Kál fyrir einstæðinga!

Um daginn var í fréttum að Íslendingar hendi rosalegu miklu af salati og káli. Ég þarf iðulega að gera einmitt það. Þetta er sóun. En það er heldur ekki raunhæft að ætla sér að klára heila fjölskyldupakkningu þegar maður býr með sjálfum sér og borðar iðulega einhvers staðar annars staðar en heima hjá sér.

Kál í minni umbúðum, danke! Já og ýmislegt fleira þegar ég hugsa um það. Hvað með að stofna búð sem selur bara vöru í einstaklingsvænum umbúðum? Mjólk í hálfslítersfernum, einn þriðja af brauði,..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr! Tók til í ísskápnum áðan og grét þegar ég horfði á eftir næstum líter af mjólk í vaskinn og hér um bil heilu brauði í tunnuna! Eitthvað fyrir okkur "einstaklingana" takk:)

Dísa (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 02:44

2 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Þar til úr verður bætt farið þið tvær saman út í búð til að kaupa inn.  Síðan heim til að skipta fengnum, þ.m.t. að hella á milli íláta og skera kálhausa.

Sigurður Ásbjörnsson, 28.5.2008 kl. 08:25

3 identicon

Styð þessa hugmynd um að selja í umbúðum fyrir eina eða tvær hræður.  Þarf allt of oft að henda mat, því við náum ekki að klára allt sem er í þessum stóru umbúðum.

Anna

Anna Guðjóns (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 11:54

4 Smámynd: Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir

Oft er salatið sjálft svo lélegt að það geymist ekki til þriðja dags, ekki einu sinni heilir iceberg hausar. Hreina súrmjólk mætti líka selja í minni umbúðum.

Ólöf Ingibjörg Davíðsdóttir, 28.5.2008 kl. 14:34

5 identicon

Það sem ég dýrkaði við Vesturbæinn var Melabúðin en þar var t.d. hægt að fá hálfa iceberg kálhausa og hálfa grillaða kjúklinga og held ég eitthvað meira í "einstaklingsvænum umbúðum" - vona að þetta sé enn í boði.
Ég hef því miður hvergi séð þetta annars staðar.

Andri Thorstensen (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 22:29

6 identicon

Eg tek alltaf braudid og skipti thvi nidur thannig ad hver hluti se 2-3 samlokur, set i poka og frysti. Thad virkar agaetlega fyrir mig :)

Kal kaupi eg helst ekki einmitt utaf thvi ad thad endar i ruslinu eftir eina notkun...

Kvedja fra Koreu!

Ester (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband