár var fínn, sbr fyrirsögn þessa gagnslausa pistils. Hef fengið hann áður. Ber eftirsóknarverðu hugarfari vitni.
E.s. Að gefnu tilefni vill Bjarnið koma því á framfæri að hann ljúgi almennt ekki að mér.
Athugasemdir
Ég fékk tvö páskaegg og þau voru bæði númer fimm. Voru segi ég þar sem þau eru bæði búin.
Ég er með sammara yfir að hafa verið með sammara
haha
Eva María (IP-tala skráð) 17.4.2006 kl. 18:37
E: Deildu því með okkur elskan, ha? mitt er ekki búið enn. H: Ekki vanmeta mátt súkkulaðis!
Anna Pála Sverrisdóttir, 17.4.2006 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.