11.10.2007 | 21:14
Félagshyggjufögnuður á laugardagskvöldið
Borgin er unnin! Fyrir þau sem vilja fagna því að Reykjavíkurborg er á ný í höndum félagshyggjuaflanna, þá bendi ég á að félagshyggjufronturinn Vefritið fagnar ársafmæli sínu á laugardagskvöldið. Ölstofan milli kl. átta og tíu. Tilboð á barnum.
Við tökum að sjálfsögðu kredit fyrir þann félagshyggjubrag sem er kominn á Ísland síðan við stofnuðum Vefritið síðastliðið haust.
Ég er í munnlega lokaprófinu kl. kortér yfir átta í fyrramálið. Eigum við að ræða það eitthvað.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið rosalega er ég ánægður með þetta allt saman. Réttlætið sigrar að lokum.
Gunnar Örn (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 21:22
Já á bara að halda uppá þettað með fylliríi,svei attan.Vona að þú komist aldrei í stjórnunarstöðu í almenningsþágu,og vertu dugleg í skólanum,ps:við erum flokkssystkini að ég held,farðu þér hægt í gleðinni.Björn Ingi slítur þessu fyrir áramót.
Jensen (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 23:50
Össss! Ekki spennandi! Félagshyggjufyllerí! Það var þá!
Ég myndi nú bíða aðeins og sjá hvort félögum þínum tekst að kyngja framsóknargrautnum!
kjellingin (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.