Skilmysingur

Ég sem hélt ég hefði eignast aðra frænku í Ráðhúsinu. Það reynist ekki vera rétt. En ég verð að játa að ég var ein af þeim sem féll í gildruna og hélt að Sóley beibí væri að skjóta á mig. Skildi reyndar alls ekki hver punkturinn ætti að vera og fannst þessi líking alveg smjörsteikt. Úr verður hinn besti brandari.

Það er ekki langt síðan ég varð Samfó. Þegar ég var í VG á sínum tíma eignaðist ég margt gott fólk að vinum og kunningjum sem ennþá eru kærir, svoleiðis breytist auðvitað ekki. Búin að ræða þessa skiptingu og framboðsmál við marga úr VG og fengið almennt mikinn skilning. Sem er gott.

Ég fer svo auðvitað ekki ofan af því að félagshyggjufólk á að vinna saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hélstu þetta áður en Egill Helgason skrifaði um málið eða í kjölfar þess?

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 13:08

2 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Æ, það var reyndar áður. Fékk ábendingu. En gleymum þessu bara. Óhappatilviljun.

Anna Pála Sverrisdóttir, 12.9.2007 kl. 20:27

3 identicon

Líst stórvel á þig í framboðinu! Gangi þér vel... :)

Sigga Sig (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband