Ef leðurblaka kemur inn í herbergið, einfaldlega andið djúpt:

kruger-park-giraffi.jpg

Muna að slökkva á nóttunni og hylja gluggana á kvöldin. "Should you forget and a bat enters the room by mistake, please do not panic! Calmly place a towel over the bat and release it outside or call for assistance."

Held maður hlyti að redda þessu. Textinn er úr ábendingum um hegðun atferli og framkomu í Kruger National Park í Suður-Afríku. Þar er manni líka bent á að gefa ekki bavíönunum að borða. Ennfremur er mjög mikilvægt að labba ekki um eftir myrkur nema með kyndil, til að passa sig á snákum og sporðdrekum. Í Kruger er hins vegar hægt að sjá allt það flottasta úr dýralífi Afríku. Ég hlakka mjög til að sjá fíla því þeim hef ég alltaf verið mjög hrifin af. Kannski verið repúblikani í fyrra lífi, endurfæðst og verið búin að sjá að mér? 

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er íslensk náttúra grín í samanburði við þá Suður-Afrísku. Ég veit nú ekki með það, en fer þó með opnum huga og meðvituð um að það sem er mitt, er ekki endilega best.

Og þó. Hver vegur að heiman er vegurinn heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband