10.9.2007 | 14:43
Nei, ég er ekki dáin
Alls konar hlutir að gerast í lífi Önnu Pálu þessa dagana. Meðal annars er ég búin að lýsa yfir framboði til formanns Ungra jafnaðarmanna. Ég held það verði stórkostlega gaman, ef ég næ kjöri.
Skólinn að byrja. Masterskúrsarnir eru skemmtilegir. Lögberg er gott heimili og þar býr stór og skemmtileg fjölskylda. Ný upplifun að hlakka til að fara í tíma og læra -svoleiðis tilfinningar hafa ekki alltaf látið mikið fyrir sér fara í grunnnáminu. Þar er maður meira svona að læra stafrófið. Svo er ég að klára að flytja á Skuggagarðana við Lindargötu.
Og já, viti menn, ég skrifaði pistil á Vefritið. Hann fjallar um hina frábæru hugmynd sérframboðið Sameinaðir vinstrimenn sem er gamall draumur minn!
Pís át.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Facebook
Athugasemdir
Hæ,
Gangi þér sem allra best í kosningabaráttunni. Styð þig heilshugar.
kv.
Bragi Dór
Bragi Dór (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 17:36
Mér finnst þetta náttúrulega alveg dásamlegt að þú sért loksins búin að fatta rétta flokkinn ;)
Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, 11.9.2007 kl. 10:29
"lýsa yfir framboði"....!
það er ekkert minna ;-)
kram
sandra (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 17:15
Jæja, til hamingju með nýju íhaldsstjórnina síðan í vor, víst þú endilega vilt vera Samfó. Og ég sem hélt alltaf að þú styddir Byltó. Ég styð þig samt, af því ég held að þú sért að fara að bylta kerfinu innan frá, þó svo það sé ill mögulegt.
Brissó B. Johannsson, 11.9.2007 kl. 18:06
Takk! (Sandra: Þar sem fjööldi manns hafði komið að máli við mig...)
Og já Bryndís: UJ taka að sér að minna Samfylkingarfólk á hvar ræturnar liggja.
Anna Pála Sverrisdóttir, 11.9.2007 kl. 20:23
Til hamingju Anna Pála ég styð þig heils hugar!
Guðrún Birna le Sage de Fontenay, 11.9.2007 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.